Lífið

Enn einn ritstjórinn hættir

Ragnheiður Kristjónsdóttir, Björk Eiðsdóttir og Lilja Katrín Gunnarsdóttir.
Ragnheiður Kristjónsdóttir, Björk Eiðsdóttir og Lilja Katrín Gunnarsdóttir.
Ritstjóri Séð og heyrt, Björk Eiðsdóttir, hefur sagt upp starfi sínu eftir aðeins átta mánuði í starfi. Forverar hennar í ritstjórastól, Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Kristjónsdóttir, stýrðu einnig blaðinu í stuttan tíma eða innan við tólf mánuði ef litið er til síðustu þriggja ára. Björk fór eins og heimsþekkt er orðið í mál við íslenska ríkið fyrir hönd dóttur sinnar, Blævar Bjarkardóttur Rúnarsdóttur en í lok janúar á þessu ári úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að leyfilegt væri að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið væri karlmannsnafn en nafn stúlkunnar var aldrei samþykkt af íslenskum yfirvöldum þar sem það var talið vera karlmannsnafn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.