Sport

Bolt fær tvær milljónir fyrir hverja sekúndu

Fljótasti maður heims, Usain Bolt, gerir það mjög gott þessa dagana og hann mun moka inn peningum er hann keppir í 200 metra hlaupi á demantamóti í París í sumar.

Þar mun Bolt fá greiddar tæpar tvær milljónir króna fyrir sekúnduna en hann hleypur 200 metrana á svona 20 sekúndum.

Það er ekki auðvelt að fá fljótasta mann allra tíma til þess að mæta á mót og það kostar skildinginn.

HM í frjálsum fer fram í sumar og Bolt er byrjaður að bóka sig á mót.

Hann tekur þátt í 150 metra hlaupi í Brasilíu í lok marks og svo hleypur hann 200 metra í Osló þann 13. júní. Skipuleggjendur Grand Prix-mótsins í London eru svo að semja við hann um að koma þangað í lok júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×