Körfubolti

Bikarmeistarar Stjörnunnar á miklu skriði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sæmundur Valdimarsson var flottur í kvöld.
Sæmundur Valdimarsson var flottur í kvöld. Mynd/Valli
Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu níu stiga sigur á Skallagrími, 101-92, í 19. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta og hefur Garðabæjarliðið unnið þrjá leiki í röð síðan að Stjörnumenn urðu bikarmeistarar á dögunum.

Skallagrímur vann óvæntan sigur á Keflavík í síðasta leik en þeir áttu eiginlega aldrei möguleika í kvöld eftir skelfilega byrjun. Stjarnan tók öll völd í byrjun leiks og var 33-11 yfir við lok fyrsta leikhlutans.

Skallagrímur náði að minnka muninn niður í níu stig, 44-35, en Stjörnumenn bættu þá aftur í og voru fimmtán stigum yfir í hálfleik, 53-38. Stjarnan var fjórtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 80-66, og unnu að lokum níu stiga sigur.

Justin Shouse skoraði 19 stig fyrir Stjörnuna, Jarrid Frye var með 18 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar og Sæmundur Valdimarsson skroaði 17 stig á 23 mínútum. Carlos Medlock skoraði 29 stig og fyrir Skallagrím og Páll Axel Vilbergsson var með 18 stig.



Stjarnan-Skallagrímur 101-92 (33-11, 20-27, 27-28, 21-26)

Stjarnan: Justin Shouse 19/6 fráköst, Jarrid Frye 18/8 fráköst/9 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 17/5 fráköst, Brian Mills 15/8 fráköst, Jovan Zdravevski 13, Fannar Freyr Helgason 9/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 5, Kjartan Atli Kjartansson 3/5 fráköst/5 stoðsendingar.

Skallagrímur: Carlos Medlock 29/9 fráköst/6 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 18/8 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 12/6 fráköst, Orri Jónsson 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sigmar Egilsson 9/6 fráköst, Davíð Ásgeirsson 5, Trausti Eiríksson 5/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 3, Birgir Þór Sverrisson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×