Körfubolti

Er hún með svona lélegan umboðsmann?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shannon McCallum.
Shannon McCallum. Mynd/Valli
KR-ingar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir fengu til sín bandarísku körfuboltakonuna Shannon McCallum. Shannon McCallum skoraði 45 stig um helgina í átta stiga sigri KR á Snæfelli, 72-64, í Hólminum.

Shannon McCallum hefur verið gjörsamlega óstöðvandi í síðustu fjórum leikjum KR-liðsins sem hafa allir unnist. Hún hefur skorað 170 stig á 140 mínútum í þeim, 42,5 stig að meðaltali í leik og hefur verið yfir 40 í framlagi í þeim öllum.

Símon B. Hjaltalín skrifar um leikinn á laugardag inn á heimasíðu Snæfells (sjá hér) og þar veltir hann því fyrir sér hvernig standi á því að jafngóður leikmaður og Shannon McCallum sé að spila í íslensku deildinni.

„Það má segja frekar að Shannon McCallum hafi séð um Snæfell í þessum leik með 45 stig, 11 fráköst og 7 stolna bolta en KR náði stoppa vörninni þrátt fyrir að varnarleikurinn hafi alls ekki verið eitthvað góður. Maður veltir því fyrir sér hvort McCallum sé með svona lélegan umboðsmann því hún er nokkrum hæðum ofar en aðrir," skrifar Símon.

KR náði þriðja sætinu af Val um helgina því á sama tíma og KR vann sinn leik þá töpuðu Valskonur óvænt fyrir Njarðvík á heimavelli.

Leikir Shannon McCallum með KR:

66-75 tap fyrir Keflavík - 22 stig, 17 fráköst, 4 stoðsendingar

74-69 sigur á Fjölnir - 43 stig, 14 fráköst, 5 stolnir, 5 varin

84-68 sigur á Njarðvík - 44 stig, 8 fráköst, 8 stoðsendingar, 5 stolnir

73-54 sigur á Haukum - 38 stig, 14 fráköst, 9 stolnir

72-74 sigur á Snæfelli - 45 stig, 11 fráköst, 7 stolnir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×