Dýrasta viðgerðin á bíl Mr. Bean 11. febrúar 2013 11:15 Kostaði 184 milljónir að gera við McLaren F1 bíl hans. Breski grínistinn Rowan Atkinson er mikill bílaáhugamaður og á ekki bíla af ódýrari gerðinni. Eitthvað virðist honum förlast stundum við aksturinn, þrátt fyrir að hann eigi næstbesta tímann frá upphafi í sérstakri keppnisbraut Top Gear þáttanna. Í einni ökuferð hans á leið heim í myrkri og rigningu ók hann McLaren F1 bíl sínum á tré og fór bíllinn eðlilega mjög illa úr þeim árekstri. Betur fór fyrir Atkinson sjálfum, en þó hlaut hann smávægileg axlarmeiðsl. Atkinson var með bílatryggingar sínar í lagi en tryggingafélagið ekki öfundsvert að bæta honum 3,5 milljón punda bílinn, þ.e. ríflega 700 milljónir króna. Ekki kom þó til þess að tryggingafélagið greiddi honum alla þá upphæð heldur var gert við bílinn fyrir 910.000 pund, eða 184 milljónir króna. Er það dýrasta viðgerð sem nokkurt tryggingafélag hefur greitt út í Bretlandi fyrir viðgerð á bíl. Atkinson er að vonum mjög kátur að hafa enduheimt bíl sín og það fyrsta sem hann gerði er honum var afhentur viðgerður bíllinn var að setjast upp í hann og byrja að njóta aftur þess að keyra þennan ofurbíl. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent
Kostaði 184 milljónir að gera við McLaren F1 bíl hans. Breski grínistinn Rowan Atkinson er mikill bílaáhugamaður og á ekki bíla af ódýrari gerðinni. Eitthvað virðist honum förlast stundum við aksturinn, þrátt fyrir að hann eigi næstbesta tímann frá upphafi í sérstakri keppnisbraut Top Gear þáttanna. Í einni ökuferð hans á leið heim í myrkri og rigningu ók hann McLaren F1 bíl sínum á tré og fór bíllinn eðlilega mjög illa úr þeim árekstri. Betur fór fyrir Atkinson sjálfum, en þó hlaut hann smávægileg axlarmeiðsl. Atkinson var með bílatryggingar sínar í lagi en tryggingafélagið ekki öfundsvert að bæta honum 3,5 milljón punda bílinn, þ.e. ríflega 700 milljónir króna. Ekki kom þó til þess að tryggingafélagið greiddi honum alla þá upphæð heldur var gert við bílinn fyrir 910.000 pund, eða 184 milljónir króna. Er það dýrasta viðgerð sem nokkurt tryggingafélag hefur greitt út í Bretlandi fyrir viðgerð á bíl. Atkinson er að vonum mjög kátur að hafa enduheimt bíl sín og það fyrsta sem hann gerði er honum var afhentur viðgerður bíllinn var að setjast upp í hann og byrja að njóta aftur þess að keyra þennan ofurbíl.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent