Sport

Fullt hús í tæp tíu ár

Það verða laus sæti á Fenway á næstunni.
Það verða laus sæti á Fenway á næstunni.
Eitt frægasta íþróttafélag Bandaríkjanna er hafnaboltafélagið Boston Red Sox. Þar hefur verið uppselt á völlinn í tæp tíu ár. Frá því 15. maí árið 2003 hefur verið uppselt á alla leiki liðsins á hinum fornfræga velli, Fenway Park. Liðið er búið að spila 793 leiki í röð fyrir fullu húsi.

Forseti félagsins, Larry Lucchino, er þó ekki bjartsýnn á að svona verði ástandið áfram og hann spáir því að miðar verði aftur á lausu í apríl.

Áhuginn á liðinu hefur dottið svolítið niður í kjölfar lélegs gengis liðsins. Það varð í neðsta sæti í Ameríkudeildinni í fyrra og hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×