Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grindavík 91-79 | Garðbæingar bikarmeistarar! Elvar Geir Magnússon skrifar 16. febrúar 2013 00:01 Myndir / Daníel Rúnarsson Stjarnan var í miklu stuði og vann Grindavík í bikarúrslitaleik karla í dag 91-79. Grindavík var að spila sinn sjöunda úrslitaleik en Stjörnumenn voru komnir í Höllina í annað skiptið og hafa því unnið báða úrslitaleikina sem þeir hafa spilað. Sigurinn var svo sannarlega sanngjarn en Stjarnan leiddi frá upphafi til enda. Þrátt fyrir nokkrar góðar rispur Grindavíkur þá hleypti Garðabæjarliðið þeim gulu aldrei of nálægt sér. Garðbæingar mættu vel í Höllina og Stjörnuliðið fékk góðan stuðning. Allir voru tilbúnir í slaginn og það skilaði sér. Fyrir leikinn voru fleiri sem bjuggust við sigri Grindavíkur í leiknum en eins og góður maður sagði þá borgar sig ekki að veðja gegn sigurvegaranum Teiti Örlygssyni. Jarrid Frye fór hamförum í leiknum, skoraði 32 stig. Brian Mills gerði 17 stig og tók 9 fráköst.Marvin Valdimarsson: Maður er ekki meiddur í bikarúrslitaleik Einhver vafi var um það fyrir leikinn hvort Marvin Valdimarsson gæti spilað en hann átti flottan leik, skoraði níu stig og átti fjögur fráköst. "Ég æfði lítið en fékk góða aðhlynningu fyrir þennan leik. Ég vildi spila og fékk að spila. Ég náði að keyra mig upp að sársaukamörkum," sagði Marvin efir leikinn. "Maður er ekki meiddur í bikarúrslitaleik." "Við sýndum okkur rétta andlit. Okkur fannst hlægilegt að hlusta á alla tala um að þeir myndu rústa okkur. Við lásum það og undirbjuggum okkur vel. Þetta eru tvö jöfn lið en við vorum tilbúnari í dag." "Við vorum alltaf 10-15 stigum yfir og við héldum haus. Það voru allir tilbúnir í dag."Sverrir Sverrisson: Töpuðum fyrir betra liðiÞjálfari Grindvíkinga, Sverrir Þór Sverrisson, var auðmjúkur eftir leik. "Við vorum slakir. Auðvitað komu menn til leiks og ætluðu sér að spila sinn besta leik. En við lentum í hælunum í vörninni og hittum afleitlega. Stjarnan hitti á frábæran leik og við töpuðum fyrir betra liði í dag," sagði Sverrir. "Því miður fór þetta svona. Það hefur gengið vel hjá okkur í vetur og leiðinlegt að spila illa í svona mikilvægum leik. Það er óafsakanlegt gagnvart stuðningsmönnunum sem eru að mæta. Svona eru íþróttirnar. Það geta ekki allir gert það sem þeir ætla sér." "Stjarnan er með eitt albesta liðið í deildinni. Þetta er hörkulið og það hefði verið gríðarlegt afrek hefðum við unnið þá í dag."Teitur Örlygsson: Vonandi verður lagið hans Kjarra spilað í kvöld Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vinna sinn annan bikartitil með félaginu. "Þetta var "dead solid" eins og maðurinn sagði. Þetta var flott sett upp hjá okkur. Ég er virkilega ánægður. Spennustigið var alveg hárrétt. Búið var að tala um bekkinn hjá Grindavík og breiddina hjá þeim. Menn voru að koma vel af bekknum og með kraft hjá okkur. Þjálfarar elska það og við verðum að hafa í okkar liði," sagði Teitur eftir leikinn. "Mér fannst liðið aldrei veikjast í þessar 40 mínútur." Fyrir leikinn bjuggust fleiri við sigri Grindavíkur. Var það að hjálpa Stjörnunni í undirbúningnum? "Ég veit það ekki. Ég reyndi að bulla aðeins viljandi í viðtölum í vikunni en ég held að það hafi ekki skipt neinu máli. Þeir eru klárari en það. Það er ekki eins og þetta Grindavíkurlið sé ungt. Þeir eru skynsamir. Við erum ekki heldir ungt lið og skynsamir svo við vorum ekkert að missa sjálfstraustið eftir þessa þrjá ósigra í röð. Við lékum okkur aðeins með það en vorum vel undirbúnir." "Það var æðislegt að sjá alla Garðbæingana í stúkunni og hvað þetta var allt blátt. Kjarri (Kjartan Atli Kjartansson) söng að bikarinn væri blár í ár, ég ætla að vona að það lag verði spilað eitthvað í kvöld." Það er verið að skapa heljarinnar körfuboltahefð í Garðabæ. "Það eru ekki mörg lið sem hafa unnið tvo bikartitla á síðustu árum. Það er virkilega gaman en mér og okkur er langað að taka annan titil. Við ætlum að rífa okkur upp þar og það byrjar á mánudaginn," sagði Teitur Örlygsson eftir leikinn.Stjarnan 91-79 GrindavíkStjarnan: Jarrid Frye 32/8 fráköst/6 stoðsendingar, Brian Mills 17/9 fráköst/3 varin skot, Jovan Zdravevski 15/6 fráköst, Justin Shouse 14/5 fráköst/9 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 9/4 fráköst/3 varin skot, Dagur Kár Jónsson 2, Kjartan Atli Kjartansson 2. Grindavík: Aaron Broussard 30/9 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 stoðsendingar, Samuel Zeglinski 9/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ólafur Ólafsson 5/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4/7 fráköst, Ryan Pettinella 2.LEIK LOKIÐ: TIL HAMINGJU STJARNAN. Frye með 32 stig og Mills 17 fyrir Stjörnuna. Broussard var stigahæstur Grindvíkinga með 30 stig.4. leikhluti: 87-76. Leikurinn að klárast. Byrjað að grafa nafn Stjörnunnar á bikarinn.4. leikhluti: 85-69. Stuðningsmenn Stjörnunnar farnir að syngja sigursöngva.4. leikhluti: 81-67. Það eru 3:33 eftir.4. leikhluti: 77-64. Tveir þristar í röð gefa Grindvíkingum von. Björn Steinar Brynjólfsson, fréttaritari Fótbolta.net í Grindavík, skoraði fyrri þristinn en Broussard þann seinni.4. leikhluti: 77-58 fyrir Stjörnuna. 5:37 eftir. Kjartan Atli, rapparinn síkáti, að skora eftir magnaða sendingu Shouse. Þvílíkur meðbyr með Garðabæjarliðinu! Það er verið að salta Grindvíkinga. Bláklæddir í stuði!4. leikhluti: 69-58. Brian Mills með svakalega troðslu. Fékk boltann í loftinu og skoraði gull af körfu. Grindavík tekur leikhlé. Ég er ekki að sjá Stjörnuna gefa þetta eftir!4. leikhluti: 65-58. Grindavík aðeins að saxa.3. leikhluta lokið: 65-54. Fróðlegur lokafjórðungur framundan. Frye kominn með 22 stig fyrir Stjörnuna. Broussard er með 20 stig.3. leikhluti: 56-47. Stjörnumenn halda Grindvíkingum enn í hæfilegri fjarlægð. Marvin Valdimarsson er nú sestur á bekkinn en hann hefur verið mjög góður í leiknum, ekki að sjá að fyrir leikinn hafi verið óvíst með þátttöku hans.3. leikhluti: 55-44. Sóknarlega hefur Stjarnan leikið mjög vel í þessum leik og liðið er ekkert að gefa eftir í þeim þætti. Þrátt fyrir að illa hafi gengið í deildinni hjá þeim að undanförnu hafa þeir verið að sýna sparihliðarnar það sem af er og Grindavík eltir.3. leikhluti: 50-42. Seinni hálfleikur er farinn af stað.Hálfleikur: Stjarnan 47-39 GrindavíkVið birtum stigahæstu menn hér að neðan: Stjarnan: Frye 17, Zdravevski 12 (3 fráköst), Marvin Valdimarsson 8, Shouse 6. Grindavík: Broussard 15 (4 fráköst), Jóhann Árni Ólafsson, Sigurður Þorsteinsson 5.2. leikhluti: 45-34. Stjörnumenn halda frumkvæðinu.2. leikhluti: 39-29. Jarrid Frye búinn að setja tvær smekklegar troðslur fyrir Stjörnuna. Leikhé og Hebbi Gumm er á fóninum.2. leikhluti: 34-24. Stjörnumenn byrja 2. leikhluta vel. Sverrir ekki sáttur og tekur leikhlé.1. leikhluta lokið: Stjarnan 25-21 Grindavík: Þetta lofar virkilega góðu hér í byrjun. Stefnir í hörkuleik! Aaron Broussard með 6 stig og 4 fráköst fyrir Grindavík. Jarrid Frye með 7 fyrir Stjörnuna og Zdravevski með tvo þrista (6 stig)1. leikhluti: 17-14. Jovan Zdravevski að setja niður góðan þrist fyrir Stjörnuna sem er nú yfir.1. leikhluti: 10-13. Grindavík yfir. Bæði lið byrja af krafti. Þess má geta að Björgvin Rúnarsson og Jón Guðmundsson dæma leikinn.1. leikhluti: 6-6. Leikurinn byrjar á gríðarlegu jafnræði þessar fyrstu mínútur.1. leikhluti: Leikurinn er farinn af stað. Meiri hávaði Stjörnumegin í stúkunni.Fyrir leik: Liðin eru komin út á völl og hávaðastigið í Höllinni magnast.Fyrir leik: Kristján Jónsson, bolvíska stálið, kröfuboltasérfræðingur: "Grindavík eru sigurstranglegri en ég myndi aldrei veðja peningunum mínum gegn Teiti Örlygssyni, ekki einu sinni þó hann væri að spila fótboltaleik."Fyrir leik: Þjálfarar liðanna eru að sjálfsögðu jakkafataklæddir enda annað ekki ásættanlegt í leik sem þessum. Sverrir Þór Sverrisson þjálfara Grindavík en Teitur Örlygsson er að sjálfsögðu þjálfari Stjörnunnar, stýrði liðinu til sigurs gegn stjörnuliði KR 2009, gríðarlega eftirminnilega.Fyrir leik: Liðin eru að hita upp og áhorfendur að koma sér fyrir. Höllin er svo sannarlega orðin blá og gul. Silfurskeiðin, stuðningsmannahópur Stjörnunnar, litaði bikarúrslitin í fótboltanum síðasta sumar og mun væntanlega gera það sama í dag. Körfuboltahefðin í Grindavík er gríðarleg og fólk þeirra megin í stúkunni er ekki að mæta á sinn fyrsta bikarúrslitaleik.Fyrir leik: Það styttist í leikinn hér í Laugardalshöllinni. Flestir virðast spá Grindvíkingum sigri enda liðið verið á flottri siglingu á meðan Garðabæjarliðið er í ströggli. Bæði lið eru virkilega vel mönnuð og ég er ekki í nokkrum vafa um að við fáum spennandi leik. Það eru allir klárir í þennan slag enda eru menn ekki mikið meiddir þegar um sjálfan bikarúrslitaleikinn er að ræða. Ljóst er að Grindavíkingar munu leggja mikla áherslu á að halda Justin Shouse niðru enda algjör lykilmaður Stjörnunnar og bindur saman leik liðsins. Dominos-deild karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira
Stjarnan var í miklu stuði og vann Grindavík í bikarúrslitaleik karla í dag 91-79. Grindavík var að spila sinn sjöunda úrslitaleik en Stjörnumenn voru komnir í Höllina í annað skiptið og hafa því unnið báða úrslitaleikina sem þeir hafa spilað. Sigurinn var svo sannarlega sanngjarn en Stjarnan leiddi frá upphafi til enda. Þrátt fyrir nokkrar góðar rispur Grindavíkur þá hleypti Garðabæjarliðið þeim gulu aldrei of nálægt sér. Garðbæingar mættu vel í Höllina og Stjörnuliðið fékk góðan stuðning. Allir voru tilbúnir í slaginn og það skilaði sér. Fyrir leikinn voru fleiri sem bjuggust við sigri Grindavíkur í leiknum en eins og góður maður sagði þá borgar sig ekki að veðja gegn sigurvegaranum Teiti Örlygssyni. Jarrid Frye fór hamförum í leiknum, skoraði 32 stig. Brian Mills gerði 17 stig og tók 9 fráköst.Marvin Valdimarsson: Maður er ekki meiddur í bikarúrslitaleik Einhver vafi var um það fyrir leikinn hvort Marvin Valdimarsson gæti spilað en hann átti flottan leik, skoraði níu stig og átti fjögur fráköst. "Ég æfði lítið en fékk góða aðhlynningu fyrir þennan leik. Ég vildi spila og fékk að spila. Ég náði að keyra mig upp að sársaukamörkum," sagði Marvin efir leikinn. "Maður er ekki meiddur í bikarúrslitaleik." "Við sýndum okkur rétta andlit. Okkur fannst hlægilegt að hlusta á alla tala um að þeir myndu rústa okkur. Við lásum það og undirbjuggum okkur vel. Þetta eru tvö jöfn lið en við vorum tilbúnari í dag." "Við vorum alltaf 10-15 stigum yfir og við héldum haus. Það voru allir tilbúnir í dag."Sverrir Sverrisson: Töpuðum fyrir betra liðiÞjálfari Grindvíkinga, Sverrir Þór Sverrisson, var auðmjúkur eftir leik. "Við vorum slakir. Auðvitað komu menn til leiks og ætluðu sér að spila sinn besta leik. En við lentum í hælunum í vörninni og hittum afleitlega. Stjarnan hitti á frábæran leik og við töpuðum fyrir betra liði í dag," sagði Sverrir. "Því miður fór þetta svona. Það hefur gengið vel hjá okkur í vetur og leiðinlegt að spila illa í svona mikilvægum leik. Það er óafsakanlegt gagnvart stuðningsmönnunum sem eru að mæta. Svona eru íþróttirnar. Það geta ekki allir gert það sem þeir ætla sér." "Stjarnan er með eitt albesta liðið í deildinni. Þetta er hörkulið og það hefði verið gríðarlegt afrek hefðum við unnið þá í dag."Teitur Örlygsson: Vonandi verður lagið hans Kjarra spilað í kvöld Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vinna sinn annan bikartitil með félaginu. "Þetta var "dead solid" eins og maðurinn sagði. Þetta var flott sett upp hjá okkur. Ég er virkilega ánægður. Spennustigið var alveg hárrétt. Búið var að tala um bekkinn hjá Grindavík og breiddina hjá þeim. Menn voru að koma vel af bekknum og með kraft hjá okkur. Þjálfarar elska það og við verðum að hafa í okkar liði," sagði Teitur eftir leikinn. "Mér fannst liðið aldrei veikjast í þessar 40 mínútur." Fyrir leikinn bjuggust fleiri við sigri Grindavíkur. Var það að hjálpa Stjörnunni í undirbúningnum? "Ég veit það ekki. Ég reyndi að bulla aðeins viljandi í viðtölum í vikunni en ég held að það hafi ekki skipt neinu máli. Þeir eru klárari en það. Það er ekki eins og þetta Grindavíkurlið sé ungt. Þeir eru skynsamir. Við erum ekki heldir ungt lið og skynsamir svo við vorum ekkert að missa sjálfstraustið eftir þessa þrjá ósigra í röð. Við lékum okkur aðeins með það en vorum vel undirbúnir." "Það var æðislegt að sjá alla Garðbæingana í stúkunni og hvað þetta var allt blátt. Kjarri (Kjartan Atli Kjartansson) söng að bikarinn væri blár í ár, ég ætla að vona að það lag verði spilað eitthvað í kvöld." Það er verið að skapa heljarinnar körfuboltahefð í Garðabæ. "Það eru ekki mörg lið sem hafa unnið tvo bikartitla á síðustu árum. Það er virkilega gaman en mér og okkur er langað að taka annan titil. Við ætlum að rífa okkur upp þar og það byrjar á mánudaginn," sagði Teitur Örlygsson eftir leikinn.Stjarnan 91-79 GrindavíkStjarnan: Jarrid Frye 32/8 fráköst/6 stoðsendingar, Brian Mills 17/9 fráköst/3 varin skot, Jovan Zdravevski 15/6 fráköst, Justin Shouse 14/5 fráköst/9 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 9/4 fráköst/3 varin skot, Dagur Kár Jónsson 2, Kjartan Atli Kjartansson 2. Grindavík: Aaron Broussard 30/9 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 stoðsendingar, Samuel Zeglinski 9/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ólafur Ólafsson 5/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4/7 fráköst, Ryan Pettinella 2.LEIK LOKIÐ: TIL HAMINGJU STJARNAN. Frye með 32 stig og Mills 17 fyrir Stjörnuna. Broussard var stigahæstur Grindvíkinga með 30 stig.4. leikhluti: 87-76. Leikurinn að klárast. Byrjað að grafa nafn Stjörnunnar á bikarinn.4. leikhluti: 85-69. Stuðningsmenn Stjörnunnar farnir að syngja sigursöngva.4. leikhluti: 81-67. Það eru 3:33 eftir.4. leikhluti: 77-64. Tveir þristar í röð gefa Grindvíkingum von. Björn Steinar Brynjólfsson, fréttaritari Fótbolta.net í Grindavík, skoraði fyrri þristinn en Broussard þann seinni.4. leikhluti: 77-58 fyrir Stjörnuna. 5:37 eftir. Kjartan Atli, rapparinn síkáti, að skora eftir magnaða sendingu Shouse. Þvílíkur meðbyr með Garðabæjarliðinu! Það er verið að salta Grindvíkinga. Bláklæddir í stuði!4. leikhluti: 69-58. Brian Mills með svakalega troðslu. Fékk boltann í loftinu og skoraði gull af körfu. Grindavík tekur leikhlé. Ég er ekki að sjá Stjörnuna gefa þetta eftir!4. leikhluti: 65-58. Grindavík aðeins að saxa.3. leikhluta lokið: 65-54. Fróðlegur lokafjórðungur framundan. Frye kominn með 22 stig fyrir Stjörnuna. Broussard er með 20 stig.3. leikhluti: 56-47. Stjörnumenn halda Grindvíkingum enn í hæfilegri fjarlægð. Marvin Valdimarsson er nú sestur á bekkinn en hann hefur verið mjög góður í leiknum, ekki að sjá að fyrir leikinn hafi verið óvíst með þátttöku hans.3. leikhluti: 55-44. Sóknarlega hefur Stjarnan leikið mjög vel í þessum leik og liðið er ekkert að gefa eftir í þeim þætti. Þrátt fyrir að illa hafi gengið í deildinni hjá þeim að undanförnu hafa þeir verið að sýna sparihliðarnar það sem af er og Grindavík eltir.3. leikhluti: 50-42. Seinni hálfleikur er farinn af stað.Hálfleikur: Stjarnan 47-39 GrindavíkVið birtum stigahæstu menn hér að neðan: Stjarnan: Frye 17, Zdravevski 12 (3 fráköst), Marvin Valdimarsson 8, Shouse 6. Grindavík: Broussard 15 (4 fráköst), Jóhann Árni Ólafsson, Sigurður Þorsteinsson 5.2. leikhluti: 45-34. Stjörnumenn halda frumkvæðinu.2. leikhluti: 39-29. Jarrid Frye búinn að setja tvær smekklegar troðslur fyrir Stjörnuna. Leikhé og Hebbi Gumm er á fóninum.2. leikhluti: 34-24. Stjörnumenn byrja 2. leikhluta vel. Sverrir ekki sáttur og tekur leikhlé.1. leikhluta lokið: Stjarnan 25-21 Grindavík: Þetta lofar virkilega góðu hér í byrjun. Stefnir í hörkuleik! Aaron Broussard með 6 stig og 4 fráköst fyrir Grindavík. Jarrid Frye með 7 fyrir Stjörnuna og Zdravevski með tvo þrista (6 stig)1. leikhluti: 17-14. Jovan Zdravevski að setja niður góðan þrist fyrir Stjörnuna sem er nú yfir.1. leikhluti: 10-13. Grindavík yfir. Bæði lið byrja af krafti. Þess má geta að Björgvin Rúnarsson og Jón Guðmundsson dæma leikinn.1. leikhluti: 6-6. Leikurinn byrjar á gríðarlegu jafnræði þessar fyrstu mínútur.1. leikhluti: Leikurinn er farinn af stað. Meiri hávaði Stjörnumegin í stúkunni.Fyrir leik: Liðin eru komin út á völl og hávaðastigið í Höllinni magnast.Fyrir leik: Kristján Jónsson, bolvíska stálið, kröfuboltasérfræðingur: "Grindavík eru sigurstranglegri en ég myndi aldrei veðja peningunum mínum gegn Teiti Örlygssyni, ekki einu sinni þó hann væri að spila fótboltaleik."Fyrir leik: Þjálfarar liðanna eru að sjálfsögðu jakkafataklæddir enda annað ekki ásættanlegt í leik sem þessum. Sverrir Þór Sverrisson þjálfara Grindavík en Teitur Örlygsson er að sjálfsögðu þjálfari Stjörnunnar, stýrði liðinu til sigurs gegn stjörnuliði KR 2009, gríðarlega eftirminnilega.Fyrir leik: Liðin eru að hita upp og áhorfendur að koma sér fyrir. Höllin er svo sannarlega orðin blá og gul. Silfurskeiðin, stuðningsmannahópur Stjörnunnar, litaði bikarúrslitin í fótboltanum síðasta sumar og mun væntanlega gera það sama í dag. Körfuboltahefðin í Grindavík er gríðarleg og fólk þeirra megin í stúkunni er ekki að mæta á sinn fyrsta bikarúrslitaleik.Fyrir leik: Það styttist í leikinn hér í Laugardalshöllinni. Flestir virðast spá Grindvíkingum sigri enda liðið verið á flottri siglingu á meðan Garðabæjarliðið er í ströggli. Bæði lið eru virkilega vel mönnuð og ég er ekki í nokkrum vafa um að við fáum spennandi leik. Það eru allir klárir í þennan slag enda eru menn ekki mikið meiddir þegar um sjálfan bikarúrslitaleikinn er að ræða. Ljóst er að Grindavíkingar munu leggja mikla áherslu á að halda Justin Shouse niðru enda algjör lykilmaður Stjörnunnar og bindur saman leik liðsins.
Dominos-deild karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira