Körfubolti

Snæfell: Enginn ásetningur hjá Sveini Arnari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sveinn Arnar Davíðsson.
Sveinn Arnar Davíðsson. Mynd/Daníel
Stjórn körfuknattleiksdeildar Snæfells hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fagnar niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndar KKÍ.

Sveinn Arnar var kærður fyrir brot sem dómarar leiks Snæfells og KFÍ dæmdu ekki á. Í málsmeðferðinni var myndbandsupptaka skoðuð en hún átti að sýna að Sveinn Arnar hefði sveiflað fæti í átt að höfði leikmanns KFÍ.

Í niðurstöðu nefndarinnar sagði að ekki væri hægt að færa sönnur á með óyggjandi hætti að um brot hefði verið að ræða, þó svo að minnihlutinn hefði skilað séráliti.

Stjórnin harmar í yfirlýsingu sinni upphlaupi og „leiðindarfréttaflutning" sem málið hafi hlotið.

„Það er sorglegt hvernig málið var sett upp og staðhæfingar um að leikmaðurinn hafi „ viljandi sparkað „ í höfuð leikmanns KFÍ en ásetningur leikmanns Snæfells var enginn í þessu atviki," sagði í yfirlýsingunni sem má lesa í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Sveini Arnari ekki refsað

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ úrskurðaði í dag í máli Sveins Arnars Davíðssonar, leikmanns Snæfells í Domino's-deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×