Vöxtur Volkswagen 14,9% í janúar 16. febrúar 2013 11:30 Salan hjá Seat óx mest en hún minnkaði hjá Skoda milli ára. Áfram heldur kröftugur vöxtur þýska bílasmiðsins Volkswagen og tæplega 15 prósenta söluaukning þess hlýtur að hræða aðra framleiðendur og sannfæra þá um að markmið Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018 er ekki svo ólíklegt. Mikil eftirspurn eftir bílum Volkswagen samstæðunnar í Kína og Bandaríkjunum skýrir mest þennan góða árangur í síðasta mánuði. Heildarsalan í heiminum var 749.900 bílar. Salan í Kína einu var 298.300 bílar og óx um 43,3%, en 42.700 í Bandaríkjunum og óx um 16,2%. Í Evrópu féll salan um 3% og heildarsalan þar 252.200 bílar. Af öllum bílamerkjum Volkswagen jókst salan mest hjá hinu spænska Seat, eða um 19,1%. Næst kom merki Volkswagen með 17,4% vöxt og Audi með 16,4%. Sala Skoda minnkaði hinsvegar um 7,8%. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Salan hjá Seat óx mest en hún minnkaði hjá Skoda milli ára. Áfram heldur kröftugur vöxtur þýska bílasmiðsins Volkswagen og tæplega 15 prósenta söluaukning þess hlýtur að hræða aðra framleiðendur og sannfæra þá um að markmið Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018 er ekki svo ólíklegt. Mikil eftirspurn eftir bílum Volkswagen samstæðunnar í Kína og Bandaríkjunum skýrir mest þennan góða árangur í síðasta mánuði. Heildarsalan í heiminum var 749.900 bílar. Salan í Kína einu var 298.300 bílar og óx um 43,3%, en 42.700 í Bandaríkjunum og óx um 16,2%. Í Evrópu féll salan um 3% og heildarsalan þar 252.200 bílar. Af öllum bílamerkjum Volkswagen jókst salan mest hjá hinu spænska Seat, eða um 19,1%. Næst kom merki Volkswagen með 17,4% vöxt og Audi með 16,4%. Sala Skoda minnkaði hinsvegar um 7,8%.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent