Vöxtur Volkswagen 14,9% í janúar 16. febrúar 2013 11:30 Salan hjá Seat óx mest en hún minnkaði hjá Skoda milli ára. Áfram heldur kröftugur vöxtur þýska bílasmiðsins Volkswagen og tæplega 15 prósenta söluaukning þess hlýtur að hræða aðra framleiðendur og sannfæra þá um að markmið Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018 er ekki svo ólíklegt. Mikil eftirspurn eftir bílum Volkswagen samstæðunnar í Kína og Bandaríkjunum skýrir mest þennan góða árangur í síðasta mánuði. Heildarsalan í heiminum var 749.900 bílar. Salan í Kína einu var 298.300 bílar og óx um 43,3%, en 42.700 í Bandaríkjunum og óx um 16,2%. Í Evrópu féll salan um 3% og heildarsalan þar 252.200 bílar. Af öllum bílamerkjum Volkswagen jókst salan mest hjá hinu spænska Seat, eða um 19,1%. Næst kom merki Volkswagen með 17,4% vöxt og Audi með 16,4%. Sala Skoda minnkaði hinsvegar um 7,8%. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent
Salan hjá Seat óx mest en hún minnkaði hjá Skoda milli ára. Áfram heldur kröftugur vöxtur þýska bílasmiðsins Volkswagen og tæplega 15 prósenta söluaukning þess hlýtur að hræða aðra framleiðendur og sannfæra þá um að markmið Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018 er ekki svo ólíklegt. Mikil eftirspurn eftir bílum Volkswagen samstæðunnar í Kína og Bandaríkjunum skýrir mest þennan góða árangur í síðasta mánuði. Heildarsalan í heiminum var 749.900 bílar. Salan í Kína einu var 298.300 bílar og óx um 43,3%, en 42.700 í Bandaríkjunum og óx um 16,2%. Í Evrópu féll salan um 3% og heildarsalan þar 252.200 bílar. Af öllum bílamerkjum Volkswagen jókst salan mest hjá hinu spænska Seat, eða um 19,1%. Næst kom merki Volkswagen með 17,4% vöxt og Audi með 16,4%. Sala Skoda minnkaði hinsvegar um 7,8%.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent