Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 26-22 | Fram upp í 3. sætið Elvar Geir Magnússon skrifar 4. febrúar 2013 14:20 Mynd/Stefán Framarar eru búnir að finna gírinn í karlahandboltanum en Fram vann fjögurra marka sigur á HK í Safamýrinni í kvöld, 26-22. Framarar hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, tvo þeirra fyrir HM-frí, og eru nú komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með betri úrslit í innbyrðis leikjum gegn ÍR. Stefán Baldvin Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Fram þar af fimm þeirra í fyrri hálfleik. Magnús Erlendsson varði 47 prósent skotanna í markinu. Framarar náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik (15-7) en voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. HK-ingar minnkuðu muninn í tvö mörk, 19-17, þrettán mínútur fyrir leikslok en nær komust þeir ekki og Framarar fögnuðu fjögurra marka sigri. Framarar sýndu hrikalega öfluga vörn í fyrri hálfleik og gestirnir úr Kópavoginum áttu engin svör. Í seinni hálfleiknum náði HK fleiri skotum á markið en þá var Magnús í stuði í markinu. Værukærð heimamanna í upphafi seinni hálfleiks hleypti spennu í leikinn um tíma en sú spenna stóð stutt yfir. HK-ingar áttu ekki nægilega mikið bensín á tanknum og Fram vann sanngjarnan sigur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn og varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Mér fannst oft á tíðum vanta upp á vörn og markvörslu hjá okkur fyrir áramót og það er mjög jákvætt hve vel gekk í þeim þáttum í kvöld. Svo varði Maggi verulega vel í seinni hálfleik," sagði Einar. Magnús Erlends: Þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik„Það var mjög ljúft að ná að sigla þessu í land. Mér fannst of mikil værukærð yfir þessu í seinni hálfleik," sagði Magnús Erlendsson, markvörður Fram eftir leikinn en hann átti flotta frammistöðu. „Ég þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik, vörnin var það góð. Við vorum bara í hraðaupphlaupum og svoleiðis. Ég veit ekki hvað þetta var í byrjun seinni hálfleiks, stundum þegar maður fer með gott forskot í hálfleikinn vill þetta gerast. Við fórum að verjast í staðinn fyrir að sækja."„Það er frábært að ná að sigla þessu í land. Það var erfitt fyrir þá að vinna sig inn í leikinn en þeir eru harðir. Robbi (Róbert Aron) og Jói (Jóhann Gunnar) voru ekki að hitta vel í dag."„Við stefnum á að vinna hvern leik og halda okkur uppi í topp fjórum."Kristinn Guðmunds: Ekki nægilega klókir„Við vorum ofboðslega staðir og gatslitnir sóknarlega," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. „Við gerðum fátt af því sem við ætluðum að gera. Þar af leiðandi gerðum við erfiða brekku að klífa. Við fórum svo langleiðina upp hana í seinni hálfleik en vorum ekki nægilega klókir til að klára þetta." Var hann ánægður með hvernig lið hans brást við mótlætinu í hálfleik. „Já mitt lið hefur yfirleitt brugðist vel við mótlæti. Við erum ólseigir en ég er fyrst og fremst ósáttir við að menn séu ekki klárir og komi sér í þessa stöðu. Þetta hefur með hluti eins og vinnuframlag að gera." „Menn verða að koma út úr skelinni og vera klárir í slaginn. Þetta eru allt leikmenn sem kunna handbolta en hver leikmaður verður að ná að skila 80-90% af því sem þeir geta skilað." „Það er verkefni okkar allra að vinna saman að því að ná meiru út úr liðinu. Þetta kostar okkur vinnu sem hefst strax í kvöld. Það þýðir ekki að hengja haus. Við vitum að við getum komið til baka úr þessu. Framliðið er gott lið en slakur fyrri hálfleikur kostaði okkur." Vilhelm Gauti Bergsveinsson fékk beint rautt spjald þegar hann virtist fara í hálsinn á Róberti Horstet. „Þeir meta þetta sem rautt spjald og þá er þetta bara rautt spjald, það er ekkert við því að gera. Það er hægt að ræða það fram og til baka hvað er rautt og hvað ekki." Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Framarar eru búnir að finna gírinn í karlahandboltanum en Fram vann fjögurra marka sigur á HK í Safamýrinni í kvöld, 26-22. Framarar hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, tvo þeirra fyrir HM-frí, og eru nú komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með betri úrslit í innbyrðis leikjum gegn ÍR. Stefán Baldvin Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Fram þar af fimm þeirra í fyrri hálfleik. Magnús Erlendsson varði 47 prósent skotanna í markinu. Framarar náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik (15-7) en voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. HK-ingar minnkuðu muninn í tvö mörk, 19-17, þrettán mínútur fyrir leikslok en nær komust þeir ekki og Framarar fögnuðu fjögurra marka sigri. Framarar sýndu hrikalega öfluga vörn í fyrri hálfleik og gestirnir úr Kópavoginum áttu engin svör. Í seinni hálfleiknum náði HK fleiri skotum á markið en þá var Magnús í stuði í markinu. Værukærð heimamanna í upphafi seinni hálfleiks hleypti spennu í leikinn um tíma en sú spenna stóð stutt yfir. HK-ingar áttu ekki nægilega mikið bensín á tanknum og Fram vann sanngjarnan sigur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn og varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Mér fannst oft á tíðum vanta upp á vörn og markvörslu hjá okkur fyrir áramót og það er mjög jákvætt hve vel gekk í þeim þáttum í kvöld. Svo varði Maggi verulega vel í seinni hálfleik," sagði Einar. Magnús Erlends: Þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik„Það var mjög ljúft að ná að sigla þessu í land. Mér fannst of mikil værukærð yfir þessu í seinni hálfleik," sagði Magnús Erlendsson, markvörður Fram eftir leikinn en hann átti flotta frammistöðu. „Ég þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik, vörnin var það góð. Við vorum bara í hraðaupphlaupum og svoleiðis. Ég veit ekki hvað þetta var í byrjun seinni hálfleiks, stundum þegar maður fer með gott forskot í hálfleikinn vill þetta gerast. Við fórum að verjast í staðinn fyrir að sækja."„Það er frábært að ná að sigla þessu í land. Það var erfitt fyrir þá að vinna sig inn í leikinn en þeir eru harðir. Robbi (Róbert Aron) og Jói (Jóhann Gunnar) voru ekki að hitta vel í dag."„Við stefnum á að vinna hvern leik og halda okkur uppi í topp fjórum."Kristinn Guðmunds: Ekki nægilega klókir„Við vorum ofboðslega staðir og gatslitnir sóknarlega," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. „Við gerðum fátt af því sem við ætluðum að gera. Þar af leiðandi gerðum við erfiða brekku að klífa. Við fórum svo langleiðina upp hana í seinni hálfleik en vorum ekki nægilega klókir til að klára þetta." Var hann ánægður með hvernig lið hans brást við mótlætinu í hálfleik. „Já mitt lið hefur yfirleitt brugðist vel við mótlæti. Við erum ólseigir en ég er fyrst og fremst ósáttir við að menn séu ekki klárir og komi sér í þessa stöðu. Þetta hefur með hluti eins og vinnuframlag að gera." „Menn verða að koma út úr skelinni og vera klárir í slaginn. Þetta eru allt leikmenn sem kunna handbolta en hver leikmaður verður að ná að skila 80-90% af því sem þeir geta skilað." „Það er verkefni okkar allra að vinna saman að því að ná meiru út úr liðinu. Þetta kostar okkur vinnu sem hefst strax í kvöld. Það þýðir ekki að hengja haus. Við vitum að við getum komið til baka úr þessu. Framliðið er gott lið en slakur fyrri hálfleikur kostaði okkur." Vilhelm Gauti Bergsveinsson fékk beint rautt spjald þegar hann virtist fara í hálsinn á Róberti Horstet. „Þeir meta þetta sem rautt spjald og þá er þetta bara rautt spjald, það er ekkert við því að gera. Það er hægt að ræða það fram og til baka hvað er rautt og hvað ekki."
Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira