Fótbolti

Ronaldo: Engin ólögleg efni í fótboltanum

Portúgalski landsliðsmaðurinn Cristiano Ronaldo segir að notkun ólöglegra lyfja sé ekki vandamál í fótboltanum. Hann hefur ekki nokkra trú á því að einhver knattspyrnumaður hafi tekið ólögleg lyf sem eigi að gera viðkomandi sterkari.

"Þetta er viðkvæmt umræðuefni en ég tel ekki að neinn sé að dópa í boltanum. Þetta er liðsíþrótt og menn græða ekkert á svona lyfjum. Eðlilega get ég samt ekki svarið fyrir að einhver hafi ekki gert það," sagði Ronaldo.

"Er fótbolti hrein íþrótt? Já, alveg 100 prósent. Ég held að það sé ekkert vafasamt í gangi okkar íþrótt."

Það hefur talsvert verið talað um að samband hans og Jose Mourinho þjálfara hjá Real Madrid sé slæmt en Ronaldo blæs á það.

"Það kemur fyrir að menn rífast. Svo eru málin bara gerð upp og menn halda áfram. Það sem gerist í klefanum á samt alltaf heima í klefanum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×