Öll úrslitin í körfunni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2013 22:10 Jay Threatt. Mynd/Anton Fjórir leikir fóru fram í fimmtándu umferð Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld og þar unnu Grindavík, Snæfell, Keflavík og ÍR sína leiki. Snæfellingar komust aftur á sigurbraut í Fjárhúsinu í Stykkishólmi þegar þeir unnu sex stiga sigur á KR, 110-104. Snæfell hafði tapað tveimur deildarleikjum í röð í húsinu sem og undanúrslitaleik í bikarnum. KR-ingar hafa nú þremur deildarleikjum í röð. Njarðvíkingar hafa ekki unnið Grindavík í heimaleik á Íslandsmótinu síðan í mars 2008 og það breyttist ekki í kvöld. Grindvíkinga unnu leikinn með tólf stigum, 96-84, og fögnuðu þar sem sínum sjötta sigri í röð í Ljónagryfjunni. Grindvíkingar eru áfram í efsta sæti deildarinnar nú með tveggja stiga forskot á Snæfell. Þórsarar eru fjórum stigum á eftir en eiga leik inni á móti Stjörnunni annað kvöld. Herbert Svavar Arnarson byrjar vel sem þjálfari ÍR-inga en hann og Steinar Arason stýrðu botnliði ÍR til 26 stiga sigurs á Skallagrími, 96-70, í Hertz-hellinum í Seljaskóla í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR komst af botninum með þessum sigri en þar sitja nú Tindastólsmenn. ÍR-liðið tapaði síðustu sex leikjum sínum undir stjórn Jóns Arnars Ingvarssonar en ÍR-ingar höfðu ekki unnið deildarleik síðan á Ísafirði í lok nóvember og heimaleikur hafði ekki unnist í Seljaskólanum síðan í byrjun nóvember. Keflvíkingar fögnuðu sínum fimmta sigri í röð og stöðvuðu þriggja leikja sigurgöngu Ísfirðinga með því að vinna níu stiga sigur á KFÍ, 111-102, í Toyota-höllinni í kvöld. Keflavíkuliðið er nú búið að vinna alla fimm deildarleiki sína með Billy Baptist innanborðs en hann var einn af þremur leikmönnum liðsins sem brutu 20 stiga múrinn í kvöld.Öll úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Njarðvík-Grindavík 84-96 (21-22, 19-23, 26-30, 18-21)Njarðvík: Nigel Moore 21/7 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Elvar Már Friðriksson 18/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 9/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 8/5 fráköst, Marcus Van 7/13 fráköst, Ágúst Orrason 4, Óli Ragnar Alexandersson 3, Friðrik E. Stefánsson 2/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 2.Grindavík: Samuel Zeglinski 30/6 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Aaron Broussard 17/10 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 15/6 fráköst, Ryan Pettinella 1.Snæfell-KR 110-104 (24-25, 27-21, 32-23, 27-35)Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 24/6 fráköst, Jay Threatt 24/4 fráköst/11 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 19/5 fráköst, Ryan Amaroso 17/12 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 10/7 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3, Ólafur Torfason 3/4 fráköst.KR: Brandon Richardson 20/5 fráköst, Helgi Már Magnússon 17/7 fráköst, Martin Hermannsson 16, Brynjar Þór Björnsson 16, Darshawn McClellan 12/8 fráköst, Finnur Atli Magnusson 12/8 fráköst, Kristófer Acox 6, Jón Orri Kristjánsson 5.Keflavík-KFÍ 111-102 (24-29, 31-14, 30-27, 26-32)Keflavík: Michael Craion 32/15 fráköst/6 varin skot, Valur Orri Valsson 26/8 fráköst/8 stoðsendingar, Billy Baptist 20/9 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 13/8 fráköst/6 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 9/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 8, Ragnar Gerald Albertsson 3.KFÍ: Damier Erik Pitts 37/6 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Tyrone Lorenzo Bradshaw 22/6 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 15/15 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 11/9 fráköst, Hlynur Hreinsson 8, Jón Hrafn Baldvinsson 7/8 fráköst, Leó Sigurðsson 2.ÍR-Skallagrímur 96-70 (31-15, 21-17, 26-21, 18-17)ÍR: Eric James Palm 26/9 fráköst, Nemanja Sovic 22/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/9 fráköst/5 stoðsendingar, D'Andre Jordan Williams 12/8 stoðsendingar, Ellert Arnarson 7, Hjalti Friðriksson 6/6 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3, Þorgrímur Emilsson 2.Skallagrímur: Carlos Medlock 32/7 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 14/8 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 9/4 fráköst, Orri Jónsson 6, Sigmar Egilsson 5, Trausti Eiríksson 2/5 fráköst, Davíð Ásgeirsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í fimmtándu umferð Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld og þar unnu Grindavík, Snæfell, Keflavík og ÍR sína leiki. Snæfellingar komust aftur á sigurbraut í Fjárhúsinu í Stykkishólmi þegar þeir unnu sex stiga sigur á KR, 110-104. Snæfell hafði tapað tveimur deildarleikjum í röð í húsinu sem og undanúrslitaleik í bikarnum. KR-ingar hafa nú þremur deildarleikjum í röð. Njarðvíkingar hafa ekki unnið Grindavík í heimaleik á Íslandsmótinu síðan í mars 2008 og það breyttist ekki í kvöld. Grindvíkinga unnu leikinn með tólf stigum, 96-84, og fögnuðu þar sem sínum sjötta sigri í röð í Ljónagryfjunni. Grindvíkingar eru áfram í efsta sæti deildarinnar nú með tveggja stiga forskot á Snæfell. Þórsarar eru fjórum stigum á eftir en eiga leik inni á móti Stjörnunni annað kvöld. Herbert Svavar Arnarson byrjar vel sem þjálfari ÍR-inga en hann og Steinar Arason stýrðu botnliði ÍR til 26 stiga sigurs á Skallagrími, 96-70, í Hertz-hellinum í Seljaskóla í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR komst af botninum með þessum sigri en þar sitja nú Tindastólsmenn. ÍR-liðið tapaði síðustu sex leikjum sínum undir stjórn Jóns Arnars Ingvarssonar en ÍR-ingar höfðu ekki unnið deildarleik síðan á Ísafirði í lok nóvember og heimaleikur hafði ekki unnist í Seljaskólanum síðan í byrjun nóvember. Keflvíkingar fögnuðu sínum fimmta sigri í röð og stöðvuðu þriggja leikja sigurgöngu Ísfirðinga með því að vinna níu stiga sigur á KFÍ, 111-102, í Toyota-höllinni í kvöld. Keflavíkuliðið er nú búið að vinna alla fimm deildarleiki sína með Billy Baptist innanborðs en hann var einn af þremur leikmönnum liðsins sem brutu 20 stiga múrinn í kvöld.Öll úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Njarðvík-Grindavík 84-96 (21-22, 19-23, 26-30, 18-21)Njarðvík: Nigel Moore 21/7 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Elvar Már Friðriksson 18/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 9/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 8/5 fráköst, Marcus Van 7/13 fráköst, Ágúst Orrason 4, Óli Ragnar Alexandersson 3, Friðrik E. Stefánsson 2/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 2.Grindavík: Samuel Zeglinski 30/6 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Aaron Broussard 17/10 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 15/6 fráköst, Ryan Pettinella 1.Snæfell-KR 110-104 (24-25, 27-21, 32-23, 27-35)Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 24/6 fráköst, Jay Threatt 24/4 fráköst/11 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 19/5 fráköst, Ryan Amaroso 17/12 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 10/7 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3, Ólafur Torfason 3/4 fráköst.KR: Brandon Richardson 20/5 fráköst, Helgi Már Magnússon 17/7 fráköst, Martin Hermannsson 16, Brynjar Þór Björnsson 16, Darshawn McClellan 12/8 fráköst, Finnur Atli Magnusson 12/8 fráköst, Kristófer Acox 6, Jón Orri Kristjánsson 5.Keflavík-KFÍ 111-102 (24-29, 31-14, 30-27, 26-32)Keflavík: Michael Craion 32/15 fráköst/6 varin skot, Valur Orri Valsson 26/8 fráköst/8 stoðsendingar, Billy Baptist 20/9 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 13/8 fráköst/6 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 9/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 8, Ragnar Gerald Albertsson 3.KFÍ: Damier Erik Pitts 37/6 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Tyrone Lorenzo Bradshaw 22/6 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 15/15 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 11/9 fráköst, Hlynur Hreinsson 8, Jón Hrafn Baldvinsson 7/8 fráköst, Leó Sigurðsson 2.ÍR-Skallagrímur 96-70 (31-15, 21-17, 26-21, 18-17)ÍR: Eric James Palm 26/9 fráköst, Nemanja Sovic 22/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/9 fráköst/5 stoðsendingar, D'Andre Jordan Williams 12/8 stoðsendingar, Ellert Arnarson 7, Hjalti Friðriksson 6/6 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3, Þorgrímur Emilsson 2.Skallagrímur: Carlos Medlock 32/7 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 14/8 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 9/4 fráköst, Orri Jónsson 6, Sigmar Egilsson 5, Trausti Eiríksson 2/5 fráköst, Davíð Ásgeirsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira