Lífið

Hvatningarverðlaun afhent í Hörpu

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Daníel Rúnarsson
Meðfylgjandi myndir tók Daníel Rúnarsson ljósmyndari í Hörpu í gær þegar borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, afhenti Njarðarskjöld og Freyjusóma, ásamt yngsta syni sínum.

Eggert feldskeri, til vinstri á mynd, hlaut viðurkenninguna Freyjusómi fyrir framsækin verslunarstörf árið 2012. Viðurkenningin er veitt til þeirrar verslunar sem þykir koma með hvað ferskastan andblæ í verslunarrekstur á ferðamannamarkaði í borginni.

Sigurður Guðmundsson Kaupmaður fékk Njarðarskjöldinn. Sigurður rekur tvær Viking Store verslanir sem eru leiðandi ferðamanna-verslanir í miðborginni sem hafa veitt ferðamönnum úrvals þjónustu á liðnum árum. Að auki rekur hann ferðamannaverslunina á Laugaveginum, Made in Iceland, þar sem áhersla er lögð á íslenskar vörur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.