Körfubolti

KR vann með nýjum Kana | Úrslit kvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Þrír leikir fóru fram í Domino's-deild karla í kvöld. KR hafði betur gegn Fjölni, 98-87, þar sem Darshawn McClellan lék sinn fyrsta leik með KR-ingum.

McClellan skoraði átta stig í kvöld og tók þar að auki sextán fráköst. Stigahæstur var þó Brynjar Þór Björnsson með 23 stig en Martin Hermannsson kom næstur með nítján. Christopher Smith skoraði 24 stig fyrir Fjölni auk þess að taka 21 fráköst.

KR-ingar voru skrefi framar allan leikinn en náðu þó ekki að hrista Fjölnismenn almennilega af sér. Staðan í hálfleik var 51-40, KR-ingum í vil.

Stjarnan vann sigur á Tindastóli á heimavelli og þá gerði KFÍ góða ferð í Borgarnes þar sem liðið hafði betur gegn Skallagrími, 101-96. KFÍ hafði forystu nánast allan leikinn.

KR-Fjölnir 98-87 (27-20, 24-20, 25-22, 22-25)

KR: Brynjar Þór Björnsson 23/6 stoðsendingar, Martin Hermannsson 19/4 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnusson 18/4 fráköst/3 varin skot, Helgi Már Magnússon 15/10 fráköst, Kristófer Acox 11/6 fráköst/3 varin skot, Darshawn McClellan 8/16 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 4.

Fjölnir: Christopher Smith 24/21 fráköst/4 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 18/4 fráköst, Isacc Deshon Miles 13, Arnþór Freyr Guðmundsson 11/7 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 9/11 fráköst, Gunnar Ólafsson 9, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3.

Stjarnan-Tindastóll 101-84 (26-25, 33-17, 22-25, 20-17)

Stjarnan: Jarrid Frye 20/4 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 18/5 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 15/10 fráköst, Brian Mills 13/6 fráköst/3 varin skot, Kjartan Atli Kjartansson 6, Fannar Freyr Helgason 4/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 4, Sæmundur Valdimarsson 2.

Tindastóll: George Valentine 23/11 fráköst, Drew Gibson 15/5 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 12/9 fráköst/5 stolnir, Pétur Rúnar Birgisson 11/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 8, Svavar Atli Birgisson 7, Hreinn Gunnar Birgisson 6, Sigtryggur Arnar Björnsson 2.

Skallagrímur-KFÍ 96-101 (23-26, 22-23, 23-33, 28-19)

Skallagrímur: Carlos Medlock 36/8 fráköst, Haminn Quaintance 20/18 fráköst/3 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 18, Davíð Ásgeirsson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Helgi Hreiðarsson 6, Trausti Eiríksson 4/9 fráköst/3 varin skot, Birgir Þór Sverrisson 2.

KFÍ: Damier Erik Pitts 30/5 fráköst/11 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 19/5 fráköst, Tyrone Lorenzo Bradshaw 17/5 fráköst/3 varin skot, Mirko Stefán Virijevic 15/10 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 10/5 fráköst, Samuel Toluwase 4, Hlynur Hreinsson 3, Stefán Diegó Garcia 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×