Líklega besta helgi í sögu NFL-deildarinnar 14. janúar 2013 09:05 Matt Ryan (2) leikstjórnandi Falcons fagnar hér með félaga sínum Jason Snelling. Það var boðið til mikillar veislu um helgina þegar átta liða úrslit NFL-deildarinnar fóru fram og aldrei áður í sögunni hefur verið skorað eins mikið í átta liða úrslitunum. Vestra er talað um að þetta hafi líklega verið besta helgi í sögu deildarinnar. Slíkt var skemmtanagildi leikjanna. Nú er ljóst hvaða lið leika til úrslita í Ameríku- og Þjóðardeild en sigurvegarar leikjanna um næstu helgi spila í Super Bowl þann 3. febrúar næstkomandi. Atlanta Falcons byrjaði gærdaginn á því að vinna lygilegan sigur, 30-28, á Seattle. Atlanta náði 20 stiga forskoti fyrir hlé en hið magnaða lið Seattle kom til baka og komst yfir, 28-27, er rúm hálf mínúta var eftir. Matt Ryan, leikstjórnandi Falcons, nýtti sekúndurnar sem eftir voru vel. Kom sínu liði í vallarmarksstöðu og Bryant sparkaði í mark af tæplega 50 metra færi til þess að tryggja Falcons dramatískan sigur. Ekki var sama spenna í leik New England Patriots og Houston Texans. New England sterkara liðið allan tímann og vann sannfærandi 41-28 sigur og komst um leið enn og aftur í úrslit Ameríkudeildarinnar.Úrslitaleikur Ameríkudeildarinnar: New England Patriots - Baltimore Ravens kl. 23.30Úrslitaleikur Þjóðardeildarinnar: Atlanta Falcons - San Francisco 49ers kl. 20.00 Báðir leikir fara fram á sunnudaginn næsta og verða í beinni útsendingu á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland. NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Það var boðið til mikillar veislu um helgina þegar átta liða úrslit NFL-deildarinnar fóru fram og aldrei áður í sögunni hefur verið skorað eins mikið í átta liða úrslitunum. Vestra er talað um að þetta hafi líklega verið besta helgi í sögu deildarinnar. Slíkt var skemmtanagildi leikjanna. Nú er ljóst hvaða lið leika til úrslita í Ameríku- og Þjóðardeild en sigurvegarar leikjanna um næstu helgi spila í Super Bowl þann 3. febrúar næstkomandi. Atlanta Falcons byrjaði gærdaginn á því að vinna lygilegan sigur, 30-28, á Seattle. Atlanta náði 20 stiga forskoti fyrir hlé en hið magnaða lið Seattle kom til baka og komst yfir, 28-27, er rúm hálf mínúta var eftir. Matt Ryan, leikstjórnandi Falcons, nýtti sekúndurnar sem eftir voru vel. Kom sínu liði í vallarmarksstöðu og Bryant sparkaði í mark af tæplega 50 metra færi til þess að tryggja Falcons dramatískan sigur. Ekki var sama spenna í leik New England Patriots og Houston Texans. New England sterkara liðið allan tímann og vann sannfærandi 41-28 sigur og komst um leið enn og aftur í úrslit Ameríkudeildarinnar.Úrslitaleikur Ameríkudeildarinnar: New England Patriots - Baltimore Ravens kl. 23.30Úrslitaleikur Þjóðardeildarinnar: Atlanta Falcons - San Francisco 49ers kl. 20.00 Báðir leikir fara fram á sunnudaginn næsta og verða í beinni útsendingu á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland.
NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira