Fótbolti

Guardiola tekur við liði Bayern München í júlí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola
Pep Guardiola Mynd/Nordic Photos/Getty
Pep Guardiola, fyrrum þjálfari spænska liðsins Barcelona, mun taka við stjórninni hjá þýska liðinu Bayern Munchen í júlí en hann hefur gert þriggja ára samning við félagið. Þýska félagið tilkynnti þetta í dag.

Guardiola tekur við starfinu af Jupp Heynckes sem stýrir Bayern til loka þessa tímabils. Heynckes hefur þjálfað Bayern frá 2011 en þetta er þriðja sinn sem Heynckes er í þessu starfi hjá Bayern (1987-1991 og 2009).

Guardiola náði frábærum árangri með Barcelona frá 2008 til 2012 en tók sér óvænt eins árs frí eftir síðasta tímabil. Börsungar unnu fjórtán titla á fjórum tímabilum undir stjórn Guardiola þar af vann liðið spænsku deildina þrisvar og Meistaradeildina tvisvar sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×