Körfubolti

Pálína valin best í fyrri umferðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pálína Gunnlaugsdóttir.
Pálína Gunnlaugsdóttir. Mynd/Daníel
Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var kosin besti leikmaður fyrri hluta Dominos-deildar kvenna í körfubolta en verðlaunin voru afhent í dag.

Keflavík og Snæfell áttu bæði tvo leikmenn í fimm manna úrvalsliði deildarinnar en auk Pálínu var hin sextán ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir einnig valin í liðið.

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var valinn besti þjálfarinn í fyrri hlutunum en Keflavíkurliðið vann alla fjórtán leiki sína í fyrri hlutunum.

Auk Keflvíkinganna Pálínu og Söru Rúnar voru valdar í liðið Snæfellingarnir Hildur Sigurðardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir sem og Lele Hardy hjá Njarðvík.

Pálína var með 16,8 stig, 5,1 frákast, 3,1 stoðsendingu og 15,9 framlagsstig að jafnaði í leik í fyrri hlutanum. Hún er í sjötti stigahæsti leikmaðurinn og í tíunda sæti yfir hæsta framlagið í deildinni.

Helga Einarsdóttir, fyrirliði KR, var síðan valin mesti dugnaðarforkur deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×