Ótrúlegur sigur Skallagríms | Úrslit kvöldsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2013 21:08 Páll Axel og félagar gerðu góða ferð til Þorlákshafnar í kvöld. Mynd/Vilhelm Nýliðar Skallagríms unnu óvæntan útisigur á Þór í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík, Keflavík og KR unnu örugga sigra í sínum leikjum. Tíu stigum munaði á Þór og Skallagrími í deildinni fyrir leikinn og flestir sem hefðu tippað á heimasigur Þórsara. Lítið benti til annars framan af leik. Þórsarar, sem léku til úrslita við Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor, höfðu tólf stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en þá sögðu gestirnir stopp. Borgnesingar minnkuðu muninn í níu stig fyrir hlé og í tvö stig fyrir lok þriðja leikhluta. Staðan var 72-72 þegar mínúta lifði leiks en gestirnir skoruðu síðustu fjögur stigin og unnu sigur 76-72. Haminn Quaintance var stórkostlegur í liði gestanna með 17 stig og 19 fráköst. Carlos Medlock átti einnig fínan leik með 22 stig. David Jackson var stigahæstur Þórsara með 24 stig auk þess að taka tíu fráköst. Þór hefur 16 stig líkt og Stjarnan í öðru sæti deildarinnar. Skallagrímur hefur 8 stig í 7.-9. sæti deildarinnar ásamt Njarðvík og Fjölni. Öruggt hjá ÍslandsmeisturunumGrindavík vann nokkuð öruggan heimasigur á Tindastóli 89-74. Íslandsmeistararnir höfðu fimmtán stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og sá var munurinn ennþá þegar lokaflautan gall. Sammy Zeglinski skoraði mest Grindvíkinga eða 19 stig en á hæla honum kom Aaron Broussard með 18 stig og þrettán fráköst. Hjá gestunum var George Valentine stigahæstur með 20 stig og tók auk þess 14 fráköst. Þröstur Leó Jóhannsson kom næstur með 15 stig og 10 fráköst. Grindavík situr eitt liða í toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. Liðið hefur 18 stig en Stjarnan og Þór, sem tapaði gegn Skallagrími í kvöld, 16 stig. Stólarnir deila botnsætinu ásamt KFÍ með 4 stig. Kanalausir KR-ingar lögðu KFÍHelgi Már Magnússon, spiladni þjálfari KR.KR vann sautján stiga sigur á KFÍ í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu og leiddu í hálfleik 52-29. Finnur Atli Magnússon var stigahæstur KR-inga með 24 stig en Kristófer Acox skoraði 21 og Martin Hermannsson 20. Hjá gestunum var Damier Pitts stigahæstur með 35 stig og Tyrone Bradshaw skoraði 22 stig. KR situr í 4.-5. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Snæfell. KFÍ deilir botnsæti deildarinnar ásamt Tindastóli með 4 stig. Craion með stóleik í sigri Keflavíkur í BreiðholtiStórleikur Eric Palm dugði ekki til hjá ÍR-ingum.Mynd/ValliKeflavík vann góðan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í Breiðholti í kvöld. Lokatölurnar urðu 111-84 gestunum í vil. Keflvíkingar höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Liðið leiddi með 19 stigum í hálfleik og hélt forystunni örugglega út leikinn. Michael Craion átti stórleik hjá gestunum. Bandaríkjamaðurinn skoraði 32 stig auk þess að taka 19 fráköst. Valur Valsson skoraði 16 stig auk þess að gefa átta stoðsendingar. Eric Palm var atkvæðamestur heimamanna með 29 stig. Keflvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með tólf stig en ÍR hefur sex stig í 10. sæti. Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira
Nýliðar Skallagríms unnu óvæntan útisigur á Þór í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík, Keflavík og KR unnu örugga sigra í sínum leikjum. Tíu stigum munaði á Þór og Skallagrími í deildinni fyrir leikinn og flestir sem hefðu tippað á heimasigur Þórsara. Lítið benti til annars framan af leik. Þórsarar, sem léku til úrslita við Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor, höfðu tólf stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en þá sögðu gestirnir stopp. Borgnesingar minnkuðu muninn í níu stig fyrir hlé og í tvö stig fyrir lok þriðja leikhluta. Staðan var 72-72 þegar mínúta lifði leiks en gestirnir skoruðu síðustu fjögur stigin og unnu sigur 76-72. Haminn Quaintance var stórkostlegur í liði gestanna með 17 stig og 19 fráköst. Carlos Medlock átti einnig fínan leik með 22 stig. David Jackson var stigahæstur Þórsara með 24 stig auk þess að taka tíu fráköst. Þór hefur 16 stig líkt og Stjarnan í öðru sæti deildarinnar. Skallagrímur hefur 8 stig í 7.-9. sæti deildarinnar ásamt Njarðvík og Fjölni. Öruggt hjá ÍslandsmeisturunumGrindavík vann nokkuð öruggan heimasigur á Tindastóli 89-74. Íslandsmeistararnir höfðu fimmtán stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og sá var munurinn ennþá þegar lokaflautan gall. Sammy Zeglinski skoraði mest Grindvíkinga eða 19 stig en á hæla honum kom Aaron Broussard með 18 stig og þrettán fráköst. Hjá gestunum var George Valentine stigahæstur með 20 stig og tók auk þess 14 fráköst. Þröstur Leó Jóhannsson kom næstur með 15 stig og 10 fráköst. Grindavík situr eitt liða í toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. Liðið hefur 18 stig en Stjarnan og Þór, sem tapaði gegn Skallagrími í kvöld, 16 stig. Stólarnir deila botnsætinu ásamt KFÍ með 4 stig. Kanalausir KR-ingar lögðu KFÍHelgi Már Magnússon, spiladni þjálfari KR.KR vann sautján stiga sigur á KFÍ í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu og leiddu í hálfleik 52-29. Finnur Atli Magnússon var stigahæstur KR-inga með 24 stig en Kristófer Acox skoraði 21 og Martin Hermannsson 20. Hjá gestunum var Damier Pitts stigahæstur með 35 stig og Tyrone Bradshaw skoraði 22 stig. KR situr í 4.-5. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Snæfell. KFÍ deilir botnsæti deildarinnar ásamt Tindastóli með 4 stig. Craion með stóleik í sigri Keflavíkur í BreiðholtiStórleikur Eric Palm dugði ekki til hjá ÍR-ingum.Mynd/ValliKeflavík vann góðan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í Breiðholti í kvöld. Lokatölurnar urðu 111-84 gestunum í vil. Keflvíkingar höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Liðið leiddi með 19 stigum í hálfleik og hélt forystunni örugglega út leikinn. Michael Craion átti stórleik hjá gestunum. Bandaríkjamaðurinn skoraði 32 stig auk þess að taka 19 fráköst. Valur Valsson skoraði 16 stig auk þess að gefa átta stoðsendingar. Eric Palm var atkvæðamestur heimamanna með 29 stig. Keflvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með tólf stig en ÍR hefur sex stig í 10. sæti.
Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira