Lífið

Hefur ekki undan við að eyða neikvæðum kommentum

Myndir/Sanitas heildverslun
Lífið hafði samband við Friðfinn Magnússon stjórnanda heilsusíðunnar Nutramino á Facebook og spurði hann af hverju myndir á síðunni hans sem teknar voru af íslenskum fitnesskeppendum á síðasta ári hafa sumar fengið rúmlega 800 athugasemdir.

"Þetta eru myndir af fitness keppendum. Myndir af fólki sem hefur náð árangri með því að koma sér í form. Jákvæðar myndir af heilbrigðu fólki en keppnin var í nóvember á síðasta ári," svarar Friðfinnur framkvæmdastjóri Sanitas heildverslun spurður hvaða myndir um ræðir hérna.

Segðu okkur frá viðbrögðunum sem þær hafa fengið á internetinu? "Yfir heildina eru mjög mörg jákvæð viðbrögð og síðan kemur fólk með sínar skoðanir á þessari íþrótt og allt í lagi með það en inn á milli eru alltaf einhver rotin epli sem skapa neikvæða umræðu og þá smitast þetta til annarra – það er bara endalaust neikvæð ummæli við myndirnar. Þetta jaðrar við einelti við fólkið á myndunum. Við höfum ekki undan við að eyða út neikvæðum kommentum og banna fólki að nota síðuna okkar," segir Friðfinnur.

Facebooksíðunni okkar erum við að pósta árangurssögum, nýjum heilsuvörum sem koma á markað hverju sinni og myndir þegar við mætum með vörukynningar. Allt sem tengist heilsu. Við erum líka með mikið af leikjum og gefum mikið af vörum og það hefur gefist vel. Við styrkjum fólk."

Hverjir eru að skrifa þessar neikvæðu athugasemdir – skrifar fólk undir nafni?

"Já fólk nafngreinir sig. Þetta er með ólíkindum."



Nutramino.is

Sanitasheildverslun.is

Þessi mynd hefur fengið 828 komment.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.