Öryggisfangelsi? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. desember 2012 06:00 Sagan af fanganum sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni nokkrum dögum fyrir jól fékk farsælan endi á aðfangadagsmorgun. Hún hlýtur engu að síður að vekja fólk til umhugsunar um hvernig gæzlu hættulegra brotamanna er háttað á stað sem á að heita eina öryggisfangelsi landsins. Fram hefur komið að fanginn sem strauk klifraði óséður yfir öryggisgirðinguna í kringum fangelsið. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að hann hefði verið við vinnu utanhúss, undir eftirliti fangavarðar, er hann laumaðist burt. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vill ekki taka undir það að mistök fangavarðar hafi leitt til þess að fanginn slapp, heldur hafi öryggismyndavélar við girðinguna ekki virkað sem skyldi. Þetta kann að vera rétt, en einhver hlýtur að hafa átt að hafa eftirlit með því að öryggismyndavélarnar virkuðu. Fangelsismálastofnun getur engan veginn firrt sig ábyrgð á flóttanum og hlýtur að fara rækilega yfir vinnulag sitt í framhaldi af honum. Hitt er svo rétt hjá Páli Winkel, að naumt skammtaðar fjárveitingar koma niður á öryggi í fangelsinu á Litla-Hrauni og þar með á öryggi almennings. Hann vísar til skýrslna og úttekta, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og sýna fram á veikleika í öryggismálum fangelsisins. Hefði verið farið eftir þeim hefði flóttinn aldrei átt sér stað, segir fangelsismálastjóri. Á þessu ári hefur fengizt fé til að fara í einhverjar umbætur í öryggismálum á Litla-Hrauni og eftirlit með fólki og varningi sem fer inn í fangelsið hefur verið bætt. Fimmtíu milljónir hafa verið veittar til að byrja að reisa nýja, mannhelda girðingu umhverfis fangelsið en hún kostar 150 milljónir þannig að ekki lítur út fyrir að verkinu ljúki á nýju ári. Allar umbætur eru vissulega góðra gjalda verðar, en það er samt ekki hægt að búa við að eina öryggisfangelsi landsins standi ekki undir nafni. Veruleikinn í fangelsum landsins hefur breytzt talsvert á undanförnum árum. Þar eru hættulegri menn og hópar manna en áður, ekki sízt vegna þess að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að skipulögð glæpasamtök eru líkleg til að reyna að aðstoða „sína menn" við flótta úr fangelsum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að peningar til að bæta úr öryggisgloppum á Litla-Hrauni væru einfaldlega ekki til. Nú væri þó verið að gera bragarbót í öryggismálum og svo yrði „gjörbylting" þegar nýtt fangelsi á Hólmsheiði kæmist í gagnið 2015. Við þessi svör ráðherrans er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi er það fyrsta skylda ríkisvaldsins að tryggja öryggi borgaranna. Í því felst meðal annars að hægt sé að loka menn, sem taldir eru hættulegir samfélaginu, tryggilega inni. Fjárveitingarvaldið verður að breyta forgangsröðinni, komi í ljós að ekki sé tryggt að þessari grundvallarskyldu sé sinnt. Í öðru lagi er það svo að þótt nýtt fangelsi á Hólmsheiði leysi ýmsan vanda, verður Litla-Hraun áfram það fangelsi sem á að hýsa hættulega glæpamenn sem fá langa dóma. Það hlýtur að eiga að vera forgangsatriði að öryggismálin þar séu í lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Sagan af fanganum sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni nokkrum dögum fyrir jól fékk farsælan endi á aðfangadagsmorgun. Hún hlýtur engu að síður að vekja fólk til umhugsunar um hvernig gæzlu hættulegra brotamanna er háttað á stað sem á að heita eina öryggisfangelsi landsins. Fram hefur komið að fanginn sem strauk klifraði óséður yfir öryggisgirðinguna í kringum fangelsið. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að hann hefði verið við vinnu utanhúss, undir eftirliti fangavarðar, er hann laumaðist burt. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vill ekki taka undir það að mistök fangavarðar hafi leitt til þess að fanginn slapp, heldur hafi öryggismyndavélar við girðinguna ekki virkað sem skyldi. Þetta kann að vera rétt, en einhver hlýtur að hafa átt að hafa eftirlit með því að öryggismyndavélarnar virkuðu. Fangelsismálastofnun getur engan veginn firrt sig ábyrgð á flóttanum og hlýtur að fara rækilega yfir vinnulag sitt í framhaldi af honum. Hitt er svo rétt hjá Páli Winkel, að naumt skammtaðar fjárveitingar koma niður á öryggi í fangelsinu á Litla-Hrauni og þar með á öryggi almennings. Hann vísar til skýrslna og úttekta, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og sýna fram á veikleika í öryggismálum fangelsisins. Hefði verið farið eftir þeim hefði flóttinn aldrei átt sér stað, segir fangelsismálastjóri. Á þessu ári hefur fengizt fé til að fara í einhverjar umbætur í öryggismálum á Litla-Hrauni og eftirlit með fólki og varningi sem fer inn í fangelsið hefur verið bætt. Fimmtíu milljónir hafa verið veittar til að byrja að reisa nýja, mannhelda girðingu umhverfis fangelsið en hún kostar 150 milljónir þannig að ekki lítur út fyrir að verkinu ljúki á nýju ári. Allar umbætur eru vissulega góðra gjalda verðar, en það er samt ekki hægt að búa við að eina öryggisfangelsi landsins standi ekki undir nafni. Veruleikinn í fangelsum landsins hefur breytzt talsvert á undanförnum árum. Þar eru hættulegri menn og hópar manna en áður, ekki sízt vegna þess að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að skipulögð glæpasamtök eru líkleg til að reyna að aðstoða „sína menn" við flótta úr fangelsum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að peningar til að bæta úr öryggisgloppum á Litla-Hrauni væru einfaldlega ekki til. Nú væri þó verið að gera bragarbót í öryggismálum og svo yrði „gjörbylting" þegar nýtt fangelsi á Hólmsheiði kæmist í gagnið 2015. Við þessi svör ráðherrans er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi er það fyrsta skylda ríkisvaldsins að tryggja öryggi borgaranna. Í því felst meðal annars að hægt sé að loka menn, sem taldir eru hættulegir samfélaginu, tryggilega inni. Fjárveitingarvaldið verður að breyta forgangsröðinni, komi í ljós að ekki sé tryggt að þessari grundvallarskyldu sé sinnt. Í öðru lagi er það svo að þótt nýtt fangelsi á Hólmsheiði leysi ýmsan vanda, verður Litla-Hraun áfram það fangelsi sem á að hýsa hættulega glæpamenn sem fá langa dóma. Það hlýtur að eiga að vera forgangsatriði að öryggismálin þar séu í lagi.