Brýtur LÍN landslög? 20. desember 2012 06:00 Frá 1. nóvember 2007 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 43,7% frá upptöku laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, svokallaðra MiFID-reglna. Verður því að leiðrétta öll verðtryggð námslán sem seld hafa verið námsmönnum sem því nemur. Námsmenn hafa engar forsendur til að meta þá áhættu sem fylgir verðtryggðum námslánum og ætla Hægri grænir, flokkur fólksins, að berjast fyrir fullri leiðréttingu á þessum verðtryggðu afleiðusamningum, þ.e. öllum virkum útgefnum námslánum. Ólögleg gengisviðmiðun LÍN rukkar lánþega sem búsettir eru erlendis um launatengda árlega greiðslu. Miðar sjóðurinn við laun viðkomandi í erlendum gjaldmiðli og endurreiknar svo yfir í íslenskar krónur. Það er samkvæmt úrskurði Hæstaréttar ólögleg gengistrygging, því hvers konar tenging krónulána eða gengistrygging greiðslna af krónulánum er ólögleg. Í lögum er tekið fram að sá sem tekur lán á rétt á að vita upphæð greiðslna út lánatímabilið. Það er ómögulegt að gera ef greiðslur eru tengdar erlendum gjaldmiðlum. Samkvæmt lögum ætti LÍN að miða við meðallaun háskólamenntaðra manna á Íslandi, það eru opinberar tölur. Þetta er ekki flókið, enda Hæstiréttur nýbúinn að dæma um þetta. Það leikur enginn vafi á því að aðferðin sem beitt er við útreikning afborgunar lána þeirra sem hafa laun í erlendum gjaldmiðli er ólögleg. Lítil vernd Athyglisvert er álit Umboðsmanns Alþingis nr. 5321/2008 þar sem kemur m.a. fram að LÍN hafi brotið lög í áraraðir með því að áætla alltaf 8 milljónir eða hærra á námsmenn sem skiluðu ekki upplýsingum um laun. Eftir álitið var ákvæðið afnumið úr lögum LÍN. Það kom fram í svari þáverandi framkvæmdastjóra LÍN að 8 milljóna kr. aðferðin var beinlínis höfð til að þvinga fram raunveruleg laun manna sem skiluðu ekki upplýsingum um laun sín. Eins og kemur fram í áliti Umboðsmanns Alþingis standast slíkar aðferðir ekki lög, hvað þá vegna námslána sem njóta sérstakrar verndar í lögum vegna þess að þau lán eru til þess gerð að fólk geti aflað sér tiltekinnar menntunar. Lög eru ekki til skrauts Á Íslandi endurspegla greiðsluáætlanir ekki raunveruleikann, sér í lagi verðbólguskotið fyrir og eftir hrun. Með sanni má segja að LÍN hafi raskað hegðun námsmanna með því að gera lítið úr langtímaáhættu vegna verðbólgu. Verðtryggð námslán eru í rauninni svo flóknar afleiðutengdar fjármálaafurðir að ómögulegt er fyrir námsmenn að meta þau á fullnægjandi hátt. Verðtrygging námslána er mjög líklega ólögleg og stangast á við grundvallarreglur evrópskra neytendalaga, sem banna misbeitingarákvæði sem raska jafnvægi samningsaðila neytanda í óhag. Það er löngu kominn tími til fyrir stjórnsýsluna og fjármálastofnanir að virða íslensk lög, þau eru ekki til skrauts. Vanþekking og afneitun á lögum leysir engan undan ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Frá 1. nóvember 2007 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 43,7% frá upptöku laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, svokallaðra MiFID-reglna. Verður því að leiðrétta öll verðtryggð námslán sem seld hafa verið námsmönnum sem því nemur. Námsmenn hafa engar forsendur til að meta þá áhættu sem fylgir verðtryggðum námslánum og ætla Hægri grænir, flokkur fólksins, að berjast fyrir fullri leiðréttingu á þessum verðtryggðu afleiðusamningum, þ.e. öllum virkum útgefnum námslánum. Ólögleg gengisviðmiðun LÍN rukkar lánþega sem búsettir eru erlendis um launatengda árlega greiðslu. Miðar sjóðurinn við laun viðkomandi í erlendum gjaldmiðli og endurreiknar svo yfir í íslenskar krónur. Það er samkvæmt úrskurði Hæstaréttar ólögleg gengistrygging, því hvers konar tenging krónulána eða gengistrygging greiðslna af krónulánum er ólögleg. Í lögum er tekið fram að sá sem tekur lán á rétt á að vita upphæð greiðslna út lánatímabilið. Það er ómögulegt að gera ef greiðslur eru tengdar erlendum gjaldmiðlum. Samkvæmt lögum ætti LÍN að miða við meðallaun háskólamenntaðra manna á Íslandi, það eru opinberar tölur. Þetta er ekki flókið, enda Hæstiréttur nýbúinn að dæma um þetta. Það leikur enginn vafi á því að aðferðin sem beitt er við útreikning afborgunar lána þeirra sem hafa laun í erlendum gjaldmiðli er ólögleg. Lítil vernd Athyglisvert er álit Umboðsmanns Alþingis nr. 5321/2008 þar sem kemur m.a. fram að LÍN hafi brotið lög í áraraðir með því að áætla alltaf 8 milljónir eða hærra á námsmenn sem skiluðu ekki upplýsingum um laun. Eftir álitið var ákvæðið afnumið úr lögum LÍN. Það kom fram í svari þáverandi framkvæmdastjóra LÍN að 8 milljóna kr. aðferðin var beinlínis höfð til að þvinga fram raunveruleg laun manna sem skiluðu ekki upplýsingum um laun sín. Eins og kemur fram í áliti Umboðsmanns Alþingis standast slíkar aðferðir ekki lög, hvað þá vegna námslána sem njóta sérstakrar verndar í lögum vegna þess að þau lán eru til þess gerð að fólk geti aflað sér tiltekinnar menntunar. Lög eru ekki til skrauts Á Íslandi endurspegla greiðsluáætlanir ekki raunveruleikann, sér í lagi verðbólguskotið fyrir og eftir hrun. Með sanni má segja að LÍN hafi raskað hegðun námsmanna með því að gera lítið úr langtímaáhættu vegna verðbólgu. Verðtryggð námslán eru í rauninni svo flóknar afleiðutengdar fjármálaafurðir að ómögulegt er fyrir námsmenn að meta þau á fullnægjandi hátt. Verðtrygging námslána er mjög líklega ólögleg og stangast á við grundvallarreglur evrópskra neytendalaga, sem banna misbeitingarákvæði sem raska jafnvægi samningsaðila neytanda í óhag. Það er löngu kominn tími til fyrir stjórnsýsluna og fjármálastofnanir að virða íslensk lög, þau eru ekki til skrauts. Vanþekking og afneitun á lögum leysir engan undan ábyrgð.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun