Af hverju ekki að tryggja lýðræði í sjóðunum? Jóhann Páll Símonarson skrifar 20. desember 2012 06:00 Í grein minni þann 21. júlí 2012 undir fyrirsögninni Gegnsæið í lífeyrissjóðum kom fram að 17 milljónir króna renna til Fjármálaeftirlitsins í eftirlitsstörf frá Gildi. Athygli er vakin á þessu þar sem lífeyrissjóðurinn Gildi þarf ekki einu sinni að afhenda fundargerðir síðasta ársfundar, bjóða sjóðsfélögum að hlýða á fundargerðir, eða að láta bera ársreikninga Gildis upp til samþykktar, í skiptum fyrir þessar 17 milljónir króna. Okkur, sjóðfélögunum, kemur þetta ekkert við. Sjóðirnir hafa nefnilega komið því þannig fyrir að lögin girða fyrir að sjóðfélaginn geti sinnt eftirlitinu með því fé sem hann er skyldaður að greiða. Skipuð var nefnd af Landssamtökum lífeyrissjóða til að fara ofan í rekstur sjóðanna sem ekki hafði valdheimildir til að krefjast þess að gögn, upplýsingar eða skýringar kæmu fram, líkt og rannsóknarnefndir Alþingis hafa samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir, sbr. nr. 68/2011. Eftirlitsstofnanir með lífeyrissjóðum gátu borið fyrir sig þagnarskyldu í ríkum mæli. Ekki var hægt að kveðja fólk til skýrslutöku vildi það ekki gefa skýrslu, né heldur gat nefndin gert rannsóknir á vinnustað. Bannað Fram kemur í lífeyrissjóðsskýrslunni að kaup í erlendum vogunarsjóðum hafi ekki verið til marks um varfærni í fjárfestingum fyrir árið 2008. Lífeyrissjóðurinn Gildi fjárfesti á þessum misserum þar sem lög banna sjóðnum að fjármagna sig með lántöku nema í undantekningartilfellum. Þetta er niðurstaða nefndar sem lífeyrissjóðirnir skipuðu sjálfir. Í fjárfestingarstefnu Gildis var heimild til að fjárfesta í vogunarsjóðum. Úttektarnefndin var ekki á sama máli. Byggði hún rök sín á því að í 3. mgr. 38 gr. lífeyrissjóðslaga er bann lagt við því að lífeyrissjóðir taki lán nema í undantekningartilfellum. Vogunarsjóðir fjármagni sig með lántöku og skortsölum. Þá segir í skýrslunni í 9. mgr. 36 gr. lífeyrissjóðslaganna sbr. 4 gr. laga nr. 70/2004 sem breyttu þeim lögum, að lagt sé bann við því að lífeyrissjóðir fjárfesti eða eigi í fjárfestingarsjóðum skv. 7. til 1. mgr. greinarinnar sem fjármagna sig með þeim hætti. Fjárfestingar í vogunarsjóðum eru m.ö.o. bannaðar. Þess skal getið að Fjármálaeftirlitið gerði ekki athugasemdir við að lífeyrissjóðurinn minn væri í vafasömum viðskiptum við vogunarsjóð sem græddi eða tapaði miklu á einhverju sem við sjóðsfélagar vitum ekkert um. Talnaverkið fæst ekki gefið upp. Það sama á við afskriftir Gildis á skuldabréfum banka, sparisjóða og fyrirtækjaskuldabréfum sem komu hins vegar ekki fram að fullu fyrr enn á árinu 2009 og 2010. Af hverju skyldi það nú vera? Hvernig má það vera að Fjármálaeftirlitið getur ekki tryggt gegnsæi um risafjárfestingar sem varða þá sem eiga sjóðinn? Og af hverju hefur ríkisstjórnin sem nú fer senn frá ekkert gert til að tryggja raunverulegt lýðræði í lífeyrissjóðunum? Er það kannski af misskilinni stöðu með Gylfa Arnbjörnssyni og Vilhjálmi Egilssyni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein minni þann 21. júlí 2012 undir fyrirsögninni Gegnsæið í lífeyrissjóðum kom fram að 17 milljónir króna renna til Fjármálaeftirlitsins í eftirlitsstörf frá Gildi. Athygli er vakin á þessu þar sem lífeyrissjóðurinn Gildi þarf ekki einu sinni að afhenda fundargerðir síðasta ársfundar, bjóða sjóðsfélögum að hlýða á fundargerðir, eða að láta bera ársreikninga Gildis upp til samþykktar, í skiptum fyrir þessar 17 milljónir króna. Okkur, sjóðfélögunum, kemur þetta ekkert við. Sjóðirnir hafa nefnilega komið því þannig fyrir að lögin girða fyrir að sjóðfélaginn geti sinnt eftirlitinu með því fé sem hann er skyldaður að greiða. Skipuð var nefnd af Landssamtökum lífeyrissjóða til að fara ofan í rekstur sjóðanna sem ekki hafði valdheimildir til að krefjast þess að gögn, upplýsingar eða skýringar kæmu fram, líkt og rannsóknarnefndir Alþingis hafa samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir, sbr. nr. 68/2011. Eftirlitsstofnanir með lífeyrissjóðum gátu borið fyrir sig þagnarskyldu í ríkum mæli. Ekki var hægt að kveðja fólk til skýrslutöku vildi það ekki gefa skýrslu, né heldur gat nefndin gert rannsóknir á vinnustað. Bannað Fram kemur í lífeyrissjóðsskýrslunni að kaup í erlendum vogunarsjóðum hafi ekki verið til marks um varfærni í fjárfestingum fyrir árið 2008. Lífeyrissjóðurinn Gildi fjárfesti á þessum misserum þar sem lög banna sjóðnum að fjármagna sig með lántöku nema í undantekningartilfellum. Þetta er niðurstaða nefndar sem lífeyrissjóðirnir skipuðu sjálfir. Í fjárfestingarstefnu Gildis var heimild til að fjárfesta í vogunarsjóðum. Úttektarnefndin var ekki á sama máli. Byggði hún rök sín á því að í 3. mgr. 38 gr. lífeyrissjóðslaga er bann lagt við því að lífeyrissjóðir taki lán nema í undantekningartilfellum. Vogunarsjóðir fjármagni sig með lántöku og skortsölum. Þá segir í skýrslunni í 9. mgr. 36 gr. lífeyrissjóðslaganna sbr. 4 gr. laga nr. 70/2004 sem breyttu þeim lögum, að lagt sé bann við því að lífeyrissjóðir fjárfesti eða eigi í fjárfestingarsjóðum skv. 7. til 1. mgr. greinarinnar sem fjármagna sig með þeim hætti. Fjárfestingar í vogunarsjóðum eru m.ö.o. bannaðar. Þess skal getið að Fjármálaeftirlitið gerði ekki athugasemdir við að lífeyrissjóðurinn minn væri í vafasömum viðskiptum við vogunarsjóð sem græddi eða tapaði miklu á einhverju sem við sjóðsfélagar vitum ekkert um. Talnaverkið fæst ekki gefið upp. Það sama á við afskriftir Gildis á skuldabréfum banka, sparisjóða og fyrirtækjaskuldabréfum sem komu hins vegar ekki fram að fullu fyrr enn á árinu 2009 og 2010. Af hverju skyldi það nú vera? Hvernig má það vera að Fjármálaeftirlitið getur ekki tryggt gegnsæi um risafjárfestingar sem varða þá sem eiga sjóðinn? Og af hverju hefur ríkisstjórnin sem nú fer senn frá ekkert gert til að tryggja raunverulegt lýðræði í lífeyrissjóðunum? Er það kannski af misskilinni stöðu með Gylfa Arnbjörnssyni og Vilhjálmi Egilssyni?
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar