Kjósendur axli ábyrgð 19. desember 2012 06:00 Næstu alþingiskosningar munu skipta sköpum varðandi áframhaldandi uppbyggingu íslensks samfélags. Ábyrgð á því hvernig til tekst er alfarið í höndum kjósenda, því það eru þeir sem velja með atkvæði sínu þá sem sitja á Alþingi. Breytingin sem allir hafa beðið eftir í íslensku samfélagi getur hafist nú með nýjum vinnubrögðum í upphafi kosningabaráttunnar fyrir komandi alþingiskosningar. Kjósendur geta framkallað þessa breytingu með því að gera kröfu um að stjórnmálaflokkarnir geri grein fyrir kosningaloforðunum og stefnumálum sínum, með ítarlegri útfærslu á framkvæmd þeirra. Eitt af mörgum þekktum kosningaloforðum er lækkun skatta; hver hefur ekki heyrt það áður og hver vill ekki lægri skatta? En er það endilega rétta lausnin fyrir viðkomandi kjósanda eða samfélagið, þegar skattalækkanirnar eru framkallaðar með niðurskurði og skertri þjónustu? Þurfi hins vegar sannarlega að skera niður útgjöld, þá verði það sett fram á ábyrgan hátt svo kjósendur geti áttað sig á því og viti hvað þeir eru að styðja með atkvæði sínu. Kjósandinn getur ekki vænst þess að stjórnmálaflokkur standi við kosningaloforðin ef hann gerir ekki kröfu um útfærslu á loforðunum. Gamlir frasar Frambjóðendur eiga ekki að komast upp með það lengur að fara út í gömlu umræðuna um hagræðingu í rekstri og aðra gamla frasa sem við þekkjum, nema koma fram með útfærslu á framkvæmdinni. Kjósandinn verður að axla þá ábyrgð og gera kröfu á þá sem eru að bjóða sig fram til að stjórna og telja sig hafa lausnir á vandamálunum, að þeir viti um hvað þeir eru að tala. Framtíðarstefna í efnahags- og gjaldmiðlamálum er eitt af stóru málunum sem öll framboð og flokkar verða að setja skýrt fram, framtíð okkar byggist á því. Fjölmiðlafólk verður að vera starfi sínu vaxið og fá svör við þeim spurningum sem verið er að leggja fyrir frambjóðendur. Að hlusta á stjórnmálamenn komast upp með að bulla um allt og ekkert til að komast framhjá því að svara spurningum sem fyrir þá eru lagðar er óþolandi. Fjölmiðlafólk á að hunsa svona frambjóðendur sem ekkert hafa að segja eða hafa ekki getu til að ræða málin af viti. Að kjósa er mikill ábyrgðarhlutur og einstaklingar verða að taka hlutverk sitt alvarlega, öðruvísi verður engin breyting til batnaðar. Við höfum lent í því með skelfilegum afleiðingum þegar stjórnmálaflokkur, sem var að þurrkast út, lagði fram kosningaloforð til að fá fylgi, sem síðan urðu ein mestu hagstjórnarmistökin í Íslandssögunni. Kjósendur verða líka að átta sig á því hvaða hagsmuni viðkomandi stjórnmálaflokkur er að verja í raun, þó að hann búi til óljósar spariumbúðir um mál til að fá fylgi hjá kjósendum. Ný vinnubrögð Kjósendur verða líka að bera þá ábyrgð að framsettar hugmyndir, t.d. á þeirra skuldavanda sem er mest í umræðunni í dag, bitni ekki á öðrum, t.d. gömlu fólki, sem hefur litla möguleika á að verja hagsmuni sína. Það eru mörg erfið mál sem á eftir að leysa og marka stefnu í til framtíðar. Þess vegna hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að kjósendur kalli eftir nýjum vinnubrögðum. Eitt mikilvægasta verkefnið til framtíðar er öguð hagstjórn til að koma hér á stöðugleika. Því markmiði verður ekki náð nema að kjósendur taki upp öguð vinnubrögð í komandi kosningabaráttu og geri kröfur á frambjóðendur um að skýra kosningaloforðin og áherslurnar til enda. Ábyrgð okkar sem kjósenda er að kalla eftir raunhæfum lausnum og gefa ekkert eftir í því að fá þær útfærðar af frambjóðendum. Ef við öxlum ekki þessa ábyrgð sem kjósendur nú munum við halda áfram í íslenskri kyrrstöðupólitík, sem ekkert mun gera annað en endurtaka allt sem við erum búin að fá að ganga í gegnum í áratugi. Það er áframhaldandi óstjórn í efnahagsmálum og hagsmunagæsla fyrir hagsmunasamtök og hinn almenni launamaður fær að borga reikninginn. Hættum að benda á einhvern annan og öxlum sjálf ábyrgðina á því að velja okkur framtíð sem byggð er á raunsæjum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Næstu alþingiskosningar munu skipta sköpum varðandi áframhaldandi uppbyggingu íslensks samfélags. Ábyrgð á því hvernig til tekst er alfarið í höndum kjósenda, því það eru þeir sem velja með atkvæði sínu þá sem sitja á Alþingi. Breytingin sem allir hafa beðið eftir í íslensku samfélagi getur hafist nú með nýjum vinnubrögðum í upphafi kosningabaráttunnar fyrir komandi alþingiskosningar. Kjósendur geta framkallað þessa breytingu með því að gera kröfu um að stjórnmálaflokkarnir geri grein fyrir kosningaloforðunum og stefnumálum sínum, með ítarlegri útfærslu á framkvæmd þeirra. Eitt af mörgum þekktum kosningaloforðum er lækkun skatta; hver hefur ekki heyrt það áður og hver vill ekki lægri skatta? En er það endilega rétta lausnin fyrir viðkomandi kjósanda eða samfélagið, þegar skattalækkanirnar eru framkallaðar með niðurskurði og skertri þjónustu? Þurfi hins vegar sannarlega að skera niður útgjöld, þá verði það sett fram á ábyrgan hátt svo kjósendur geti áttað sig á því og viti hvað þeir eru að styðja með atkvæði sínu. Kjósandinn getur ekki vænst þess að stjórnmálaflokkur standi við kosningaloforðin ef hann gerir ekki kröfu um útfærslu á loforðunum. Gamlir frasar Frambjóðendur eiga ekki að komast upp með það lengur að fara út í gömlu umræðuna um hagræðingu í rekstri og aðra gamla frasa sem við þekkjum, nema koma fram með útfærslu á framkvæmdinni. Kjósandinn verður að axla þá ábyrgð og gera kröfu á þá sem eru að bjóða sig fram til að stjórna og telja sig hafa lausnir á vandamálunum, að þeir viti um hvað þeir eru að tala. Framtíðarstefna í efnahags- og gjaldmiðlamálum er eitt af stóru málunum sem öll framboð og flokkar verða að setja skýrt fram, framtíð okkar byggist á því. Fjölmiðlafólk verður að vera starfi sínu vaxið og fá svör við þeim spurningum sem verið er að leggja fyrir frambjóðendur. Að hlusta á stjórnmálamenn komast upp með að bulla um allt og ekkert til að komast framhjá því að svara spurningum sem fyrir þá eru lagðar er óþolandi. Fjölmiðlafólk á að hunsa svona frambjóðendur sem ekkert hafa að segja eða hafa ekki getu til að ræða málin af viti. Að kjósa er mikill ábyrgðarhlutur og einstaklingar verða að taka hlutverk sitt alvarlega, öðruvísi verður engin breyting til batnaðar. Við höfum lent í því með skelfilegum afleiðingum þegar stjórnmálaflokkur, sem var að þurrkast út, lagði fram kosningaloforð til að fá fylgi, sem síðan urðu ein mestu hagstjórnarmistökin í Íslandssögunni. Kjósendur verða líka að átta sig á því hvaða hagsmuni viðkomandi stjórnmálaflokkur er að verja í raun, þó að hann búi til óljósar spariumbúðir um mál til að fá fylgi hjá kjósendum. Ný vinnubrögð Kjósendur verða líka að bera þá ábyrgð að framsettar hugmyndir, t.d. á þeirra skuldavanda sem er mest í umræðunni í dag, bitni ekki á öðrum, t.d. gömlu fólki, sem hefur litla möguleika á að verja hagsmuni sína. Það eru mörg erfið mál sem á eftir að leysa og marka stefnu í til framtíðar. Þess vegna hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að kjósendur kalli eftir nýjum vinnubrögðum. Eitt mikilvægasta verkefnið til framtíðar er öguð hagstjórn til að koma hér á stöðugleika. Því markmiði verður ekki náð nema að kjósendur taki upp öguð vinnubrögð í komandi kosningabaráttu og geri kröfur á frambjóðendur um að skýra kosningaloforðin og áherslurnar til enda. Ábyrgð okkar sem kjósenda er að kalla eftir raunhæfum lausnum og gefa ekkert eftir í því að fá þær útfærðar af frambjóðendum. Ef við öxlum ekki þessa ábyrgð sem kjósendur nú munum við halda áfram í íslenskri kyrrstöðupólitík, sem ekkert mun gera annað en endurtaka allt sem við erum búin að fá að ganga í gegnum í áratugi. Það er áframhaldandi óstjórn í efnahagsmálum og hagsmunagæsla fyrir hagsmunasamtök og hinn almenni launamaður fær að borga reikninginn. Hættum að benda á einhvern annan og öxlum sjálf ábyrgðina á því að velja okkur framtíð sem byggð er á raunsæjum lausnum.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar