Dýravelferð, við hvað er átt? 19. desember 2012 06:00 Á Alþingi eru til umfjöllunar ný lög um dýravelferð. Upphafsgrein þeirra hljóðar svona: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt." Þetta eru sjálfsögð og réttlát markmið í siðuðu nútímasamfélagi, engin ofrausn. Það eru því mikil vonbrigði þegar frumvarpið er lesið áfram og í ljós kemur að höfundar þess hafa ákveðið að réttlát og siðleg meðferð eigi ekki við í eldisiðnaði, þar sem þjáning og neyð dýra er mest. Hvergi í lífríkinu veldur maðurinn jafn miklu kvalræði og skaða eins og í því mikilvirka og ómannúðlega framleiðslukerfi sem eldisiðnaður og verksmiðjubúskapur er. Þar eru bjargarlaus dýr meðhöndluð sem skynlaus væru og gert ókleift að sinna eðlislægum þörfum sínum. Gylta sem allt sitt líf er járnuð þannig af að hún getur aðeins staðið eða legið, ekki snúið sér né sinnt afkvæmum sínum, er ekki laus við vanlíðan, ótta, þjáningu, sársauka og meiðsl. Enn síður getur hún sýnt sitt eðlilega atferli, sem þó er sagt markmið laganna. Kvalræði allan tímann Varphænur, sem troðið er þremur saman í vírbúr sem þrengir svo að þeim að þær geta sig vart hrært, t.d. aldrei breitt úr vængjum, njóta þar með ekki lagaverndar gegn illri meðferð, sem þó er yfirlýst markmið laganna. Flest þessara ólánsömu dýra búa við þetta kvalræði allan þann tíma sem þau lifa og fá aldrei að anda að sér fersku lofti eða líta dagsljós nema þann dag sem þau eru flutt á milli húsa til slátrunar. Í hefðbundnum landbúnaði væri þessi meðferð umsvifalaust skilgreind sem gróft dýraníð. Ekki láta höfundarnir þar við sitja, heldur setja þeir í nýju lögin sérstök ákvæði sem beinlínis heimila kvalafulla og siðlausa meðferð dýra, t.d. að gelda unggelti án deyfingar. Er mönnum ekki sjálfrátt? Hvers vegna að setja svona ákvæði í lög sem hafa það yfirlýsta markmið að tryggja velferð dýra og koma í veg fyrir að þau þurfi að þola vanlíðan, ótta, þjáningu og sársauka? Hvers vegna að fara svona skelfilega með bjargarlaus dýrin ef hægt er að komast hjá því á einfaldan hátt? Hafa höfundar frumvarpsins yfirleitt kynnt sér aðstæður dýra í eldisiðnaði, t.d. hvernig deyfingarlausar aðgerðir fara fram og hvaða aflífunaraðferðum er þar beitt? Hafa þeir heyrt kvalastunur og þjáningarvein varnarlausra eldisdýra við þær skelfilegu aðstæður sem þeim eru búnar allan þann tíma sem þau lifa? Eru þeir ef til vill ónæmir fyrir öllu slíku? Arðsemissjónarmið Óskiljanleg tillitssemi við arðsemissjónarmið framleiðenda, ásamt skeytingarleysi neytenda, er meginorsök illrar meðferðar dýra. Getur verið að þær þverstæður í frumvarpinu að tiltekin dýr sé boðlegt að pína og kvelja en önnur ekki megi rekja til siðlausrar þjónkunar við fjárhagslega hagsmuni fárra? Rík ástæða er til að spyrja, því fátt annað getur skýrt þetta ráðslag frumvarpshöfunda. Ekki er þeim í nöp við eldisdýrin? Þetta er ójafn og ljótur leikur og hallar á dýrin blessuð. Þau eiga sér fáa málsvara, öfugt við framleiðendur og neytendur. Í samfélaginu ríkir þegjandi samkomulag um að svona skuli þetta vera. Það er óbærileg tilhugsun að ný dýravelferðarlög, eins og þau liggja fyrir í drögunum, muni styrkja og viðhalda til frambúðar því skelfingarástandi sem ríkir í eldisiðnaði. Hvetja verður þingmenn og aðra sem með málið fara að grípa í taumana og tryggja öllum dýrum vernd. Ný dýravelferðarlög verða að vera þannig úr garði gerð að þau banni fortakslaust alla illa meðferð dýra, líka eldisdýra. Annað er siðlaust og grimmt og ósamboðið íslensku samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Á Alþingi eru til umfjöllunar ný lög um dýravelferð. Upphafsgrein þeirra hljóðar svona: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt." Þetta eru sjálfsögð og réttlát markmið í siðuðu nútímasamfélagi, engin ofrausn. Það eru því mikil vonbrigði þegar frumvarpið er lesið áfram og í ljós kemur að höfundar þess hafa ákveðið að réttlát og siðleg meðferð eigi ekki við í eldisiðnaði, þar sem þjáning og neyð dýra er mest. Hvergi í lífríkinu veldur maðurinn jafn miklu kvalræði og skaða eins og í því mikilvirka og ómannúðlega framleiðslukerfi sem eldisiðnaður og verksmiðjubúskapur er. Þar eru bjargarlaus dýr meðhöndluð sem skynlaus væru og gert ókleift að sinna eðlislægum þörfum sínum. Gylta sem allt sitt líf er járnuð þannig af að hún getur aðeins staðið eða legið, ekki snúið sér né sinnt afkvæmum sínum, er ekki laus við vanlíðan, ótta, þjáningu, sársauka og meiðsl. Enn síður getur hún sýnt sitt eðlilega atferli, sem þó er sagt markmið laganna. Kvalræði allan tímann Varphænur, sem troðið er þremur saman í vírbúr sem þrengir svo að þeim að þær geta sig vart hrært, t.d. aldrei breitt úr vængjum, njóta þar með ekki lagaverndar gegn illri meðferð, sem þó er yfirlýst markmið laganna. Flest þessara ólánsömu dýra búa við þetta kvalræði allan þann tíma sem þau lifa og fá aldrei að anda að sér fersku lofti eða líta dagsljós nema þann dag sem þau eru flutt á milli húsa til slátrunar. Í hefðbundnum landbúnaði væri þessi meðferð umsvifalaust skilgreind sem gróft dýraníð. Ekki láta höfundarnir þar við sitja, heldur setja þeir í nýju lögin sérstök ákvæði sem beinlínis heimila kvalafulla og siðlausa meðferð dýra, t.d. að gelda unggelti án deyfingar. Er mönnum ekki sjálfrátt? Hvers vegna að setja svona ákvæði í lög sem hafa það yfirlýsta markmið að tryggja velferð dýra og koma í veg fyrir að þau þurfi að þola vanlíðan, ótta, þjáningu og sársauka? Hvers vegna að fara svona skelfilega með bjargarlaus dýrin ef hægt er að komast hjá því á einfaldan hátt? Hafa höfundar frumvarpsins yfirleitt kynnt sér aðstæður dýra í eldisiðnaði, t.d. hvernig deyfingarlausar aðgerðir fara fram og hvaða aflífunaraðferðum er þar beitt? Hafa þeir heyrt kvalastunur og þjáningarvein varnarlausra eldisdýra við þær skelfilegu aðstæður sem þeim eru búnar allan þann tíma sem þau lifa? Eru þeir ef til vill ónæmir fyrir öllu slíku? Arðsemissjónarmið Óskiljanleg tillitssemi við arðsemissjónarmið framleiðenda, ásamt skeytingarleysi neytenda, er meginorsök illrar meðferðar dýra. Getur verið að þær þverstæður í frumvarpinu að tiltekin dýr sé boðlegt að pína og kvelja en önnur ekki megi rekja til siðlausrar þjónkunar við fjárhagslega hagsmuni fárra? Rík ástæða er til að spyrja, því fátt annað getur skýrt þetta ráðslag frumvarpshöfunda. Ekki er þeim í nöp við eldisdýrin? Þetta er ójafn og ljótur leikur og hallar á dýrin blessuð. Þau eiga sér fáa málsvara, öfugt við framleiðendur og neytendur. Í samfélaginu ríkir þegjandi samkomulag um að svona skuli þetta vera. Það er óbærileg tilhugsun að ný dýravelferðarlög, eins og þau liggja fyrir í drögunum, muni styrkja og viðhalda til frambúðar því skelfingarástandi sem ríkir í eldisiðnaði. Hvetja verður þingmenn og aðra sem með málið fara að grípa í taumana og tryggja öllum dýrum vernd. Ný dýravelferðarlög verða að vera þannig úr garði gerð að þau banni fortakslaust alla illa meðferð dýra, líka eldisdýra. Annað er siðlaust og grimmt og ósamboðið íslensku samfélagi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun