Loftslagsvandinn kallar á þátttöku kvenna 19. desember 2012 06:00 Áhrif loftslagsbreytinga koma misjafnt niður á samfélögum og þjóðfélagshópum. Loftslagsbreytingar hafa líka ólík áhrif á kynin. Þetta á sérstaklega við í fátækari ríkjum, þar sem konur bera meginábyrgð á því að afla eldiviðar og drykkjarvatns fyrir heimilin og sinna bústörfum í meiri mæli en karlar. Þetta eru verk sem loftslagsbreytingar gera þyngri. Ísland hefur undanfarin ár haldið þessum sjónarmiðum á loft í alþjóðlegum viðræðum um Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna og er nú svo komið að kynjasjónarmið hafa verið ofin víða inn í ákvarðanir samningsins. Þetta þýðir ekki að líta eigi á konur fyrst og fremst sem þolendur loftslagsbreytinga. Konur eiga og verða að vera virkir gerendur í stefnumótun og verkefnum í loftslagsmálum. Einfalt og skýrt skref í þá átt er að tryggja jafna aðkomu kynjanna að viðræðum innan Loftslagssamningsins. Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt sérstök ákvörðun um jafnréttismál, sem gengur fyrst og fremst út á að tryggja jafna þátttöku kynjanna í samningavinnunni. Konur eru um þriðjungur fulltrúa í sendinefndum ríkja á fundum loftslagssamningsins og í forsvari fyrir aðeins fjórðung sendinefndanna. Ísland var meðal flutningsmanna tillögunnar sem var unnin að frumkvæði Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og sýnir vel hverju öflugar konur geta komið til leiðar. Orð eru til alls fyrst en aðgerða er þörf. Í Doha kynntu fulltrúar Íslands verkefni sem unnið hefur verið í samstarfi við Úganda, sem miðar að því að þjálfa starfsmenn héraðsstjórna í að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, þannig að tillit sé tekið til ólíkra hlutverka og hlutskipta kynjanna. Um 80% íbúa Úganda stunda sjálfsþurftarbúskap, sem loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á. Konur sinna þeim störfum frekar en karlar, sem oft vinna frekar utan heimilisins. Byrðar loftslagsbreytinga lenda því í ríkari mæli á konum en körlum og viðbrögð stjórnvalda þurfa að endurspegla þá staðreynd. Viðbrögð við loftslagsvánni kalla á atbeina allra, af báðum kynjum. Þar þarf að stuðla að jafnrétti og aukinni virkni kvenna. Við megum vera stolt af aðkomu Íslands við að efla hlut kvenna í þessu risavaxna hagsmunamáli alls mannkyns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga koma misjafnt niður á samfélögum og þjóðfélagshópum. Loftslagsbreytingar hafa líka ólík áhrif á kynin. Þetta á sérstaklega við í fátækari ríkjum, þar sem konur bera meginábyrgð á því að afla eldiviðar og drykkjarvatns fyrir heimilin og sinna bústörfum í meiri mæli en karlar. Þetta eru verk sem loftslagsbreytingar gera þyngri. Ísland hefur undanfarin ár haldið þessum sjónarmiðum á loft í alþjóðlegum viðræðum um Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna og er nú svo komið að kynjasjónarmið hafa verið ofin víða inn í ákvarðanir samningsins. Þetta þýðir ekki að líta eigi á konur fyrst og fremst sem þolendur loftslagsbreytinga. Konur eiga og verða að vera virkir gerendur í stefnumótun og verkefnum í loftslagsmálum. Einfalt og skýrt skref í þá átt er að tryggja jafna aðkomu kynjanna að viðræðum innan Loftslagssamningsins. Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt sérstök ákvörðun um jafnréttismál, sem gengur fyrst og fremst út á að tryggja jafna þátttöku kynjanna í samningavinnunni. Konur eru um þriðjungur fulltrúa í sendinefndum ríkja á fundum loftslagssamningsins og í forsvari fyrir aðeins fjórðung sendinefndanna. Ísland var meðal flutningsmanna tillögunnar sem var unnin að frumkvæði Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og sýnir vel hverju öflugar konur geta komið til leiðar. Orð eru til alls fyrst en aðgerða er þörf. Í Doha kynntu fulltrúar Íslands verkefni sem unnið hefur verið í samstarfi við Úganda, sem miðar að því að þjálfa starfsmenn héraðsstjórna í að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, þannig að tillit sé tekið til ólíkra hlutverka og hlutskipta kynjanna. Um 80% íbúa Úganda stunda sjálfsþurftarbúskap, sem loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á. Konur sinna þeim störfum frekar en karlar, sem oft vinna frekar utan heimilisins. Byrðar loftslagsbreytinga lenda því í ríkari mæli á konum en körlum og viðbrögð stjórnvalda þurfa að endurspegla þá staðreynd. Viðbrögð við loftslagsvánni kalla á atbeina allra, af báðum kynjum. Þar þarf að stuðla að jafnrétti og aukinni virkni kvenna. Við megum vera stolt af aðkomu Íslands við að efla hlut kvenna í þessu risavaxna hagsmunamáli alls mannkyns.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar