Barist um sjálfboðaliðastörfin hjá ÍR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2012 00:01 Það er vel mætt í Austurbergið. Mynd/Aðalsteinn Stemningin á leikjum karlaliðs ÍR í efstu deild karla í handbolta hefur vakið athygli. Fjölmargir sjálfboðaliðar koma að hverjum einasta heimaleik og áhorfendur í þétt setinni stúkunni í Austurbergi skemmta sér konunglega á heimaleikjum liðsins. Töluverð umræða hefur verið um dræma aðsókn á leiki í efstu deild karla í handbolta undanfarin misseri. Leikmenn meistaraflokks ÍR þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af dræmum stuðningi því um 500 manns að meðaltali sækja heimaleiki liðsins og láta vel heyra í sér. ÍR er nýliði í deildinni en það er svo sannarlega ekki að merkja á stemningunni á pöllunum.„Það eru margir sem koma að þessu og þetta gerist ekkert öðruvísi," segir Aðalsteinn Jóhannsson í heimaleikjaráði meistaraflokks ÍR spurður um hvernig svo vel hafi til tekist í Breiðholtinu. Ballið hafi byrjað í 1. deild á síðasta ári þegar hamborgarasala á heimaleikjum var sett í gang. „Við grilluðum 200 hamborgara ofan í liðið á klukkutíma," segir Aðalsteinn um leikdaginn þegar hamborgararnir voru kynntir til sögunnar. Þá hafi þeir gefið borgarana en í kjölfarið hafi þeir kostað 500 krónur ásamt gosi til þess að standa undir sér. „Þá fékk fólk hamborgara og gos á 500 krónur auk þess að fá frítt inn á völlinn. Þannig kom stór hópur inn í þetta," segir Aðalsteinn.Skrá sig í störf á netinu Eftir að karlaliðið tryggði sér sæti í efstu deild var ákveðið að nokkrir úr barna- og unglingaráði félagsins myndu stofna heimaleikjaráð ásamt nokkrum úr stjórn handknattleiksdeildarinnar. „Það var gert til þess að brjóta niður vegginn á milli barna- og unglingaráðs og stjórnarinnar. Við vildum mynda eitt lið, eina heild," segir Aðalsteinn en vel hefur gengið að fá sjálfboðaliða til þess að starfa á heimaleikjum karlaliðsins. Í sjálfboðaliðahópinn hafi því bæst foreldrar barna- og unglinga úr félaginu sem staðið hafa árlega fyrir fjölmennum yngri flokka mótum. ÍR-ingar nýta Facebook vel til þess að auglýsa viðburði sína og halda utan um sjálfboðaliðastarfið. Fyrir hvern heimaleik manna þeir 31 stöðugildi á leikjum karlaliðsins og þar komist færri að en vilja. Fólk skráir sig sjálft í störfin og verður að afboða sig geti það ekki staðið vaktina á næsta heimaleik. Þá komast aðrir að.Krakkarnir virkir Iðkendur úr yngri flokkum félagsins eru afar virkir á heimaleikjunum. „Til dæmis á moppunni látum við yngri flokkana skiptast á. Það er stemning að fá að taka þátt í þessu. Krakkarnir fá nafnspjald með sínu hlutverki þannig að það eru allir merktir. Þannig verður líka stemning í flokkunum hverjir fái að vera á moppunni," segir Aðalsteinn og virðist hart barist um að þurrka svita karlanna af fjölum Austurbergs. Þá leiða iðkendur einnig leikmenn liðanna inn á völlinn í aðdraganda leiksins. „Þar skiptast flokkarnir á. Síðast var 7. flokkur kvenna og þar á undan 5. flokkur kvenna. Foreldrar krakkanna sem eru að leiða inn á fá boðsmiða á völlinn. Síðan finnst foreldrunum rosalega gaman og þeir mæta aftur á næsta leik," segir Aðalsteinn sem er sjálfur aðfluttur úr Hlíðunum þar sem krakkarnir hans æfðu með Val. Honum hafði aldrei dottið í hug að mæta á leik fyrr en dóttir hans átti að leiða leikmenn inn á völlinn. Þá var ekki aftur snúið. „Það er betra að taka þátt í starfinu og láta breytingar gerast frekar en að standa fyrir utan og tuða um hvað þurfi að gera. Það virkar oft betur."Samfélag ÍR-inga á Facebook Aðalsteinn segir að fyrsta vandamálið sem blasti við honum hafi verið að yngri flokkar ÍR æfðu í fimm íþróttahúsum í Breiðholti. Starfið hafi verið sundurslitið en með Facebook-síðu félagsins hafi tekist að búa til samfélag sem tengi krakkana og foreldrana. „Við virkjum foreldrana í að taka myndir á mótunum. Það eykur umferðina og eykur við umfjöllunina. Krakkarnir merkja sig inn á myndirnar og þannig dreifist þetta. Á svona mótum eru teknar 1.500-2.000 myndir," segir Aðalsteinn sem sjálfur er duglegur að mynda á leikjum meistaraflokks. „Þá tökum við 200-600 myndir. Við erum með tvær myndavélar á ólíkum stöðum sem eru stilltar á sama tíma. Myndirnar eru svo teknar saman í eina möppu í tímaröð og þannig getum við stundum séð mismunandi sjónarhorn af brotum," segir Aðalsteinn en umferð á síðuna er mikil. „Þegar meistaraflokkur var deildarmeistari í 1. deild í vor fengum við 12 þúsund heimsóknir á Facebook-síðuna. Helgina á eftir fór 7. flokkur karla og kvenna að keppa á Selfossi og þá fengum við 17 þúsund heimsóknir."Aðsókn á heimaleiki ÍR: 29.09.2012 ÍR - Haukar 550 11.10.2012 ÍR - FH 500 08.11.2012 ÍR - HK 550 15.11.2012 ÍR - Afturelding 600 28.11.2012 ÍR - Akureyri 380 13.12.2012 ÍR - Fram 458 Aldrei upplifað svona stemmninguJón Heiðar ásamt efnilegum stelpum úr yngri flokkum ÍR.Mynd/AðalsteinnLínumaðurinn Jón Heiðar Gunnarsson var einn þeirra uppöldu ÍR-inga sem sneru aftur í raðir félagsins fyrir yfirstandandi leiktíð. „Þegar ég var í samningaviðræðum við ÍR þá töluðu þeir á þessum nótum. Menn eiga oft til að færa í stílinn en það reyndist ekki vera. Þetta kom skemmtilega á óvart," segir Jón Heiðar um stemmninguna í kringum meistaraflokk félagsins. „Ég hef spilað fyrir nokkur félög á Íslandi en aldrei áður séð aðra eins umgjörð og stemmningu. Þetta er í sérflokki," segir Jón Heiðar sem dáist greinilega að því starfi sem unnið er af sjálfboðaliðum hjá félaginu. „Ég hef aldrei séð annað eins skipurit og skipulag. Ábyrgðin dreifist á svo marga en lendir ekki á einum og tveimur eins og gerist oft í íþróttafélögum. Stöðugildin 31 fyrir hvern heimaleik1. Ábyrgðarmaður leikja 2. Umsjón með fjölmiðlum 3. Veitingar fyrir fjölmiðla 4. Ritari/leikskýrsla/Borð/Merkja klefa 5. Tímavörður 6. Moppa hægra megin 7. Moppa vinstra megin 8. Moppa á bikar-/úrslitaleikjum 9. Moppa á bikar-/úrslitaleikjum 10. Kynnir 11. Plötusnúður 12. Öryggisgæsla allra svæða og dómara 13. Öryggisgæsla á Hurð 1 14. Öryggisgæsla á Hurð 2 15. Öryggisgæsla aðkoma liða/sjónvarp 16. Öryggisgæsla hjá stuðningsmönnum ÍR 17. Öryggisgæsla hjá gestaliði 18. Öryggisgæsla í stúku á stærri leikjum 19. Öryggisgæsla á bikar-/úrslitaleikjum 20. Umsjón með inngöngu yngri flokka 21. Afgreiðsla peninga í Lúgu 1 22. Afgreiðsla korta í Lúgu 2 23. Dyravörður 24. Dyravörður 25. Afgreiðsla í sjoppu 26. Afgreiðsla í sjoppu 27. Öryggisgæsla fjölmiðla 28. Öryggisgæsla áhorfenda á svölum 29. Afgreiðsla aðgöngukorta HSÍ og gestalista 30. Umsjón með kaffi fyrir Bláu Höndina 31. Prófun netkerfis fyrir leikdag Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Stemningin á leikjum karlaliðs ÍR í efstu deild karla í handbolta hefur vakið athygli. Fjölmargir sjálfboðaliðar koma að hverjum einasta heimaleik og áhorfendur í þétt setinni stúkunni í Austurbergi skemmta sér konunglega á heimaleikjum liðsins. Töluverð umræða hefur verið um dræma aðsókn á leiki í efstu deild karla í handbolta undanfarin misseri. Leikmenn meistaraflokks ÍR þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af dræmum stuðningi því um 500 manns að meðaltali sækja heimaleiki liðsins og láta vel heyra í sér. ÍR er nýliði í deildinni en það er svo sannarlega ekki að merkja á stemningunni á pöllunum.„Það eru margir sem koma að þessu og þetta gerist ekkert öðruvísi," segir Aðalsteinn Jóhannsson í heimaleikjaráði meistaraflokks ÍR spurður um hvernig svo vel hafi til tekist í Breiðholtinu. Ballið hafi byrjað í 1. deild á síðasta ári þegar hamborgarasala á heimaleikjum var sett í gang. „Við grilluðum 200 hamborgara ofan í liðið á klukkutíma," segir Aðalsteinn um leikdaginn þegar hamborgararnir voru kynntir til sögunnar. Þá hafi þeir gefið borgarana en í kjölfarið hafi þeir kostað 500 krónur ásamt gosi til þess að standa undir sér. „Þá fékk fólk hamborgara og gos á 500 krónur auk þess að fá frítt inn á völlinn. Þannig kom stór hópur inn í þetta," segir Aðalsteinn.Skrá sig í störf á netinu Eftir að karlaliðið tryggði sér sæti í efstu deild var ákveðið að nokkrir úr barna- og unglingaráði félagsins myndu stofna heimaleikjaráð ásamt nokkrum úr stjórn handknattleiksdeildarinnar. „Það var gert til þess að brjóta niður vegginn á milli barna- og unglingaráðs og stjórnarinnar. Við vildum mynda eitt lið, eina heild," segir Aðalsteinn en vel hefur gengið að fá sjálfboðaliða til þess að starfa á heimaleikjum karlaliðsins. Í sjálfboðaliðahópinn hafi því bæst foreldrar barna- og unglinga úr félaginu sem staðið hafa árlega fyrir fjölmennum yngri flokka mótum. ÍR-ingar nýta Facebook vel til þess að auglýsa viðburði sína og halda utan um sjálfboðaliðastarfið. Fyrir hvern heimaleik manna þeir 31 stöðugildi á leikjum karlaliðsins og þar komist færri að en vilja. Fólk skráir sig sjálft í störfin og verður að afboða sig geti það ekki staðið vaktina á næsta heimaleik. Þá komast aðrir að.Krakkarnir virkir Iðkendur úr yngri flokkum félagsins eru afar virkir á heimaleikjunum. „Til dæmis á moppunni látum við yngri flokkana skiptast á. Það er stemning að fá að taka þátt í þessu. Krakkarnir fá nafnspjald með sínu hlutverki þannig að það eru allir merktir. Þannig verður líka stemning í flokkunum hverjir fái að vera á moppunni," segir Aðalsteinn og virðist hart barist um að þurrka svita karlanna af fjölum Austurbergs. Þá leiða iðkendur einnig leikmenn liðanna inn á völlinn í aðdraganda leiksins. „Þar skiptast flokkarnir á. Síðast var 7. flokkur kvenna og þar á undan 5. flokkur kvenna. Foreldrar krakkanna sem eru að leiða inn á fá boðsmiða á völlinn. Síðan finnst foreldrunum rosalega gaman og þeir mæta aftur á næsta leik," segir Aðalsteinn sem er sjálfur aðfluttur úr Hlíðunum þar sem krakkarnir hans æfðu með Val. Honum hafði aldrei dottið í hug að mæta á leik fyrr en dóttir hans átti að leiða leikmenn inn á völlinn. Þá var ekki aftur snúið. „Það er betra að taka þátt í starfinu og láta breytingar gerast frekar en að standa fyrir utan og tuða um hvað þurfi að gera. Það virkar oft betur."Samfélag ÍR-inga á Facebook Aðalsteinn segir að fyrsta vandamálið sem blasti við honum hafi verið að yngri flokkar ÍR æfðu í fimm íþróttahúsum í Breiðholti. Starfið hafi verið sundurslitið en með Facebook-síðu félagsins hafi tekist að búa til samfélag sem tengi krakkana og foreldrana. „Við virkjum foreldrana í að taka myndir á mótunum. Það eykur umferðina og eykur við umfjöllunina. Krakkarnir merkja sig inn á myndirnar og þannig dreifist þetta. Á svona mótum eru teknar 1.500-2.000 myndir," segir Aðalsteinn sem sjálfur er duglegur að mynda á leikjum meistaraflokks. „Þá tökum við 200-600 myndir. Við erum með tvær myndavélar á ólíkum stöðum sem eru stilltar á sama tíma. Myndirnar eru svo teknar saman í eina möppu í tímaröð og þannig getum við stundum séð mismunandi sjónarhorn af brotum," segir Aðalsteinn en umferð á síðuna er mikil. „Þegar meistaraflokkur var deildarmeistari í 1. deild í vor fengum við 12 þúsund heimsóknir á Facebook-síðuna. Helgina á eftir fór 7. flokkur karla og kvenna að keppa á Selfossi og þá fengum við 17 þúsund heimsóknir."Aðsókn á heimaleiki ÍR: 29.09.2012 ÍR - Haukar 550 11.10.2012 ÍR - FH 500 08.11.2012 ÍR - HK 550 15.11.2012 ÍR - Afturelding 600 28.11.2012 ÍR - Akureyri 380 13.12.2012 ÍR - Fram 458 Aldrei upplifað svona stemmninguJón Heiðar ásamt efnilegum stelpum úr yngri flokkum ÍR.Mynd/AðalsteinnLínumaðurinn Jón Heiðar Gunnarsson var einn þeirra uppöldu ÍR-inga sem sneru aftur í raðir félagsins fyrir yfirstandandi leiktíð. „Þegar ég var í samningaviðræðum við ÍR þá töluðu þeir á þessum nótum. Menn eiga oft til að færa í stílinn en það reyndist ekki vera. Þetta kom skemmtilega á óvart," segir Jón Heiðar um stemmninguna í kringum meistaraflokk félagsins. „Ég hef spilað fyrir nokkur félög á Íslandi en aldrei áður séð aðra eins umgjörð og stemmningu. Þetta er í sérflokki," segir Jón Heiðar sem dáist greinilega að því starfi sem unnið er af sjálfboðaliðum hjá félaginu. „Ég hef aldrei séð annað eins skipurit og skipulag. Ábyrgðin dreifist á svo marga en lendir ekki á einum og tveimur eins og gerist oft í íþróttafélögum. Stöðugildin 31 fyrir hvern heimaleik1. Ábyrgðarmaður leikja 2. Umsjón með fjölmiðlum 3. Veitingar fyrir fjölmiðla 4. Ritari/leikskýrsla/Borð/Merkja klefa 5. Tímavörður 6. Moppa hægra megin 7. Moppa vinstra megin 8. Moppa á bikar-/úrslitaleikjum 9. Moppa á bikar-/úrslitaleikjum 10. Kynnir 11. Plötusnúður 12. Öryggisgæsla allra svæða og dómara 13. Öryggisgæsla á Hurð 1 14. Öryggisgæsla á Hurð 2 15. Öryggisgæsla aðkoma liða/sjónvarp 16. Öryggisgæsla hjá stuðningsmönnum ÍR 17. Öryggisgæsla hjá gestaliði 18. Öryggisgæsla í stúku á stærri leikjum 19. Öryggisgæsla á bikar-/úrslitaleikjum 20. Umsjón með inngöngu yngri flokka 21. Afgreiðsla peninga í Lúgu 1 22. Afgreiðsla korta í Lúgu 2 23. Dyravörður 24. Dyravörður 25. Afgreiðsla í sjoppu 26. Afgreiðsla í sjoppu 27. Öryggisgæsla fjölmiðla 28. Öryggisgæsla áhorfenda á svölum 29. Afgreiðsla aðgöngukorta HSÍ og gestalista 30. Umsjón með kaffi fyrir Bláu Höndina 31. Prófun netkerfis fyrir leikdag
Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira