„Við erum reykingaþjóð“ Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 12. desember 2012 06:00 Árið 1989 reyktu 32% Íslendinga og 366 dauðsföll á ári mátti rekja beint til reykinga. Árið 2011 var hlutfallið komið niður í 14,5% og dauðsföll á ári 263. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, farið var í markvissar aðgerðir og átak gert í forvarnarstarfi af því að við vildum ekki vera reykingaþjóð. Enginn stóð upp og sagði: „Við erum reykingaþjóð“ eða „Þjóðin hefur valið sígarettuna!“ Flestir sáu það að reykingar voru orðnar gríðarlegt heilsufarsvandamál og að óbreytt ástand væri ekki í boði. Á Íslandi þjást 19% karla og 23% kvenna af offitu. Þessi árangur skilar okkur 6. sæti á heimslistanum yfir feitustu þjóðirnar. Árið 1990 voru þessar tölur töluvert aðrar, en þá var þessi hópur 7% karla og 9% kvenna. Íslendingar hreyfa sig auk þess alltof lítið og auka þannig enn á hættu á sjúkdómum tengdum ofeldi og hreyfingarleysi. Árið 1990 var einkabílaeign landsmanna 470 bílar á hverja 1.000 íbúa, fólk gekk og notaði almenningssamgöngur meira. Árið 2011 var einkabílaeignin komin í 650 bíla á hverja 1.000 íbúa og 72% allra ferða í borginni voru farnar á einkabíl. Vitundarvakning Ákveðin vitundarvakning hefur orðið upp á síðkastið á mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Hreyfingarleysi veldur nú eins mörgum dauðsföllum í heiminum og reykingar. Talið er að 5,3 milljónir láti lífið árlega í heiminum af völdum hreyfingarleysis og hreyfingarleysi er flokkað sem faraldur. Það þarf ekki mikið til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum hreyfingarleysis. Talið er að þrjátíu mínútur af göngu á dag nægi til að sporna við alvarlegustu afleiðingunum. Þessar þrjátíu mínútur mega skiptast upp í tvo til þrjá styttri göngutúra. Það er ekki eðlilegt að við segjum stolt „Við erum bílaþjóð“ vitandi það hversu slæm áhrif þessi óhóflega bílnotkun er að hafa á okkar heilsu. Við eigum ekki að vera stolt af því að vera feit og óheilbrigð, við eigum ekki að vera stolt af þeim ótímabæru dauðsföllum sem verða á hverju ári. Meirihlutinn í Reykjavík hefur verið sakaður um að vera í aðför að einkabílnum. Valdar götur í miðborginni hafa orðið göngugötur, fjárfest hefur verið í hjólastígum og gjaldskylda á bílastæðum hefur verið aukin. Nú tölum við fyrir breyttum ferðavenjum í tengslum við uppbyggingu nýs spítala og þar verða öll stæði gjaldskyld. Reykjavíkurborg sem stjórnvald á að þora að grípa inn í og fara í aðgerðir til þess að fólk gangi og hjóli meira. Það þarf kannski ekki að fara í aðför að einkabílnum, en það þarf að fara í aðför að þessari alltof miklu notkun. Við erum ekki bílaþjóð frekar en að við erum reykingaþjóð. Við eigum að vilja vera heilbrigð þjóð sem gefur fólki tækifæri á að lifa heilbrigðu lífi í heilbrigðu umhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Árið 1989 reyktu 32% Íslendinga og 366 dauðsföll á ári mátti rekja beint til reykinga. Árið 2011 var hlutfallið komið niður í 14,5% og dauðsföll á ári 263. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, farið var í markvissar aðgerðir og átak gert í forvarnarstarfi af því að við vildum ekki vera reykingaþjóð. Enginn stóð upp og sagði: „Við erum reykingaþjóð“ eða „Þjóðin hefur valið sígarettuna!“ Flestir sáu það að reykingar voru orðnar gríðarlegt heilsufarsvandamál og að óbreytt ástand væri ekki í boði. Á Íslandi þjást 19% karla og 23% kvenna af offitu. Þessi árangur skilar okkur 6. sæti á heimslistanum yfir feitustu þjóðirnar. Árið 1990 voru þessar tölur töluvert aðrar, en þá var þessi hópur 7% karla og 9% kvenna. Íslendingar hreyfa sig auk þess alltof lítið og auka þannig enn á hættu á sjúkdómum tengdum ofeldi og hreyfingarleysi. Árið 1990 var einkabílaeign landsmanna 470 bílar á hverja 1.000 íbúa, fólk gekk og notaði almenningssamgöngur meira. Árið 2011 var einkabílaeignin komin í 650 bíla á hverja 1.000 íbúa og 72% allra ferða í borginni voru farnar á einkabíl. Vitundarvakning Ákveðin vitundarvakning hefur orðið upp á síðkastið á mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Hreyfingarleysi veldur nú eins mörgum dauðsföllum í heiminum og reykingar. Talið er að 5,3 milljónir láti lífið árlega í heiminum af völdum hreyfingarleysis og hreyfingarleysi er flokkað sem faraldur. Það þarf ekki mikið til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum hreyfingarleysis. Talið er að þrjátíu mínútur af göngu á dag nægi til að sporna við alvarlegustu afleiðingunum. Þessar þrjátíu mínútur mega skiptast upp í tvo til þrjá styttri göngutúra. Það er ekki eðlilegt að við segjum stolt „Við erum bílaþjóð“ vitandi það hversu slæm áhrif þessi óhóflega bílnotkun er að hafa á okkar heilsu. Við eigum ekki að vera stolt af því að vera feit og óheilbrigð, við eigum ekki að vera stolt af þeim ótímabæru dauðsföllum sem verða á hverju ári. Meirihlutinn í Reykjavík hefur verið sakaður um að vera í aðför að einkabílnum. Valdar götur í miðborginni hafa orðið göngugötur, fjárfest hefur verið í hjólastígum og gjaldskylda á bílastæðum hefur verið aukin. Nú tölum við fyrir breyttum ferðavenjum í tengslum við uppbyggingu nýs spítala og þar verða öll stæði gjaldskyld. Reykjavíkurborg sem stjórnvald á að þora að grípa inn í og fara í aðgerðir til þess að fólk gangi og hjóli meira. Það þarf kannski ekki að fara í aðför að einkabílnum, en það þarf að fara í aðför að þessari alltof miklu notkun. Við erum ekki bílaþjóð frekar en að við erum reykingaþjóð. Við eigum að vilja vera heilbrigð þjóð sem gefur fólki tækifæri á að lifa heilbrigðu lífi í heilbrigðu umhverfi.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar