Feluleikur Þórður Snær Júlíusson skrifar 12. desember 2012 06:00 Flestir sérfræðingar virðast telja það blasa við að krónan muni veikjast umtalsvert við afléttingu gjaldeyrishaftanna, sem samkvæmt lögum eiga að lyftast í lok næsta árs. Slík veiking myndi hafa áhrif á getu þeirra sem eru með tekjur í íslenskum krónum að ráða við erlendar skuldir sínar. Þar á meðal eru opinber íslensk fyrirtæki, sveitarfélög og auðvitað ríkissjóður. Verð á innfluttum vörum myndi auk þess hækka sem myndi valda aukinni verðbólgu og þar af leiðandi hækkun á öllum verðtryggðum skuldum. Ef fall krónunnar yrði mikið þá er ljóst að margar þær sértæku skuldaaðgerðir sem ráðist hefur verið í eftir bankahrunið, gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum, væru fyrir bí. Skuldirnar yrðu aftur orðnar það miklu hærri en eignirnar að hvati til að borga áfram af þeim myndi hverfa. Til viðbótar eru lífeyrisgreiðslur verðtryggðar með lögum og skuldbindingar vegna þeirra myndu hækka umtalsvert. Auk þess myndi byggingakostnaður hækka sem myndi hamla því að framboð íbúðarhúsnæðis héldi í við fyrirsjáanlega eftirspurn. Auðvitað eru síðan gríðarlega margir milljarðar í eigu útlendinga og Íslendinga sem myndu láta sig hverfa út úr hagkerfinu við fyrsta mögulega tækifæri, ryksuga upp gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar í leiðinni og setja hana í stöðu sem léti síðustu fjögur ár líta út eins og góðæri. Höftin eru því ekki á förum um fyrirsjáanlega framtíð. Það er staðreynd sem við verðum að sætta okkur við. Jafn ljóst er að nýta þarf þann tíma sem þau hanga uppi til að taka almennilega til í efnahagsmálum þjóðarinnar. Lars Christensen, greinandi hjá Danske Bank, fjallaði um það í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Þar sagði hann að skilja þyrfti á milli peningamála og efnahagsmála. Að mati Christensens á „það ekki að vera viðfangsefni peningamála að taka á gjaldfærnisvandamálum heimila, fyrirtækja eða opinberra aðila. Það á að vera viðfangsefni efnahagsmála. Það þarf að taka ákvörðun um hvort viðkomandi aðili sé lífvænlegur og hvort það eigi að leggja honum til meira fé. Það á ekki að halda honum lifandi með peningamálastefnu. Þá yrði uppi svipað ástand og var í Japan í um áratug þar sem uppvakningsbönkum var haldið á lífi í stað þess að tekið væri á undirliggjandi vandamálum þeirra. Ef heimilum, fyrirtækjum og opinberum aðilum er haldið lifandi með gjaldeyrishöftum þá er verið að fela vandann í stað þess að taka á honum. Það græðir enginn á því“. Þetta er hárrétt hjá Christensen. Það má ekki fela efnahagsleg vandamál með peningamálastefnu. Það verður að vinna í of mikilli skuldsetningu íslenskra fyrirtækja og of mikilli skuldsetningu sumra íslenskra heimila hið fyrsta með sértækum aðgerðum. Kalt hagsmunamat verður að fara fram um hvort það borgi sig að skrifa niður skuldir þeirra frekar eða ganga á veðin sem eru til staðar fyrir skuldunum. Samhliða verður hið opinbera að ganga frá mörgum sinna mála. Það á ekki að nota höftin til að fela þessi vandamál. Þá er alltaf hætta á því að þegar snjóhengjan er loks bráðnuð muni alls kyns heimatilbúin vandræði standa í vegi fyrir því að við getum tekið haftalaust aftur þátt í alþjóðlegum veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Flestir sérfræðingar virðast telja það blasa við að krónan muni veikjast umtalsvert við afléttingu gjaldeyrishaftanna, sem samkvæmt lögum eiga að lyftast í lok næsta árs. Slík veiking myndi hafa áhrif á getu þeirra sem eru með tekjur í íslenskum krónum að ráða við erlendar skuldir sínar. Þar á meðal eru opinber íslensk fyrirtæki, sveitarfélög og auðvitað ríkissjóður. Verð á innfluttum vörum myndi auk þess hækka sem myndi valda aukinni verðbólgu og þar af leiðandi hækkun á öllum verðtryggðum skuldum. Ef fall krónunnar yrði mikið þá er ljóst að margar þær sértæku skuldaaðgerðir sem ráðist hefur verið í eftir bankahrunið, gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum, væru fyrir bí. Skuldirnar yrðu aftur orðnar það miklu hærri en eignirnar að hvati til að borga áfram af þeim myndi hverfa. Til viðbótar eru lífeyrisgreiðslur verðtryggðar með lögum og skuldbindingar vegna þeirra myndu hækka umtalsvert. Auk þess myndi byggingakostnaður hækka sem myndi hamla því að framboð íbúðarhúsnæðis héldi í við fyrirsjáanlega eftirspurn. Auðvitað eru síðan gríðarlega margir milljarðar í eigu útlendinga og Íslendinga sem myndu láta sig hverfa út úr hagkerfinu við fyrsta mögulega tækifæri, ryksuga upp gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar í leiðinni og setja hana í stöðu sem léti síðustu fjögur ár líta út eins og góðæri. Höftin eru því ekki á förum um fyrirsjáanlega framtíð. Það er staðreynd sem við verðum að sætta okkur við. Jafn ljóst er að nýta þarf þann tíma sem þau hanga uppi til að taka almennilega til í efnahagsmálum þjóðarinnar. Lars Christensen, greinandi hjá Danske Bank, fjallaði um það í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Þar sagði hann að skilja þyrfti á milli peningamála og efnahagsmála. Að mati Christensens á „það ekki að vera viðfangsefni peningamála að taka á gjaldfærnisvandamálum heimila, fyrirtækja eða opinberra aðila. Það á að vera viðfangsefni efnahagsmála. Það þarf að taka ákvörðun um hvort viðkomandi aðili sé lífvænlegur og hvort það eigi að leggja honum til meira fé. Það á ekki að halda honum lifandi með peningamálastefnu. Þá yrði uppi svipað ástand og var í Japan í um áratug þar sem uppvakningsbönkum var haldið á lífi í stað þess að tekið væri á undirliggjandi vandamálum þeirra. Ef heimilum, fyrirtækjum og opinberum aðilum er haldið lifandi með gjaldeyrishöftum þá er verið að fela vandann í stað þess að taka á honum. Það græðir enginn á því“. Þetta er hárrétt hjá Christensen. Það má ekki fela efnahagsleg vandamál með peningamálastefnu. Það verður að vinna í of mikilli skuldsetningu íslenskra fyrirtækja og of mikilli skuldsetningu sumra íslenskra heimila hið fyrsta með sértækum aðgerðum. Kalt hagsmunamat verður að fara fram um hvort það borgi sig að skrifa niður skuldir þeirra frekar eða ganga á veðin sem eru til staðar fyrir skuldunum. Samhliða verður hið opinbera að ganga frá mörgum sinna mála. Það á ekki að nota höftin til að fela þessi vandamál. Þá er alltaf hætta á því að þegar snjóhengjan er loks bráðnuð muni alls kyns heimatilbúin vandræði standa í vegi fyrir því að við getum tekið haftalaust aftur þátt í alþjóðlegum veruleika.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun