Helstu átakamál samfélagsins má rekja til íslensku krónunnar 7. desember 2012 06:00 Upphrópanir um reikningaskil milli kynslóða eru ekki nýlunda á Íslandi. Meðal þess sem rætt hefur verið um í því sambandi er kynslóðin sem fékk lánin sín að gjöf, þ.e. að þeir sem voru í réttum stjórnmálaflokkum á árunum fyrir verðtryggingu gátu margir hverjir fengið óverðtryggð „lán“ til kaupa á íbúð sem þeir þurftu aldrei að borga til baka nema að óverulegu leyti, þar sem verðbólgan sá um að gera lánin verðlaus áður en þau voru að fullu greidd. Nefna má „Sigtúnshópinn“ sem kom fram í byrjun níunda áratugarins þegar fyrst opinberuðust, eftir að verðtrygging var heimiluð 1978, þau vandkvæði sem stafa af því þegar misgengi verður milli lánskjara og launa. Þá, eins og nú, var minnt á kynslóðina á undan sem ekki þurfti að greiða lánin sín til baka nema að litlu leyti. Einnig má minna á baráttu námsmanna, um miðjan áttunda áratuginn, fyrir verðtryggingu námslána sem var fyrst og fremst barátta fyrir því að fjármunir fengjust í Lánasjóð námsmanna og fleirum yrði gert kleift að stunda nám. Ekki hvarflaði að neinum að þau lán ættu að vera gjafir til námsmanna. Lánin árin á undan voru óverðtryggð með 3% föstum vöxtum.Notum kraftana í uppbyggilegri viðfangsefni Eitt eiga þessi misklíðarefni öll sameiginlegt; alltaf er verið að takast á við afleiðingar sem rekja má beint til íslensku krónunnar og þeirrar hagstjórnar sem hún endurspeglar. Meðan við höfum gjaldmiðil sem er alltaf afgangsstærð í hagstjórn, þ.e. stærð sem er látin gefa eftir þegar hagstjórnin hefur reynst stjórnmálamönnunum ofviða, þá verður krónan í senn orsök og afleiðing lélegrar hagstjórnar. Það jákvæða sem gæti mögulega komið út úr slíkri kynslóðatogstreitu, líkt og þeirri sem nú er uppi, væri ef við berum gæfu til að leita leiða til að losna við orsök deilnanna, íslensku krónuna. Hvað mundum við, sem meðlimir í einhverjum félagsskap, gera ef við stæðum frammi fyrir slíkum friðarspilli með reglulegu millibili? Mundum við ekki leita leiða sem myndu losa okkur undan því að þurfa að eyða kröftunum í jafn miður skemmtileg viðfangsefni? Í öllum venjulegum samtökum hlytum við að spyrja okkur hvort ekki væri til félagsskapur sem við gætum átt aðild að, þar sem búið væri að leysa þau vandamál sem rekja má til íslensku krónunnar og við gætum snúið okkur að öðrum og uppbyggilegri verkefnum. Umræða um mun kynslóðanna skilar okkur litlu til framtíðar og þessi umræða spinnst öll vegna þeirrar markleysu sem íslenska krónan er. Meðal þeirra skilyrða sem gjaldmiðlar þurfa að uppfylla til að geta talist þjóna hlutverki sínu er að gjaldmiðill þarf bæði að vera áreiðanleg mælieining og ekki síður leið til að geyma verðmæti. Hvorugt þessara skilyrða uppfyllir íslenska krónan. Gjaldmiðlar rísa undir nafni þegar þeir ýta undir ráðdeild og hagsýni og notendur þeirra fá notið erfiðis síns og fórna. Gjaldmiðill er því aðeins raunverulegur að ekki sé reglulega sagt við okkur „allt í plati“ og allar áætlanir um sparnað eða fjárfestingar hrynja vegna hins síbreytilega verðmætis hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Upphrópanir um reikningaskil milli kynslóða eru ekki nýlunda á Íslandi. Meðal þess sem rætt hefur verið um í því sambandi er kynslóðin sem fékk lánin sín að gjöf, þ.e. að þeir sem voru í réttum stjórnmálaflokkum á árunum fyrir verðtryggingu gátu margir hverjir fengið óverðtryggð „lán“ til kaupa á íbúð sem þeir þurftu aldrei að borga til baka nema að óverulegu leyti, þar sem verðbólgan sá um að gera lánin verðlaus áður en þau voru að fullu greidd. Nefna má „Sigtúnshópinn“ sem kom fram í byrjun níunda áratugarins þegar fyrst opinberuðust, eftir að verðtrygging var heimiluð 1978, þau vandkvæði sem stafa af því þegar misgengi verður milli lánskjara og launa. Þá, eins og nú, var minnt á kynslóðina á undan sem ekki þurfti að greiða lánin sín til baka nema að litlu leyti. Einnig má minna á baráttu námsmanna, um miðjan áttunda áratuginn, fyrir verðtryggingu námslána sem var fyrst og fremst barátta fyrir því að fjármunir fengjust í Lánasjóð námsmanna og fleirum yrði gert kleift að stunda nám. Ekki hvarflaði að neinum að þau lán ættu að vera gjafir til námsmanna. Lánin árin á undan voru óverðtryggð með 3% föstum vöxtum.Notum kraftana í uppbyggilegri viðfangsefni Eitt eiga þessi misklíðarefni öll sameiginlegt; alltaf er verið að takast á við afleiðingar sem rekja má beint til íslensku krónunnar og þeirrar hagstjórnar sem hún endurspeglar. Meðan við höfum gjaldmiðil sem er alltaf afgangsstærð í hagstjórn, þ.e. stærð sem er látin gefa eftir þegar hagstjórnin hefur reynst stjórnmálamönnunum ofviða, þá verður krónan í senn orsök og afleiðing lélegrar hagstjórnar. Það jákvæða sem gæti mögulega komið út úr slíkri kynslóðatogstreitu, líkt og þeirri sem nú er uppi, væri ef við berum gæfu til að leita leiða til að losna við orsök deilnanna, íslensku krónuna. Hvað mundum við, sem meðlimir í einhverjum félagsskap, gera ef við stæðum frammi fyrir slíkum friðarspilli með reglulegu millibili? Mundum við ekki leita leiða sem myndu losa okkur undan því að þurfa að eyða kröftunum í jafn miður skemmtileg viðfangsefni? Í öllum venjulegum samtökum hlytum við að spyrja okkur hvort ekki væri til félagsskapur sem við gætum átt aðild að, þar sem búið væri að leysa þau vandamál sem rekja má til íslensku krónunnar og við gætum snúið okkur að öðrum og uppbyggilegri verkefnum. Umræða um mun kynslóðanna skilar okkur litlu til framtíðar og þessi umræða spinnst öll vegna þeirrar markleysu sem íslenska krónan er. Meðal þeirra skilyrða sem gjaldmiðlar þurfa að uppfylla til að geta talist þjóna hlutverki sínu er að gjaldmiðill þarf bæði að vera áreiðanleg mælieining og ekki síður leið til að geyma verðmæti. Hvorugt þessara skilyrða uppfyllir íslenska krónan. Gjaldmiðlar rísa undir nafni þegar þeir ýta undir ráðdeild og hagsýni og notendur þeirra fá notið erfiðis síns og fórna. Gjaldmiðill er því aðeins raunverulegur að ekki sé reglulega sagt við okkur „allt í plati“ og allar áætlanir um sparnað eða fjárfestingar hrynja vegna hins síbreytilega verðmætis hans.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar