Enn betri reglugerð Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. desember 2012 07:00 Árið 2010 hófst endurskoðun byggingarreglugerðar á grundvelli nýrra mannvirkjalaga en í nefndinni áttu sæti einn verkfræðingur og tveir arkitektar. Því næst voru 60 sérfræðingar tilnefndir af rúmlega 15 hagsmunaaðilum og átta samráðshópar fjölluðu um mismunandi kafla en í hverjum hópi voru haldnir minnst átta fundir. Um er að ræða yfirgripsmikið verk sem margir hafa komið að og lá reglugerðin fyrir um síðustu áramót í núverandi mynd. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi og brýnt að vel takist til. Reglugerðin endurspeglar metnað, ekki síst í þágu algildrar hönnunar og aðgengis eins og best gerist. Hljóðvistarkröfur eru auknar og áhersla á gæði og eftirlit eykst til muna. Sérstakan kafla er að finna um stúdentaíbúðir sem gegna óumdeilanlega sérstöðu á íbúðamarkaði. Á yfirstandandi ári hafa fjölmargir kynningarfundir verið haldnir og mikil umræða hefur orðið um reglugerðina í fjölmiðlum og meðal hagsmunasamtaka. Þetta er vel og er mikilvægt að hlusta eftir þeim röddum sem fram hafa komið. Ég tel í því ljósi rétt að gera nokkrar vel rökstuddar breytingar á reglugerðinni, bæði efnislegar en ekki síður tæknilegar, sem og breytingar er varða nálgun og sveigjanleika. Með þessum breytingum er þess vænst að kostnaðaraukinn sem af heildarendurskoðuninni stafar verði í lágmarki. Ég hef tekið ákvörðun um að endurskoða ákvæði er varða einangrun byggingarhluta en umræðan hefur leitt í ljós að meiri tíma þarf til samráðs áður en frekari skref verði tekin í átt að betri nýtingu orkuauðlinda okkar varðandi húshitun. Einnig verður liðkað enn frekar fyrir ákvæðum um rýmisstærðir svo að hægt sé að byggja minni íbúðir. Almennt má segja að breytingarnar feli í sér meiri sveigjanleika fyrir hönnuði og arkitekta til að ná markmiðum um algilda hönnun og aðgengi. Í umræðunni hefur sérstaklega borið á áhyggjum af kostnaðarauka vegna ákvæða um algilda hönnun en með breytingunum verða þau ákvæði skýrð betur og lagfærð til að auka hagkvæmni og tryggja skýrleika og skilvirkni og draga úr kostnaðaráhrifum. Ég vænti þess að þeir fjölmörgu aðilar sem styðjast við byggingarreglugerð í sínu daglega starfi taki höndum saman um að framkvæmdin verði til góðs fyrir almannahagsmuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Árið 2010 hófst endurskoðun byggingarreglugerðar á grundvelli nýrra mannvirkjalaga en í nefndinni áttu sæti einn verkfræðingur og tveir arkitektar. Því næst voru 60 sérfræðingar tilnefndir af rúmlega 15 hagsmunaaðilum og átta samráðshópar fjölluðu um mismunandi kafla en í hverjum hópi voru haldnir minnst átta fundir. Um er að ræða yfirgripsmikið verk sem margir hafa komið að og lá reglugerðin fyrir um síðustu áramót í núverandi mynd. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi og brýnt að vel takist til. Reglugerðin endurspeglar metnað, ekki síst í þágu algildrar hönnunar og aðgengis eins og best gerist. Hljóðvistarkröfur eru auknar og áhersla á gæði og eftirlit eykst til muna. Sérstakan kafla er að finna um stúdentaíbúðir sem gegna óumdeilanlega sérstöðu á íbúðamarkaði. Á yfirstandandi ári hafa fjölmargir kynningarfundir verið haldnir og mikil umræða hefur orðið um reglugerðina í fjölmiðlum og meðal hagsmunasamtaka. Þetta er vel og er mikilvægt að hlusta eftir þeim röddum sem fram hafa komið. Ég tel í því ljósi rétt að gera nokkrar vel rökstuddar breytingar á reglugerðinni, bæði efnislegar en ekki síður tæknilegar, sem og breytingar er varða nálgun og sveigjanleika. Með þessum breytingum er þess vænst að kostnaðaraukinn sem af heildarendurskoðuninni stafar verði í lágmarki. Ég hef tekið ákvörðun um að endurskoða ákvæði er varða einangrun byggingarhluta en umræðan hefur leitt í ljós að meiri tíma þarf til samráðs áður en frekari skref verði tekin í átt að betri nýtingu orkuauðlinda okkar varðandi húshitun. Einnig verður liðkað enn frekar fyrir ákvæðum um rýmisstærðir svo að hægt sé að byggja minni íbúðir. Almennt má segja að breytingarnar feli í sér meiri sveigjanleika fyrir hönnuði og arkitekta til að ná markmiðum um algilda hönnun og aðgengi. Í umræðunni hefur sérstaklega borið á áhyggjum af kostnaðarauka vegna ákvæða um algilda hönnun en með breytingunum verða þau ákvæði skýrð betur og lagfærð til að auka hagkvæmni og tryggja skýrleika og skilvirkni og draga úr kostnaðaráhrifum. Ég vænti þess að þeir fjölmörgu aðilar sem styðjast við byggingarreglugerð í sínu daglega starfi taki höndum saman um að framkvæmdin verði til góðs fyrir almannahagsmuni.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun