Um stöðvun viðskipta Baldur Thorlacius skrifar 4. desember 2012 06:00 Á síðustu vikum hefur Kauphöllin í tvígang gripið til þess ráðs að stöðva viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs. Í seinna skiptið var það gert í kjölfar viðtals við þingmann í erlendum fjölmiðli, þar sem fram kom að ríkið þyrfti að endursemja um skilmála skuldabréfanna. Ummælin voru birt á sama tíma og ríkisstjórnin fundaði um fjárhagsstöðu og málefni Íbúðalánasjóðs. Fjárhagsstaðan var öllum ljós fyrir fundinn, en markaðsaðilar biðu með mikilli eftirvæntingu eftir fregnum af því hvort ríkisstjórnin hygðist grípa til aðgerða til þess að draga úr skuldbindingu ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Þegar ummæli þingmannsins, sem jafnframt er formaður nefndar sem fer með ákveðin málefni Íbúðalánasjóðs, birtust á miðjum ríkisstjórnarfundi gat enginn gefið sér að þau byggðu einungis á hugmyndum og vangaveltum þingmannsins. Tímasetning ummælanna gat einmitt gefið til kynna að þau byggðu á stefnu ríkisstjórnarinnar, sem hefði jafnvel getað þýtt að í þeim fælust innherjaupplýsingar. Af þeirri ástæðu voru ummælin óheppileg, óháð því hvort umræddur þingmaður hafi búið yfir innherjaupplýsingum eða ekki. Óvissa ríkti um að jafnræði fjárfesta um aðgang að innherjaupplýsingum væri tryggt og því var ekki annað hægt en að stöðva viðskipti þar til tilkynnt hafði verið um niðurstöður fundarins með fullnægjandi hætti.Ákveðinn misskilningur Þar sem ákveðinn misskilningur virðist hafa ríkt meðal almennings um forsendur stöðvunarinnar verður hér farið stuttlega yfir það verklag og þær reglur sem kauphallir byggja slíkar ákvarðanir að jafnaði á. Stöðvun viðskipta er ekki framkvæmd sem einhvers konar refsing við því að verðmótandi upplýsingum hafi verið komið á framfæri og markmiðið með slíkri aðgerð er aldrei að koma í veg fyrir umræðu. Þvert á móti er hún framkvæmd til þess að allir geti fengið aðgang að slíkum upplýsingum og viðskipti átt sér stað á jafnræðisgrundvelli. Með verðmótandi upplýsingum er í stuttu máli átt við upplýsingar sem gætu skipt fjárfesta máli við mat þeirra á virði viðkomandi verðbréfa. Upplýst umræða um verðbréf á markaði er nauðsynleg, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, svo lengi sem tryggt er að upplýsingarnar sem hún byggir á hafi verið birtar á jafnræðisgrundvelli. Á jafnræðisgrundvelli þýðir að slíkar upplýsingar eiga að birtast öllum almenningi samtímis, í gegnum þar til gert fréttakerfi sem samþykkt hefur verið af Fjármálaeftirlitinu og dreifir upplýsingunum til alþjóðlegra fréttaveita og allra helstu fjölmiðla samtímis. Hafi verðmótandi upplýsingar ekki verið gerðar opinberar með viðeigandi hætti, jafnvel þó þær hafi verið birtar í fjölmiðlum eða ræddar á opinberum vettvangi, geta þær talist innherjaupplýsingar. Aðilar sem ætla mætti að gætu búið yfir innherjaupplýsingum, þ. á m. opinberir embættismenn, ættu því að taka mið af aðstæðum þegar þeir fjalla um málefni sem tengjast skráðum verðbréfum.Standa vörð um leikreglur Á grundvelli þess gagnsæis sem regluverkinu er ætlað að tryggja geta fjárfestar ákveðið að kaupa eða selja verðbréf, vitandi að jafnræði um aðgang að verðmótandi upplýsingum á að vera tryggt og að brot gegn þeirri jafnræðisreglu gætu varðað við lög og jafnvel fangelsisdóm. Markmiðið með regluverkinu er fyrst og fremst að tryggja að allir sitji við sama borð og þar með vernda hag þeirra sem koma með beinum eða óbeinum hætti að markaðnum. Í þessu felst rík fjárfestavernd sem getur aukið eftirspurn eftir skráðum verðbréfum og fyrir vikið geta útgefendur slíkra verðbréfa fjármagnað sig með hagstæðari hætti en ella, þ. á m. íslenska ríkið. Af þessum ástæðum kappkosta kauphallir og aðrir eftirlitsaðilar með verðbréfamörkuðum að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að standa vörð um leikreglur markaðsins. Eitt af þeim úrræðum sem fjármálaeftirlit og kauphallir geta gripið til í því samhengi er að stöðva viðskipti. Forsenda fyrir stöðvun viðskipta getur t.a.m. verið til staðar ef verðmyndun er af einhverri ástæðu óviss eða ef grunur er um að aðilar á markaði búi ekki við jafnan aðgang að innherjaupplýsingum. Grunur um ójafnræði getur skapað óróa sem dregur úr trausti og trúverðugleika markaðsins, jafnvel óháð því hvort raunverulegt ójafnræði hafi verið til staðar. Viðskipti geta þá verið stöðvuð þar til útgefandi hefur birt fréttatilkynningu sem fullnægir gagnsæiskröfum markaðsins, eða óvissu hefur verið aflétt með öðrum hætti. Stöðvun viðskipta er þó einungis framkvæmd í undantekningartilfellum. Um leið og traust á markaðnum dvínar getur kostnaður við fjármögnun hækkað. Til að setja þetta í samhengi má benda á að frá árinu 2009 hafa ríkið og Íbúðalánasjóður samtals gefið út skuldabréf og víxla fyrir rúmlega 1.400 milljarða kr. (heimild: Seðlabanki Íslands). Vaxtakjör þurfa ekki að breytast mikið til þess að viðbótarkostnaður af slíkri upphæð hlaupi á mörgum milljörðum og því hljóta allir að geta verið sammála um að trúverðugleiki markaðsins er ekki einkamál „markaðsmanna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur Kauphöllin í tvígang gripið til þess ráðs að stöðva viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs. Í seinna skiptið var það gert í kjölfar viðtals við þingmann í erlendum fjölmiðli, þar sem fram kom að ríkið þyrfti að endursemja um skilmála skuldabréfanna. Ummælin voru birt á sama tíma og ríkisstjórnin fundaði um fjárhagsstöðu og málefni Íbúðalánasjóðs. Fjárhagsstaðan var öllum ljós fyrir fundinn, en markaðsaðilar biðu með mikilli eftirvæntingu eftir fregnum af því hvort ríkisstjórnin hygðist grípa til aðgerða til þess að draga úr skuldbindingu ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Þegar ummæli þingmannsins, sem jafnframt er formaður nefndar sem fer með ákveðin málefni Íbúðalánasjóðs, birtust á miðjum ríkisstjórnarfundi gat enginn gefið sér að þau byggðu einungis á hugmyndum og vangaveltum þingmannsins. Tímasetning ummælanna gat einmitt gefið til kynna að þau byggðu á stefnu ríkisstjórnarinnar, sem hefði jafnvel getað þýtt að í þeim fælust innherjaupplýsingar. Af þeirri ástæðu voru ummælin óheppileg, óháð því hvort umræddur þingmaður hafi búið yfir innherjaupplýsingum eða ekki. Óvissa ríkti um að jafnræði fjárfesta um aðgang að innherjaupplýsingum væri tryggt og því var ekki annað hægt en að stöðva viðskipti þar til tilkynnt hafði verið um niðurstöður fundarins með fullnægjandi hætti.Ákveðinn misskilningur Þar sem ákveðinn misskilningur virðist hafa ríkt meðal almennings um forsendur stöðvunarinnar verður hér farið stuttlega yfir það verklag og þær reglur sem kauphallir byggja slíkar ákvarðanir að jafnaði á. Stöðvun viðskipta er ekki framkvæmd sem einhvers konar refsing við því að verðmótandi upplýsingum hafi verið komið á framfæri og markmiðið með slíkri aðgerð er aldrei að koma í veg fyrir umræðu. Þvert á móti er hún framkvæmd til þess að allir geti fengið aðgang að slíkum upplýsingum og viðskipti átt sér stað á jafnræðisgrundvelli. Með verðmótandi upplýsingum er í stuttu máli átt við upplýsingar sem gætu skipt fjárfesta máli við mat þeirra á virði viðkomandi verðbréfa. Upplýst umræða um verðbréf á markaði er nauðsynleg, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, svo lengi sem tryggt er að upplýsingarnar sem hún byggir á hafi verið birtar á jafnræðisgrundvelli. Á jafnræðisgrundvelli þýðir að slíkar upplýsingar eiga að birtast öllum almenningi samtímis, í gegnum þar til gert fréttakerfi sem samþykkt hefur verið af Fjármálaeftirlitinu og dreifir upplýsingunum til alþjóðlegra fréttaveita og allra helstu fjölmiðla samtímis. Hafi verðmótandi upplýsingar ekki verið gerðar opinberar með viðeigandi hætti, jafnvel þó þær hafi verið birtar í fjölmiðlum eða ræddar á opinberum vettvangi, geta þær talist innherjaupplýsingar. Aðilar sem ætla mætti að gætu búið yfir innherjaupplýsingum, þ. á m. opinberir embættismenn, ættu því að taka mið af aðstæðum þegar þeir fjalla um málefni sem tengjast skráðum verðbréfum.Standa vörð um leikreglur Á grundvelli þess gagnsæis sem regluverkinu er ætlað að tryggja geta fjárfestar ákveðið að kaupa eða selja verðbréf, vitandi að jafnræði um aðgang að verðmótandi upplýsingum á að vera tryggt og að brot gegn þeirri jafnræðisreglu gætu varðað við lög og jafnvel fangelsisdóm. Markmiðið með regluverkinu er fyrst og fremst að tryggja að allir sitji við sama borð og þar með vernda hag þeirra sem koma með beinum eða óbeinum hætti að markaðnum. Í þessu felst rík fjárfestavernd sem getur aukið eftirspurn eftir skráðum verðbréfum og fyrir vikið geta útgefendur slíkra verðbréfa fjármagnað sig með hagstæðari hætti en ella, þ. á m. íslenska ríkið. Af þessum ástæðum kappkosta kauphallir og aðrir eftirlitsaðilar með verðbréfamörkuðum að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að standa vörð um leikreglur markaðsins. Eitt af þeim úrræðum sem fjármálaeftirlit og kauphallir geta gripið til í því samhengi er að stöðva viðskipti. Forsenda fyrir stöðvun viðskipta getur t.a.m. verið til staðar ef verðmyndun er af einhverri ástæðu óviss eða ef grunur er um að aðilar á markaði búi ekki við jafnan aðgang að innherjaupplýsingum. Grunur um ójafnræði getur skapað óróa sem dregur úr trausti og trúverðugleika markaðsins, jafnvel óháð því hvort raunverulegt ójafnræði hafi verið til staðar. Viðskipti geta þá verið stöðvuð þar til útgefandi hefur birt fréttatilkynningu sem fullnægir gagnsæiskröfum markaðsins, eða óvissu hefur verið aflétt með öðrum hætti. Stöðvun viðskipta er þó einungis framkvæmd í undantekningartilfellum. Um leið og traust á markaðnum dvínar getur kostnaður við fjármögnun hækkað. Til að setja þetta í samhengi má benda á að frá árinu 2009 hafa ríkið og Íbúðalánasjóður samtals gefið út skuldabréf og víxla fyrir rúmlega 1.400 milljarða kr. (heimild: Seðlabanki Íslands). Vaxtakjör þurfa ekki að breytast mikið til þess að viðbótarkostnaður af slíkri upphæð hlaupi á mörgum milljörðum og því hljóta allir að geta verið sammála um að trúverðugleiki markaðsins er ekki einkamál „markaðsmanna“.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun