Glæný og fersk nálgun Trausti Júlíusson skrifar 4. desember 2012 06:00 Tónlist. Enter 4. Hjaltalín. Sena. Hljómsveitin Hjaltalín kom með látum inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir fimm árum með plötunni Sleepdrunk Seasons. Á henni var indípopp kryddað með efnisþáttum úr sígildri tónlist. Tveimur árum seinna kom platan Terminal sem var rökrétt framhald af fyrri plötunni. Hljómsveitin tók svo daðrið við klassíkina alla leið á tónleikaplötunni með Sinfó, Alpanon, sem kom út fyrir tveimur árum. Það lá í loftinu að Hjaltalín þyrfti að breyta um sjónarhorn á næstu plötu. Það var svolítið þreyta komin í konseptið, sérstaklega á Alpanon-plötunni. Það er alltaf spennandi þegar hljómsveit hugsar hlutina upp á nýtt, en mönnum tekst auðvitað misvel upp. Högni Hjaltalínsöngvari hefur undanfarin tvö ár eða svo verið að vinna mikið með hljómsveitinni Gusgus. Það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður hlustar á nýju plötuna er að það samstarf hafi haft áhrif á Hjaltalín. Í nokkrum laganna heyrast raftaktar í bakgrunni. Þessi áhrif eru samt ekki ráðandi á plötunni og maður tekur minna og minna eftir þeim eftir því sem maður hlustar oftar á hana. Réttara væri að segja að Hjaltalín hafi strípað tónlistina af öllu flúri og byggt svo upp á nýtt ofan á nakta grunnana og það er greinilegt að sveitin hefur opnað á ótal nýja möguleika. Það eru áhrif frá kraut-rokki, teknói, nýbylgju, söngleikjatónlist og sígildri tónlist á plötunni. Núna eru síðastnefndu áhrifin meira í ætt við nýklassík en kammertónlist eins og á fyrri plötunum. Enter 4 er þess vegna skemmtilega tilraunakennd. Hún kraumar af sköpunargleði og hljóðheimurinn er sérstaklega flottur. Hún er ólík Sleepdrunk Seasons og Terminal hvað útsetningar varðar. Þau gæði sem einkenndu lagasmíðarnar á fyrri plötunum eru enn til staðar á Enter 4 og söngvararnir Högni og Sigga hafa aldrei sungið betur. Enter 4 er frábær plata, sannkallað meistaraverk. Hún þarf nokkrar umferðir í spilaranum til þess að maður nái henni til fulls, en eftir það er erfitt að koma henni úr tækinu. Umgjörð plötunnar er líka flott, umslagið undirstrikar ferskt innihaldið. Niðurstaða: Hjaltalín hugsar hlutina upp á nýtt á frábærri plötu. Umgjörð plötunnar er líka flott, umslagið undirstrikar ferskt innihaldið. Gagnrýni Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Enter 4. Hjaltalín. Sena. Hljómsveitin Hjaltalín kom með látum inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir fimm árum með plötunni Sleepdrunk Seasons. Á henni var indípopp kryddað með efnisþáttum úr sígildri tónlist. Tveimur árum seinna kom platan Terminal sem var rökrétt framhald af fyrri plötunni. Hljómsveitin tók svo daðrið við klassíkina alla leið á tónleikaplötunni með Sinfó, Alpanon, sem kom út fyrir tveimur árum. Það lá í loftinu að Hjaltalín þyrfti að breyta um sjónarhorn á næstu plötu. Það var svolítið þreyta komin í konseptið, sérstaklega á Alpanon-plötunni. Það er alltaf spennandi þegar hljómsveit hugsar hlutina upp á nýtt, en mönnum tekst auðvitað misvel upp. Högni Hjaltalínsöngvari hefur undanfarin tvö ár eða svo verið að vinna mikið með hljómsveitinni Gusgus. Það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður hlustar á nýju plötuna er að það samstarf hafi haft áhrif á Hjaltalín. Í nokkrum laganna heyrast raftaktar í bakgrunni. Þessi áhrif eru samt ekki ráðandi á plötunni og maður tekur minna og minna eftir þeim eftir því sem maður hlustar oftar á hana. Réttara væri að segja að Hjaltalín hafi strípað tónlistina af öllu flúri og byggt svo upp á nýtt ofan á nakta grunnana og það er greinilegt að sveitin hefur opnað á ótal nýja möguleika. Það eru áhrif frá kraut-rokki, teknói, nýbylgju, söngleikjatónlist og sígildri tónlist á plötunni. Núna eru síðastnefndu áhrifin meira í ætt við nýklassík en kammertónlist eins og á fyrri plötunum. Enter 4 er þess vegna skemmtilega tilraunakennd. Hún kraumar af sköpunargleði og hljóðheimurinn er sérstaklega flottur. Hún er ólík Sleepdrunk Seasons og Terminal hvað útsetningar varðar. Þau gæði sem einkenndu lagasmíðarnar á fyrri plötunum eru enn til staðar á Enter 4 og söngvararnir Högni og Sigga hafa aldrei sungið betur. Enter 4 er frábær plata, sannkallað meistaraverk. Hún þarf nokkrar umferðir í spilaranum til þess að maður nái henni til fulls, en eftir það er erfitt að koma henni úr tækinu. Umgjörð plötunnar er líka flott, umslagið undirstrikar ferskt innihaldið. Niðurstaða: Hjaltalín hugsar hlutina upp á nýtt á frábærri plötu. Umgjörð plötunnar er líka flott, umslagið undirstrikar ferskt innihaldið.
Gagnrýni Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira