Bankasamband bætist við innri markað Evrópu Kristrún Heimisdóttir skrifar 1. desember 2012 08:00 Bráðum verða liðin fjögur ár frá því að Evrópusambandið og aðildarríki innri markaðarins voru fyrst slegin ofsahræðslu við algjört bankahrun. Á leiðtogafundi stærstu Evrópuríkja í París 4. október 2008 náðist ekki samkomulag um samræmdar aðgerðir. Þann 6. október komst Ísland í eldlínu kreppunnar vegna setningar neyðarlaga sem ríkisstjórnir umhverfis okkur brugðust ókvæða við. Allir þekkja framhaldið á Íslandi en í Evrópu varð bankakreppa að ríkisskuldakreppu og svo aftur að háskalegri bankakreppu þannig að valdamestu menn hafa viðurkennt að oftar en einu sinni síðustu misseri hafi litlu munað að ekki yrði allsherjarhrun. Á áðurnefndum leiðtogafundi í París 4. október 2008 vildi Frakkland sameiginlegan bankabjörgunarsjóð Evrópu en Þýskaland svaraði „hvert land fyrir sig". Daginn eftir, sunnudaginn 5. október, gáfu ríkin yfirlýsingar út og suður um tryggingu innistæðna í bönkum en náðu engri sameiginlegri afstöðu.Hvert ríki bjargaði sér. Dæmi þar um er Danmörk sem gaf þessa daga út yfirlýsingu um aukna tryggingu innstæðna. Fyrst nú fyrir nokkrum dögum varð opinbert í Danmörku hversu hætt danska bankakerfið í heild sinni stóð haustið 2008. Þá sýndi danska sjónvarpið DR þjóð sinni hvað í raun gerðist þar í landi fyrir fjórum árum þegar danski efnahags- og viðskiptaráðherrann í þverpólitísku en háleynilegu samráði stýrði björgun Danske Bank á þeirri forsendu að félli sá eini banki myndi allt bankakerfi Danmerkur hrynja. Fulltrúi danskra jafnaðarmanna í samráðinu kallaði björgunina í þætti DR umfangsmestu ríkisábyrgðaryfirlýsingu allra tíma en hún reyndist samt ekki vera nóg. Á síðustu fjórum árum hafa Danir bjargað hverjum bankanum á fætur öðrum með endurteknu opinberu inngripi – svonefndum „bankapökkum" sem bera hver sitt númer.Bankakreppan enn óleyst Bankakreppa Evrópu frá 2008 er enn óleyst. Efnahagsreikningar banka sýna sem bókfærða eign óinnheimtanlegar kröfur sem margítrekuð álagspróf á Evrópuvísu nægja engan veginn til að uppræta. Ríkissjóðirnir hafa bjargað bönkum og reitt sjálfa sig á slig og geta það ekki áfram. Kreppan í heiminum er orðin að „the great recession" eða „niðursveiflunni miklu." Síðasta vor var ástandið frá 2008 komið aftur. Heimsfjölmiðar lýstu viðskiptastríði Evrópuríkja vegna bankastarfsemi yfir landamæri. Hvert ríki varði sjálft sig og samskiptin hrundu vegna fjármagnsflutninga „heim" úr útibúum erlendis, óskýrra marka á bankaeftirliti milli ríkja og óvissu um innistæðutryggingar. Það ástand þekkir enginn betur en Íslendingar. Gordon Brown þakkaði sjálfum sér að hafa bjargað heiminum 2008. Reynslan hefur sýnt hvað hann hafði rangt fyrir sér.Nauðsynlegt samband Fyrir nokkrum vikum birtist opinberlega tillaga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að reglugerð um svonefnt bankasamband Evrópu. Átökin um efni hennar eru hörð. Hún er lögð fram vegna þess að nauðsyn brýtur lög. Efni hennar hefði eitt sinn verið talið óhugsandi en ekki lengur. Og efni hennar setur stöðu Íslands haustið 2008 í nýtt ljós. Burðarvirkið er sameiginlegt evrópskt innistæðutryggingakerfi og bankaeftirlit, hratt inngrip í banka, skjót gjaldþrotameðferð banka, nákvæm fyrirmæli um samstarf þvert yfir landamæri og víðtækt hlutverk Seðlabanka Evrópu til að stjórna neyðarviðbrögðum. Bankasamband Evrópu yrði hluti af innri markaði Evrópusambandsins sem Ísland bæði var og er hluti af. Í reglugerðinni segir að núverandi stjórnvöld á innri markaðnum, hvort sem er yfirþjóðleg eða í hverju landi, hafi ekki nægar heimildir til snemmbærs inngrips og skipta á bönkum til að geta tryggt fjármálastöðugleika. Um leið sé ljóst að til þess að ná efnahagsbata verði að viðhalda sameiginlegum innri bankamarkaði og enginn annar kostur í boði en sá að styrkja þennan markað með skýrari leikreglum sem skapa öryggi. Þetta hafi reynst mjög erfitt síðustu ár. Gögn sanni að samruni bankamarkaða í ESB sé að stöðvast. Alþjóðlegar bankasamsteypur ráði stórum hluta markaða ríkja og starfsemi lánastofnana dreifist víða á margslunginn hátt. Engu að síður sé mat á greiðslufærni lánastofnana enn nátengt því ríki þar sem bankasamsteypur og lánastofnanir voru upphaflega settar á fót. Óvissa um sjálfbærni opinberra skulda, hagvaxtarhorfur og lífvænleika lánastofnana myndi vítahring á mörkuðum sem verði að brjótast út úr. Vandi í einu ríki geti hvenær sem er orðið vandi annarra ríkja. Bankar séu í hættu og fjármálastöðugleiki óviss. Eina lausnin sé bankasamband. Eftirlitið verði að vera yfirþjóðlegt svo gerlegt verði að ná sameiginlegum skilningi á styrk bankakerfa um alla Evrópu. Til þess séu þessar nýju reglur að eftirlitsaðilar læri lexíuna frá fjármálakreppu síðustu ára og geti fylgst með mjög flóknum fyrirtækjum með samtengdan rekstur yfir landamæri.Ísland og bankasambandið Segja má að reglugerðin um bankasambandið sprengi hefðbundna hugsun svo upp að aldrei verði aftur snúið. Lýsingin á forsendum og tilgangi reglnanna er eins og atvikalýsing um Íslandskreppuna 2008. Nýju yfirþjóðlegu valdheimildirnar eru upptalning á því sem vantaði þegar Ísland stóð í sporum ríkis á innri markaðnum með fullt frelsi bankafyrirtækja til starfsemi hvar sem var. Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir voru bankar sem störfuðu þvert á landamæri og voru hluti af innri bankamarkaði Evrópu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir í tillögu sinni að reglugerð um Bankasamband Evrópu að valdheimildir skorti til að grípa inn í starfsemi banka á innri markaðnum nógu snemma til að þeir veikleikar þeirra nái aldrei að ógna fjármálastöðugleika. Það sama sögðu þeir embættismenn íslenskra stjórnvalda 2008 sem komu fyrir landsdóm. Ef reglugerðin hefði verið komin til framkvæmda 2008 hefði aldrei orðið Icesave-mál og hinum alþjóðlegu bönkum með uppruna á Íslandi verið sett alþjóðleg mörk miklu fyrr af fullu valdi yfirþjóðlegrar stofnunar. Í þessu ljósi ætti ríkisstjórn Íslands að fagna sérstaklega framkomnum tillögum í ljósi reynslu landsins og leggja áherslu á skilyrðislausan rétt minni ríkja til að verja fjármálastöðugleika sinn eins og Ísland gerði með neyðarlögum. Almenningur beitti sínu afli ítrekað í Icesave-málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Bráðum verða liðin fjögur ár frá því að Evrópusambandið og aðildarríki innri markaðarins voru fyrst slegin ofsahræðslu við algjört bankahrun. Á leiðtogafundi stærstu Evrópuríkja í París 4. október 2008 náðist ekki samkomulag um samræmdar aðgerðir. Þann 6. október komst Ísland í eldlínu kreppunnar vegna setningar neyðarlaga sem ríkisstjórnir umhverfis okkur brugðust ókvæða við. Allir þekkja framhaldið á Íslandi en í Evrópu varð bankakreppa að ríkisskuldakreppu og svo aftur að háskalegri bankakreppu þannig að valdamestu menn hafa viðurkennt að oftar en einu sinni síðustu misseri hafi litlu munað að ekki yrði allsherjarhrun. Á áðurnefndum leiðtogafundi í París 4. október 2008 vildi Frakkland sameiginlegan bankabjörgunarsjóð Evrópu en Þýskaland svaraði „hvert land fyrir sig". Daginn eftir, sunnudaginn 5. október, gáfu ríkin yfirlýsingar út og suður um tryggingu innistæðna í bönkum en náðu engri sameiginlegri afstöðu.Hvert ríki bjargaði sér. Dæmi þar um er Danmörk sem gaf þessa daga út yfirlýsingu um aukna tryggingu innstæðna. Fyrst nú fyrir nokkrum dögum varð opinbert í Danmörku hversu hætt danska bankakerfið í heild sinni stóð haustið 2008. Þá sýndi danska sjónvarpið DR þjóð sinni hvað í raun gerðist þar í landi fyrir fjórum árum þegar danski efnahags- og viðskiptaráðherrann í þverpólitísku en háleynilegu samráði stýrði björgun Danske Bank á þeirri forsendu að félli sá eini banki myndi allt bankakerfi Danmerkur hrynja. Fulltrúi danskra jafnaðarmanna í samráðinu kallaði björgunina í þætti DR umfangsmestu ríkisábyrgðaryfirlýsingu allra tíma en hún reyndist samt ekki vera nóg. Á síðustu fjórum árum hafa Danir bjargað hverjum bankanum á fætur öðrum með endurteknu opinberu inngripi – svonefndum „bankapökkum" sem bera hver sitt númer.Bankakreppan enn óleyst Bankakreppa Evrópu frá 2008 er enn óleyst. Efnahagsreikningar banka sýna sem bókfærða eign óinnheimtanlegar kröfur sem margítrekuð álagspróf á Evrópuvísu nægja engan veginn til að uppræta. Ríkissjóðirnir hafa bjargað bönkum og reitt sjálfa sig á slig og geta það ekki áfram. Kreppan í heiminum er orðin að „the great recession" eða „niðursveiflunni miklu." Síðasta vor var ástandið frá 2008 komið aftur. Heimsfjölmiðar lýstu viðskiptastríði Evrópuríkja vegna bankastarfsemi yfir landamæri. Hvert ríki varði sjálft sig og samskiptin hrundu vegna fjármagnsflutninga „heim" úr útibúum erlendis, óskýrra marka á bankaeftirliti milli ríkja og óvissu um innistæðutryggingar. Það ástand þekkir enginn betur en Íslendingar. Gordon Brown þakkaði sjálfum sér að hafa bjargað heiminum 2008. Reynslan hefur sýnt hvað hann hafði rangt fyrir sér.Nauðsynlegt samband Fyrir nokkrum vikum birtist opinberlega tillaga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að reglugerð um svonefnt bankasamband Evrópu. Átökin um efni hennar eru hörð. Hún er lögð fram vegna þess að nauðsyn brýtur lög. Efni hennar hefði eitt sinn verið talið óhugsandi en ekki lengur. Og efni hennar setur stöðu Íslands haustið 2008 í nýtt ljós. Burðarvirkið er sameiginlegt evrópskt innistæðutryggingakerfi og bankaeftirlit, hratt inngrip í banka, skjót gjaldþrotameðferð banka, nákvæm fyrirmæli um samstarf þvert yfir landamæri og víðtækt hlutverk Seðlabanka Evrópu til að stjórna neyðarviðbrögðum. Bankasamband Evrópu yrði hluti af innri markaði Evrópusambandsins sem Ísland bæði var og er hluti af. Í reglugerðinni segir að núverandi stjórnvöld á innri markaðnum, hvort sem er yfirþjóðleg eða í hverju landi, hafi ekki nægar heimildir til snemmbærs inngrips og skipta á bönkum til að geta tryggt fjármálastöðugleika. Um leið sé ljóst að til þess að ná efnahagsbata verði að viðhalda sameiginlegum innri bankamarkaði og enginn annar kostur í boði en sá að styrkja þennan markað með skýrari leikreglum sem skapa öryggi. Þetta hafi reynst mjög erfitt síðustu ár. Gögn sanni að samruni bankamarkaða í ESB sé að stöðvast. Alþjóðlegar bankasamsteypur ráði stórum hluta markaða ríkja og starfsemi lánastofnana dreifist víða á margslunginn hátt. Engu að síður sé mat á greiðslufærni lánastofnana enn nátengt því ríki þar sem bankasamsteypur og lánastofnanir voru upphaflega settar á fót. Óvissa um sjálfbærni opinberra skulda, hagvaxtarhorfur og lífvænleika lánastofnana myndi vítahring á mörkuðum sem verði að brjótast út úr. Vandi í einu ríki geti hvenær sem er orðið vandi annarra ríkja. Bankar séu í hættu og fjármálastöðugleiki óviss. Eina lausnin sé bankasamband. Eftirlitið verði að vera yfirþjóðlegt svo gerlegt verði að ná sameiginlegum skilningi á styrk bankakerfa um alla Evrópu. Til þess séu þessar nýju reglur að eftirlitsaðilar læri lexíuna frá fjármálakreppu síðustu ára og geti fylgst með mjög flóknum fyrirtækjum með samtengdan rekstur yfir landamæri.Ísland og bankasambandið Segja má að reglugerðin um bankasambandið sprengi hefðbundna hugsun svo upp að aldrei verði aftur snúið. Lýsingin á forsendum og tilgangi reglnanna er eins og atvikalýsing um Íslandskreppuna 2008. Nýju yfirþjóðlegu valdheimildirnar eru upptalning á því sem vantaði þegar Ísland stóð í sporum ríkis á innri markaðnum með fullt frelsi bankafyrirtækja til starfsemi hvar sem var. Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir voru bankar sem störfuðu þvert á landamæri og voru hluti af innri bankamarkaði Evrópu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir í tillögu sinni að reglugerð um Bankasamband Evrópu að valdheimildir skorti til að grípa inn í starfsemi banka á innri markaðnum nógu snemma til að þeir veikleikar þeirra nái aldrei að ógna fjármálastöðugleika. Það sama sögðu þeir embættismenn íslenskra stjórnvalda 2008 sem komu fyrir landsdóm. Ef reglugerðin hefði verið komin til framkvæmda 2008 hefði aldrei orðið Icesave-mál og hinum alþjóðlegu bönkum með uppruna á Íslandi verið sett alþjóðleg mörk miklu fyrr af fullu valdi yfirþjóðlegrar stofnunar. Í þessu ljósi ætti ríkisstjórn Íslands að fagna sérstaklega framkomnum tillögum í ljósi reynslu landsins og leggja áherslu á skilyrðislausan rétt minni ríkja til að verja fjármálastöðugleika sinn eins og Ísland gerði með neyðarlögum. Almenningur beitti sínu afli ítrekað í Icesave-málinu.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun