Hvað er best fyrir Ísland? Svana Helen Björnsdóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Í þeirri umræðu sem nú fer fram hér á landi um Evrópusambandið vill það oft gleymast að það eru gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða. Við Íslendingar getum auðvitað haldið áfram á sömu braut og verið hefur og lifað við sveiflur og kollsteypur, og látið eins og ekkert sé. Stóra verkefnið hlýtur hins vegar að vera að tryggja langtímastöðugleika og treysta umgjörð okkar efnahagslífs sem mest við megum. Aðild Íslands að ESB er valkostur í því efni, en þó aðeins ef við sýnum úthald og ljúkum viðræðunum. Ekki er ólíklegt að kjósa megi um aðildarsamning um mitt næsta kjörtímabil og þá verður vonandi það versta yfirstaðið í Evrópu og evrusamstarfið komið í traustar skorður. Tíminn vinnur með okkur en við verðum að leyfa honum að gera það.Leið að markmiði Aðild Íslands að ESB er ekki markmið í sjálfu sér, heldur leið að markmiði. Stóra verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að koma á langtímastöðugleika í íslensku efnahagslífi og skapa atvinnulífinu samkeppnishæf starfsskilyrði. Þannig aukum við fjárfestingu og hagvöxt, þannig geta sprotafyrirtæki vaxið og skapað fjölbreytt störf, og þannig tryggjum við samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Innri óstöðugleiki og ótraust umgjörð atvinnulífsins gerir fyrirtækjum landsins og fólki erfitt fyrir. Nokkur dæmi um það: n Síðastliðna 12 mánuði hefur verðbólga hér á landi verið 4,3% sem er mun hærra en í nágrannaríkjum okkar og veldur því að lán landsmanna og fyrirtækja hækka sem því nemur vegna verðtryggingarinnar. Há verðbólga rýrir kaupmátt og ýtir undir óábyrga kjarasamninga. n Vöruverð á dagvöru hefur hækkað um 60% á síðustu sex árum samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem birt var fyrr á þessu ári. n Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlandaríkjunum. Skv. lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru þær nú 5,27 m.kr. á mann miðað við 7,34 m.kr. í Danmörku, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. n Fjárfesting er allt of lítil eða aðeins um 13% af landsframleiðslu. Þyrfti að hækka í a.m.k. 20%. n Krónan er áfram í gjörgæslu viðvarandi gjaldeyrishafta með tilheyrandi neikvæðum efnahagsáhrifum. Þetta þýðir óheilbrigt viðskiptaumhverfi fyrir fyrirtækin okkar. Það er dýrt fyrir þjóðina að vera með gjaldeyrisvaraforða að láni – vaxtakostnaðurinn einn var um 33 milljarðar króna á árinu 2011.Umræðan verði öfgalaus Óbreytt ástand er ekki góður kostur. Að veikja stöðu Íslands með ótímabærri lokun á aðra valkosti, meðan ekki er vitað hvort þeir eru færir, er ekki rökrétt. Lítið gagnast að ræða Evrópumálin eins og trúarlegt málefni og láta stjórnast af tilfinningunum einum í afstöðu með eða á móti aðild, hvað þá aðildarviðræðum. Til að umræðan sé gagnleg þarf hún að vera öfgalaus. Íslensk fyrirtæki þurfa stöðugleika til að geta vaxið. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar að atvinnulífið eflist og lífskjör fólks batni. Það gerist þó ekki nema fyrirtækin eflist og geti boðið fólki áhugaverð störf og góð laun. Til að svo megi verða þarf samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Sjá meira
Í þeirri umræðu sem nú fer fram hér á landi um Evrópusambandið vill það oft gleymast að það eru gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða. Við Íslendingar getum auðvitað haldið áfram á sömu braut og verið hefur og lifað við sveiflur og kollsteypur, og látið eins og ekkert sé. Stóra verkefnið hlýtur hins vegar að vera að tryggja langtímastöðugleika og treysta umgjörð okkar efnahagslífs sem mest við megum. Aðild Íslands að ESB er valkostur í því efni, en þó aðeins ef við sýnum úthald og ljúkum viðræðunum. Ekki er ólíklegt að kjósa megi um aðildarsamning um mitt næsta kjörtímabil og þá verður vonandi það versta yfirstaðið í Evrópu og evrusamstarfið komið í traustar skorður. Tíminn vinnur með okkur en við verðum að leyfa honum að gera það.Leið að markmiði Aðild Íslands að ESB er ekki markmið í sjálfu sér, heldur leið að markmiði. Stóra verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að koma á langtímastöðugleika í íslensku efnahagslífi og skapa atvinnulífinu samkeppnishæf starfsskilyrði. Þannig aukum við fjárfestingu og hagvöxt, þannig geta sprotafyrirtæki vaxið og skapað fjölbreytt störf, og þannig tryggjum við samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Innri óstöðugleiki og ótraust umgjörð atvinnulífsins gerir fyrirtækjum landsins og fólki erfitt fyrir. Nokkur dæmi um það: n Síðastliðna 12 mánuði hefur verðbólga hér á landi verið 4,3% sem er mun hærra en í nágrannaríkjum okkar og veldur því að lán landsmanna og fyrirtækja hækka sem því nemur vegna verðtryggingarinnar. Há verðbólga rýrir kaupmátt og ýtir undir óábyrga kjarasamninga. n Vöruverð á dagvöru hefur hækkað um 60% á síðustu sex árum samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem birt var fyrr á þessu ári. n Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlandaríkjunum. Skv. lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru þær nú 5,27 m.kr. á mann miðað við 7,34 m.kr. í Danmörku, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. n Fjárfesting er allt of lítil eða aðeins um 13% af landsframleiðslu. Þyrfti að hækka í a.m.k. 20%. n Krónan er áfram í gjörgæslu viðvarandi gjaldeyrishafta með tilheyrandi neikvæðum efnahagsáhrifum. Þetta þýðir óheilbrigt viðskiptaumhverfi fyrir fyrirtækin okkar. Það er dýrt fyrir þjóðina að vera með gjaldeyrisvaraforða að láni – vaxtakostnaðurinn einn var um 33 milljarðar króna á árinu 2011.Umræðan verði öfgalaus Óbreytt ástand er ekki góður kostur. Að veikja stöðu Íslands með ótímabærri lokun á aðra valkosti, meðan ekki er vitað hvort þeir eru færir, er ekki rökrétt. Lítið gagnast að ræða Evrópumálin eins og trúarlegt málefni og láta stjórnast af tilfinningunum einum í afstöðu með eða á móti aðild, hvað þá aðildarviðræðum. Til að umræðan sé gagnleg þarf hún að vera öfgalaus. Íslensk fyrirtæki þurfa stöðugleika til að geta vaxið. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar að atvinnulífið eflist og lífskjör fólks batni. Það gerist þó ekki nema fyrirtækin eflist og geti boðið fólki áhugaverð störf og góð laun. Til að svo megi verða þarf samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun