Litla stúlkan með eldspýturnar? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Við Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari höfum mælt stöðu brúnar á Steinsholtsjökli í allmörg ár. Skriðjökullinn gengur norður úr Eyjafjallajökli. Hann hefur hopað og þynnst samfellt á mælitímabilinu og er fulltrúi allra skriðjökla landsins og raunar yfir 90% allra jökla utan Grænlands og Suðurskautslandsins en þeir eru um 300 þúsund. Allur jökulís heims geymir rúm 2% vatnsins á yfirborði jarðar. Hann er afar mikilvægt ferskvatnsforðabúr, einkum í fjalllendi heimsálfanna og á láglendi nærri því. Hin rúm 97% eru saltur sjór. Meðalhiti á jörðinni hefur hækkað um 0,7 gráður á Celsíus á undanförnum eitt hundrað árum og aldrei hraðar en undanfarna áratugi enda aukning gróðurhúsagasa hraðari en sést hefur í mæligögnum úr ískjörnum sem sýna þá sögu í 650 þúsund ár. Ísland hefur færst, hvað gróður og dýralíf varðar, um 800 km í suður.Enginn vafi Enginn vafi leikur lengur á meginorsökunum. Þær felast í síaukinni dreifingu gróðurhúsagasa, hömlulítilli gróðureyðingu og æ meiri rykmengun vegna athafna manna. Hiti hækkar í neðstu loftlögum en það kólnar í heiðhvolfinu. Talið er að efnahagskerfi heims geti þolað hitastigshækkun um allt að 2°C á næstu fjórum til sex áratugum og hækkun heimshafanna um allt að einn metra. Hvort tveggja kallar á gríðarleg fjárframlög og veldur flestöllum þjóðum miklu raski. Í þessum mánuði kom út skýrsla Alþjóðabankans „Turn Down the Heat". Stofnunin er frekar þekkt fyrir íhaldssemi en andstæðu hennar í þjóðfélagsmálum. Í skýrslunni kemur fram svipuð afstaða og í skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar fyrir skömmu. Meðal annars er því haldið réttilega fram að ekki megi nýta nema þriðjung þekktra birgða kolefniseldsneytis í heiminum ef við ætlum að halda okkur innan 2° hækkunar ársmeðalhitans – nema þjóðunum takist að binda kolefni á heimsvísu með nýrri tækni og gróðurframförum. Næstum tveir þriðju hlutar birgðanna eru kol, 22% olía og 15% gas, aðallega í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum, Kína og Rússlandi.Oftrú á skyndigróða Núna er ekkert samkomulag í sjónmáli um verulegar framfarir í að sporna við hlýnun andrúmsloftsins, þvert á móti. Nýjustu hugmyndir um að nýta flóknar og dýrar aðferðir við að ná upp olíu og gasi norðan heimskautsbaugs, á erfiðum slóðum, vekja svartsýni á vegferð næstu ára eða áratuga. Skammsýni og oftrú á skyndigróða sýnast ætla að ríkja yfir varkárni og skynsemi. Hvar er umhyggjan fyrir heimsbyggð morgundagsins? Stjórnmál vega afar þungt í þessum efnum. Líka þrýstingur almennings. Ég hef sagt það áður og skrifa hér enn einu sinni: Íslendingar hafa tækifæri til að koma fram sem djörf og sterk rödd meðal þjóða við að hægja á þeysireiðinni inn í ofhlýnun jarðar og koma með ábendingar og kröfur um lausnir. Til þess höfum við þekkingu og ríka ástæðu. Ella líkjumst við litlu stúlkunni með eldspýturnar í sögu Hans Christians Andersen, nema hvað vandamálið er ekki kuldi heldur varmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Loftslagsmál Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Við Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari höfum mælt stöðu brúnar á Steinsholtsjökli í allmörg ár. Skriðjökullinn gengur norður úr Eyjafjallajökli. Hann hefur hopað og þynnst samfellt á mælitímabilinu og er fulltrúi allra skriðjökla landsins og raunar yfir 90% allra jökla utan Grænlands og Suðurskautslandsins en þeir eru um 300 þúsund. Allur jökulís heims geymir rúm 2% vatnsins á yfirborði jarðar. Hann er afar mikilvægt ferskvatnsforðabúr, einkum í fjalllendi heimsálfanna og á láglendi nærri því. Hin rúm 97% eru saltur sjór. Meðalhiti á jörðinni hefur hækkað um 0,7 gráður á Celsíus á undanförnum eitt hundrað árum og aldrei hraðar en undanfarna áratugi enda aukning gróðurhúsagasa hraðari en sést hefur í mæligögnum úr ískjörnum sem sýna þá sögu í 650 þúsund ár. Ísland hefur færst, hvað gróður og dýralíf varðar, um 800 km í suður.Enginn vafi Enginn vafi leikur lengur á meginorsökunum. Þær felast í síaukinni dreifingu gróðurhúsagasa, hömlulítilli gróðureyðingu og æ meiri rykmengun vegna athafna manna. Hiti hækkar í neðstu loftlögum en það kólnar í heiðhvolfinu. Talið er að efnahagskerfi heims geti þolað hitastigshækkun um allt að 2°C á næstu fjórum til sex áratugum og hækkun heimshafanna um allt að einn metra. Hvort tveggja kallar á gríðarleg fjárframlög og veldur flestöllum þjóðum miklu raski. Í þessum mánuði kom út skýrsla Alþjóðabankans „Turn Down the Heat". Stofnunin er frekar þekkt fyrir íhaldssemi en andstæðu hennar í þjóðfélagsmálum. Í skýrslunni kemur fram svipuð afstaða og í skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar fyrir skömmu. Meðal annars er því haldið réttilega fram að ekki megi nýta nema þriðjung þekktra birgða kolefniseldsneytis í heiminum ef við ætlum að halda okkur innan 2° hækkunar ársmeðalhitans – nema þjóðunum takist að binda kolefni á heimsvísu með nýrri tækni og gróðurframförum. Næstum tveir þriðju hlutar birgðanna eru kol, 22% olía og 15% gas, aðallega í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum, Kína og Rússlandi.Oftrú á skyndigróða Núna er ekkert samkomulag í sjónmáli um verulegar framfarir í að sporna við hlýnun andrúmsloftsins, þvert á móti. Nýjustu hugmyndir um að nýta flóknar og dýrar aðferðir við að ná upp olíu og gasi norðan heimskautsbaugs, á erfiðum slóðum, vekja svartsýni á vegferð næstu ára eða áratuga. Skammsýni og oftrú á skyndigróða sýnast ætla að ríkja yfir varkárni og skynsemi. Hvar er umhyggjan fyrir heimsbyggð morgundagsins? Stjórnmál vega afar þungt í þessum efnum. Líka þrýstingur almennings. Ég hef sagt það áður og skrifa hér enn einu sinni: Íslendingar hafa tækifæri til að koma fram sem djörf og sterk rödd meðal þjóða við að hægja á þeysireiðinni inn í ofhlýnun jarðar og koma með ábendingar og kröfur um lausnir. Til þess höfum við þekkingu og ríka ástæðu. Ella líkjumst við litlu stúlkunni með eldspýturnar í sögu Hans Christians Andersen, nema hvað vandamálið er ekki kuldi heldur varmi.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar