Kynbundið ofbeldi er glæpur gegn mannkyninu Eygló Árnadóttir skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Stór hluti kvenna í heiminum verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ekki bara í Langtíburtistan. Í lok ársins 2010 voru birtar niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem unnin var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið, sem gefa til kynna að yfir 40% íslenskra kvenna hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi af höndum karlmanns. 4% svarenda sögðust svo hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, kynferðislegu og líkamlegu, af höndum karlmanns á þeim tólf mánuðum áður en rannsóknin var framkvæmd. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að þessar tölur jafngildi því að 44.097-48.716 konur á landsvísu hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Þegar litið er til þessara talna er erfitt að neita því að ofbeldi gegn konum sé kerfisbundið vandamál hér á landi. Þegar fjögur prósent kvenna segjast hafa orðið fyrir ofbeldi á árinu og hátt í helmingur verður fyrir ofbeldi á ævinni, þá er ekki hægt að halda því fram að ofbeldi gegn konum sé einstakur og afmarkaður glæpur einstaklings gegn einstaklingi. Nei, þessar tölur benda til þess að vandamálið sé kerfisbundið, að við búum í samfélagi þar sem einn helmingur þegnanna er reglulega beittur ofbeldi af hinum helmingnum. Þegar við lítum til kerfisbundins ofbeldis karla gegn konum læðist að okkur sá grunur að konum sé refsað fyrir að vera konur. Kona verður fyrir ofbeldi einungis af því að hún er kona. Víða er ofbeldi gegn konum ekki einu sinni skilgreint sem ofbeldi. Sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum meira að segja talinn sjálfsagður réttur karlmanna – þeir hafa fullt frelsi til að gera það sem þeim sýnist við konur. Konur hafa engin völd eða rétt yfir eigin líkama og lífi. Og sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum skilgreint sem ofbeldi, ekki gegn konunni sem fyrir því verður, heldur gegn körlunum sem hún tilheyrir. Með að vera nauðgað setur kona smánarblett á föður sinn, bræður og frændur. Stundum ákveða ættingjarnir að eina leiðin til að losna við smánarblettinn sé að losa sig við hina saurguðu konu, að drepa dætur sínar eða systur sem urðu brotaþolar nauðgara. Heiður fjölskyldunnar er ritaður á líkama kvenna. Og stundum er kynbundnu ofbeldi karla gegn konum beitt skipulega í stríði. Og þetta vopn er engu öðru líkt. Í fyrsta lagi vegna þess að því er ekki ætlað að drepa, eins og nánast öll önnur stríðsvopn sem eru hönnuð til að grisja óvinagarðinn. Í öðru lagi vegna þess að vopninu er ekki beint gegn líkömum þeirra sem ætlað er að verða fyrir högginu, körlunum í stríðinu. Í stað þess að drepa mótherjana, eru þeir svívirtir með því að nauðga konunum þeirra. Líkami kvenna verður vígvöllur í stríði karlmanna, og enginn pælir í manneskjunni sem í raun verður fyrir ofbeldinu. Ekki á meðan sú manneskja er kona. Allt ofbeldi er óásættanlegt, ómannúðlegt, alvarlegt og ömurlegt. En kerfisbundið kynbundið ofbeldi karla gegn konum er glæpur gegn mannkyninu. Daglega eru konur um allan heim beittar ofbeldi fyrir þá einu sök að þær eru konur, einungis vegna þess að þær hafa minni völd og minni tilverurétt en karlmenn í þeirri veröld sem við höfum skapað okkur. Kynbundið ofbeldi er einfaldlega allra augljósasta og grimmasta merki þess að konur þykja ómerkari verur en karlmenn. Kynbundið ofbeldi er eitt helsta efni jafnréttisbaráttunnar og helsti þröskuldur á vegi okkar í átt að réttlátum heimi og friði á jörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Stór hluti kvenna í heiminum verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ekki bara í Langtíburtistan. Í lok ársins 2010 voru birtar niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem unnin var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið, sem gefa til kynna að yfir 40% íslenskra kvenna hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi af höndum karlmanns. 4% svarenda sögðust svo hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, kynferðislegu og líkamlegu, af höndum karlmanns á þeim tólf mánuðum áður en rannsóknin var framkvæmd. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að þessar tölur jafngildi því að 44.097-48.716 konur á landsvísu hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Þegar litið er til þessara talna er erfitt að neita því að ofbeldi gegn konum sé kerfisbundið vandamál hér á landi. Þegar fjögur prósent kvenna segjast hafa orðið fyrir ofbeldi á árinu og hátt í helmingur verður fyrir ofbeldi á ævinni, þá er ekki hægt að halda því fram að ofbeldi gegn konum sé einstakur og afmarkaður glæpur einstaklings gegn einstaklingi. Nei, þessar tölur benda til þess að vandamálið sé kerfisbundið, að við búum í samfélagi þar sem einn helmingur þegnanna er reglulega beittur ofbeldi af hinum helmingnum. Þegar við lítum til kerfisbundins ofbeldis karla gegn konum læðist að okkur sá grunur að konum sé refsað fyrir að vera konur. Kona verður fyrir ofbeldi einungis af því að hún er kona. Víða er ofbeldi gegn konum ekki einu sinni skilgreint sem ofbeldi. Sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum meira að segja talinn sjálfsagður réttur karlmanna – þeir hafa fullt frelsi til að gera það sem þeim sýnist við konur. Konur hafa engin völd eða rétt yfir eigin líkama og lífi. Og sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum skilgreint sem ofbeldi, ekki gegn konunni sem fyrir því verður, heldur gegn körlunum sem hún tilheyrir. Með að vera nauðgað setur kona smánarblett á föður sinn, bræður og frændur. Stundum ákveða ættingjarnir að eina leiðin til að losna við smánarblettinn sé að losa sig við hina saurguðu konu, að drepa dætur sínar eða systur sem urðu brotaþolar nauðgara. Heiður fjölskyldunnar er ritaður á líkama kvenna. Og stundum er kynbundnu ofbeldi karla gegn konum beitt skipulega í stríði. Og þetta vopn er engu öðru líkt. Í fyrsta lagi vegna þess að því er ekki ætlað að drepa, eins og nánast öll önnur stríðsvopn sem eru hönnuð til að grisja óvinagarðinn. Í öðru lagi vegna þess að vopninu er ekki beint gegn líkömum þeirra sem ætlað er að verða fyrir högginu, körlunum í stríðinu. Í stað þess að drepa mótherjana, eru þeir svívirtir með því að nauðga konunum þeirra. Líkami kvenna verður vígvöllur í stríði karlmanna, og enginn pælir í manneskjunni sem í raun verður fyrir ofbeldinu. Ekki á meðan sú manneskja er kona. Allt ofbeldi er óásættanlegt, ómannúðlegt, alvarlegt og ömurlegt. En kerfisbundið kynbundið ofbeldi karla gegn konum er glæpur gegn mannkyninu. Daglega eru konur um allan heim beittar ofbeldi fyrir þá einu sök að þær eru konur, einungis vegna þess að þær hafa minni völd og minni tilverurétt en karlmenn í þeirri veröld sem við höfum skapað okkur. Kynbundið ofbeldi er einfaldlega allra augljósasta og grimmasta merki þess að konur þykja ómerkari verur en karlmenn. Kynbundið ofbeldi er eitt helsta efni jafnréttisbaráttunnar og helsti þröskuldur á vegi okkar í átt að réttlátum heimi og friði á jörð.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun