Svíkja Íslendingar Palestínu? Ástþór Magnússon skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Nýtt vopnahlé dugar skammt þar sem ekki hefur verið tekið á rót vandans í Ísrael og Palestínu. Látum ekki blekkja okkur aftur með fagurgala og friðarpottloki. Þegar Íslendingar viðurkenndu Ísrael sem fullvalda ríki árið 1948 var það okkar atkvæði sem tryggði sæti þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum. Stuðningur okkar byggði á áætlun alþjóðasamfélagsins um landamæri árið 1947. Ísrael hefur svikið samkomulagið og sölsað undir sig nær allt palestínskt land. Palestínufólkinu er haldið í gíslingu í eigin landi. Ég sá þetta með eigin augum er ég fór þarna um í 5 vikna ferðalagi. Horfði upp á fólkið í hálfgerðum fangabúðum. Til að komast milli landshluta eða bæjarhluta þurfti palestínskur almenningur að fara um vegatálma og aðrar hindranir sem stjórnað var af ísraelskum hrokagikkjum með vélbyssur í hönd.Strákar með riffil um öxl Í víggirtum ísraelskum þorpum í miðju palestínsku landi biðu skólastrákar eftir strætisvagni með riffil um öxl. Framámenn þorpanna voru oftar en ekki aðfluttir miðaldra Bandaríkjamenn með skammbyssu í belti. Börn snæddu morgunmat með sandpoka fyrir gluggum. Í Hebron höfðu um 100 Ísraelsmenn búið um sig með hervaldi inni í miðri 100.000 manna palestínskri borg. Sumir muna kannski eftir ljósmyndasýningu minni í Perlunni með þessum svipmyndum. Þeir sögðust hafa allan rétt til hertöku þar sem Abraham var þar fyrir 5.000 árum og væri grafinn þarna! Rökin eru álíka öfgafull og ef Norðmenn hertækju Austurvöll og nærliggjandi götur til að troða þar niður 20 fjölskyldum undir hervernd og skjóta á Íslendinga sem vilja komast í Alþingishúsið. Ísrael var byggt á grunni hryðjuverka m.a. í King David hótelinu í Jerúsalem þar sem nær 100 manns létu lífið, helmingurinn Bretar en þá fóru Bretar með yfirráðin. Ísraelsmenn urðu fyrstir til að beita hryðjuverkum til að knýja fram Ísraelsríki og kenndu þannig öðrum íbúum hryðjuverk. Síðan hefur Ísrael sölsað undir sig meira og meira land með ofbeldi þannig að nú er Palestína að þurrkast út af kortinu. Vorum við Íslendingar að styðja og greiða fyrir áframhaldandi ofbeldi, hryðjuverkum og stríðsglæpum með því að viðurkenna Ísrael sem sjálfstætt ríki? Líklegra er að viðurkenningin hafi átt að greiða fyrir því að áætlun Sameinuðu þjóðanna frá 1947 næði fram að ganga.Ábyrgð Íslendinga Íslendingar bera mikla ábyrgð í þessu máli. Eins og staðan er núna höfum við svikið íbúa Palestínu og lagt til aðstoð við ólöglega landtöku sem hrakið hefur fólk af heimilum sínum. Nú þarf frumkvæði héðan að þrýsta á Ísrael að standa við upprunalega samkomulagið um landskiptingu sem er eini raunhæfi byrjunarreiturinn fyrir varanlegan frið. Sambandsríki eða eitt sameiginlegt lýðræðisríki sem sumir hafa velt fyrir sér gæti hugsanlega þróast frá þessum byrjunarreit. Forseti Íslands á að beita sér í þessu máli og boða Ísrael til friðarfundar í Reykjavík til lausnar á deilunni. Jafnframt þarf að gera Ísrael, S.Þ. og heimsbyggðinni grein fyrir því að íslenska þjóðin geti ekki viðurkennt ríki sem þanið hefur verið út með hervaldi á kostnað barna og annarra saklausra borgara sem þannig er haldið áratugum saman í angist og gíslingu. Slíkt ástand ógni heimsfriðnum. Ísrael í dag er eitthvað allt annað en Íslendingar studdu 1948. Þess vegna neyðast Íslendingar til að draga þennan stuðning sinn til baka a.m.k. tímabundið.Innflutningsbann Á meðan hernaðarástandið varir er óhjákvæmilegt annað en Ísland setji innflutningsbann á vörur frá Ísrael. Ísland á að koma fram á alþjóðasviðið með áskorun á aðrar þjóðir að fylgja þessu fordæmi með kröfu um endanlegt friðarsamkomulag. Ísrael afhendi stjórnvöldum í Palestínu það land sem Ísrael hefur hernumið á kostnað flóttamanna. Landamærin verði færð til baka til áætlunar Sameinuðu þjóðanna frá 1947. Byggingar á herteknu svæðunum verði afhentar Palestínufólkinu sem skaðabætur frá Ísrael. Með þessu getur Ísrael sýnt raunverulegan friðarvilja og þá fyrst verið tekið aftur í sátt sem fullvalda ríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nýtt vopnahlé dugar skammt þar sem ekki hefur verið tekið á rót vandans í Ísrael og Palestínu. Látum ekki blekkja okkur aftur með fagurgala og friðarpottloki. Þegar Íslendingar viðurkenndu Ísrael sem fullvalda ríki árið 1948 var það okkar atkvæði sem tryggði sæti þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum. Stuðningur okkar byggði á áætlun alþjóðasamfélagsins um landamæri árið 1947. Ísrael hefur svikið samkomulagið og sölsað undir sig nær allt palestínskt land. Palestínufólkinu er haldið í gíslingu í eigin landi. Ég sá þetta með eigin augum er ég fór þarna um í 5 vikna ferðalagi. Horfði upp á fólkið í hálfgerðum fangabúðum. Til að komast milli landshluta eða bæjarhluta þurfti palestínskur almenningur að fara um vegatálma og aðrar hindranir sem stjórnað var af ísraelskum hrokagikkjum með vélbyssur í hönd.Strákar með riffil um öxl Í víggirtum ísraelskum þorpum í miðju palestínsku landi biðu skólastrákar eftir strætisvagni með riffil um öxl. Framámenn þorpanna voru oftar en ekki aðfluttir miðaldra Bandaríkjamenn með skammbyssu í belti. Börn snæddu morgunmat með sandpoka fyrir gluggum. Í Hebron höfðu um 100 Ísraelsmenn búið um sig með hervaldi inni í miðri 100.000 manna palestínskri borg. Sumir muna kannski eftir ljósmyndasýningu minni í Perlunni með þessum svipmyndum. Þeir sögðust hafa allan rétt til hertöku þar sem Abraham var þar fyrir 5.000 árum og væri grafinn þarna! Rökin eru álíka öfgafull og ef Norðmenn hertækju Austurvöll og nærliggjandi götur til að troða þar niður 20 fjölskyldum undir hervernd og skjóta á Íslendinga sem vilja komast í Alþingishúsið. Ísrael var byggt á grunni hryðjuverka m.a. í King David hótelinu í Jerúsalem þar sem nær 100 manns létu lífið, helmingurinn Bretar en þá fóru Bretar með yfirráðin. Ísraelsmenn urðu fyrstir til að beita hryðjuverkum til að knýja fram Ísraelsríki og kenndu þannig öðrum íbúum hryðjuverk. Síðan hefur Ísrael sölsað undir sig meira og meira land með ofbeldi þannig að nú er Palestína að þurrkast út af kortinu. Vorum við Íslendingar að styðja og greiða fyrir áframhaldandi ofbeldi, hryðjuverkum og stríðsglæpum með því að viðurkenna Ísrael sem sjálfstætt ríki? Líklegra er að viðurkenningin hafi átt að greiða fyrir því að áætlun Sameinuðu þjóðanna frá 1947 næði fram að ganga.Ábyrgð Íslendinga Íslendingar bera mikla ábyrgð í þessu máli. Eins og staðan er núna höfum við svikið íbúa Palestínu og lagt til aðstoð við ólöglega landtöku sem hrakið hefur fólk af heimilum sínum. Nú þarf frumkvæði héðan að þrýsta á Ísrael að standa við upprunalega samkomulagið um landskiptingu sem er eini raunhæfi byrjunarreiturinn fyrir varanlegan frið. Sambandsríki eða eitt sameiginlegt lýðræðisríki sem sumir hafa velt fyrir sér gæti hugsanlega þróast frá þessum byrjunarreit. Forseti Íslands á að beita sér í þessu máli og boða Ísrael til friðarfundar í Reykjavík til lausnar á deilunni. Jafnframt þarf að gera Ísrael, S.Þ. og heimsbyggðinni grein fyrir því að íslenska þjóðin geti ekki viðurkennt ríki sem þanið hefur verið út með hervaldi á kostnað barna og annarra saklausra borgara sem þannig er haldið áratugum saman í angist og gíslingu. Slíkt ástand ógni heimsfriðnum. Ísrael í dag er eitthvað allt annað en Íslendingar studdu 1948. Þess vegna neyðast Íslendingar til að draga þennan stuðning sinn til baka a.m.k. tímabundið.Innflutningsbann Á meðan hernaðarástandið varir er óhjákvæmilegt annað en Ísland setji innflutningsbann á vörur frá Ísrael. Ísland á að koma fram á alþjóðasviðið með áskorun á aðrar þjóðir að fylgja þessu fordæmi með kröfu um endanlegt friðarsamkomulag. Ísrael afhendi stjórnvöldum í Palestínu það land sem Ísrael hefur hernumið á kostnað flóttamanna. Landamærin verði færð til baka til áætlunar Sameinuðu þjóðanna frá 1947. Byggingar á herteknu svæðunum verði afhentar Palestínufólkinu sem skaðabætur frá Ísrael. Með þessu getur Ísrael sýnt raunverulegan friðarvilja og þá fyrst verið tekið aftur í sátt sem fullvalda ríki.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun