Snjóhengjur Þórður Snær Júlíusson skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Um fátt er meira rætt á Íslandi í dag en snjóhengjur. Ekki þær sem dembast yfir byggðarlög í fjallshlíðum heldur peningalega hengju sem margir telja að geti valdið efnahagslegu snjóflóði. Snjóhengjan er í stuttu máli íslenskar krónur í eigu erlendra aðila sem eru fastar inni í íslensku hagkerfi. Eigendur þeirra skiptast í tvo hópa: jöklabréfaeigendur, sem eiga um 400 milljarða króna, og kröfuhafa íslenskra fyrirtækja, að langstærstu leyti fallinna banka, sem eiga á bilinu 600 til 800 milljarða króna. Eigendur þessara fjármuna vilja fyrir alla mun skipta þeim yfir í nothæfa gjaldmiðla og komast burt héðan. Auk þess eiga innlendir aðilar, aðrir en bankar, um 1.500 milljarða króna í ýmiss konar innlánum. Hluti þess fjármagns myndi ugglaust leita annað ef hann gæti það. Til að stöðva útflæði þessara eigna voru sett hér gjaldeyrishöft. Þau hindra að þessum íslensku krónum verði skipt í erlendan gjaldeyri. Allur gjaldeyrisforði landsins er enda tekinn að láni og dugar vart til að endurgreiða þær erlendu skuldir sem ríkið, sveitarfélög og fjölmörg íslensk fyrirtæki eru með á gjalddaga næstu misserin, hvað þá til að borga út erlendu krónueigendurna. Þessi staða hefur legið fyrir frá því á haustmánuðum 2008. Þann 12. mars síðastliðinn var hún síðan staðfest enn frekar þegar Seðlabankinn beitti sér fyrir því að Alþingi þrengdi höftin þannig að ekki var lengur leyfilegt að greiða út úr þrotabúum föllnu bankanna nema með hans leyfi. Breytingin var keyrð í gegn eftir lokun markaða, og áður en þeir opnuðu daginn eftir, vegna þess að raunverulegur ótti var við að yfirvofandi útgreiðslur úr þrotabúi Glitnis myndu ógna íslenskum fjármálastöðugleika. Upphaflega stóð til að láta breytinguna ná yfir allar eignir þrotabúanna en síðbúin breytingartillaga undanskildi þær erlendu. Fulltrúar kröfuhafa hér á Íslandi höfðu þar mikil áhrif á. Þeir fengu að tala sínu máli víðar innan íslenska stjórnkerfisins en þeir hafa fengið í öðrum ríkjum sem við berum okkur saman við. Þingheimur virtist hins vegar ekki átta sig á alvarleika málsins. Það endurspeglast ágætlega í þeirri staðreynd að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem greiddu atkvæði um breytinguna sögðu nei við henni. Á allra síðustu vikum er hins vegar eins og ljós hafi kviknað í höfði fjölmargra, þar á meðal þingmanna. Þeir hafa áttað sig á því að útgreiðslur úr þrotabúum banka, sem saman eru á meðal stærstu gjaldþrota heimssögunnar, gætu ógnað fjármálastöðugleika þjóðarinnar. Þeir keppast við að leggja fram nýjar tillögur og krefjast þess að umsjón málsins verði færð frá Seðlabankanum til Alþingis. Sumir vilja einfaldlega ekki borga neitt út úr þrotabúum bankanna. Aðrir vilja borga allar kröfur út í íslenskum krónum, sem gerir ekkert annað en að fjölga þeim innan gjaldeyrishaftanna. Ein hugmyndin, sem hópur áhrifamanna berst leynt fyrir, er að nota eignir kröfuhafa til að endurfjármagna Ísland. Hvaða leið sem farin verður er ljóst að um hana verður að ríkja þverpólitísk sátt. Til að hún öðlist þann trúverðugleika sem þarf munu allir þingmenn þurfa að fylkja sér á bak við hana. Það á ekki að ríkja hugmyndafræðilegur ágreiningur um lausn á stærsta efnahagslega vandamáli þjóðarinnar. Um það verður að myndast sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Um fátt er meira rætt á Íslandi í dag en snjóhengjur. Ekki þær sem dembast yfir byggðarlög í fjallshlíðum heldur peningalega hengju sem margir telja að geti valdið efnahagslegu snjóflóði. Snjóhengjan er í stuttu máli íslenskar krónur í eigu erlendra aðila sem eru fastar inni í íslensku hagkerfi. Eigendur þeirra skiptast í tvo hópa: jöklabréfaeigendur, sem eiga um 400 milljarða króna, og kröfuhafa íslenskra fyrirtækja, að langstærstu leyti fallinna banka, sem eiga á bilinu 600 til 800 milljarða króna. Eigendur þessara fjármuna vilja fyrir alla mun skipta þeim yfir í nothæfa gjaldmiðla og komast burt héðan. Auk þess eiga innlendir aðilar, aðrir en bankar, um 1.500 milljarða króna í ýmiss konar innlánum. Hluti þess fjármagns myndi ugglaust leita annað ef hann gæti það. Til að stöðva útflæði þessara eigna voru sett hér gjaldeyrishöft. Þau hindra að þessum íslensku krónum verði skipt í erlendan gjaldeyri. Allur gjaldeyrisforði landsins er enda tekinn að láni og dugar vart til að endurgreiða þær erlendu skuldir sem ríkið, sveitarfélög og fjölmörg íslensk fyrirtæki eru með á gjalddaga næstu misserin, hvað þá til að borga út erlendu krónueigendurna. Þessi staða hefur legið fyrir frá því á haustmánuðum 2008. Þann 12. mars síðastliðinn var hún síðan staðfest enn frekar þegar Seðlabankinn beitti sér fyrir því að Alþingi þrengdi höftin þannig að ekki var lengur leyfilegt að greiða út úr þrotabúum föllnu bankanna nema með hans leyfi. Breytingin var keyrð í gegn eftir lokun markaða, og áður en þeir opnuðu daginn eftir, vegna þess að raunverulegur ótti var við að yfirvofandi útgreiðslur úr þrotabúi Glitnis myndu ógna íslenskum fjármálastöðugleika. Upphaflega stóð til að láta breytinguna ná yfir allar eignir þrotabúanna en síðbúin breytingartillaga undanskildi þær erlendu. Fulltrúar kröfuhafa hér á Íslandi höfðu þar mikil áhrif á. Þeir fengu að tala sínu máli víðar innan íslenska stjórnkerfisins en þeir hafa fengið í öðrum ríkjum sem við berum okkur saman við. Þingheimur virtist hins vegar ekki átta sig á alvarleika málsins. Það endurspeglast ágætlega í þeirri staðreynd að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem greiddu atkvæði um breytinguna sögðu nei við henni. Á allra síðustu vikum er hins vegar eins og ljós hafi kviknað í höfði fjölmargra, þar á meðal þingmanna. Þeir hafa áttað sig á því að útgreiðslur úr þrotabúum banka, sem saman eru á meðal stærstu gjaldþrota heimssögunnar, gætu ógnað fjármálastöðugleika þjóðarinnar. Þeir keppast við að leggja fram nýjar tillögur og krefjast þess að umsjón málsins verði færð frá Seðlabankanum til Alþingis. Sumir vilja einfaldlega ekki borga neitt út úr þrotabúum bankanna. Aðrir vilja borga allar kröfur út í íslenskum krónum, sem gerir ekkert annað en að fjölga þeim innan gjaldeyrishaftanna. Ein hugmyndin, sem hópur áhrifamanna berst leynt fyrir, er að nota eignir kröfuhafa til að endurfjármagna Ísland. Hvaða leið sem farin verður er ljóst að um hana verður að ríkja þverpólitísk sátt. Til að hún öðlist þann trúverðugleika sem þarf munu allir þingmenn þurfa að fylkja sér á bak við hana. Það á ekki að ríkja hugmyndafræðilegur ágreiningur um lausn á stærsta efnahagslega vandamáli þjóðarinnar. Um það verður að myndast sátt.