Kvikmyndamenntun: hin augljósa leið Hjálmar H. Ragnarsson skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Það er mikið fagnaðarefni að nú skuli loksins liggja fyrir tillögur um heildstæða stefnu um kvikmyndamenntun í landinu. Stefnan birtist í nýútkominni skýrslu þriggja manna stýrihóps sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í febrúar síðastliðnum. Skýrslan ber heitið Stefnumótun um kvikmyndamenntun á Íslandi, og má finna hana á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins auk þess sem hún er birt á heimasíðu Listaháskólans. Niðurstöður stýrihópsins byggja á ítarlegri rannsókn á þörfum fyrir námið og núverandi framboði. Enn fremur leggur stýrihópurinn til grundvallar greiningu tveggja mikilsvirtra sérfræðinga á sviði kvikmyndamenntunar, sem leggja sjálfstætt mat á aðstæður hér og gera tillögur um uppbyggingu námsins, skipulag og áherslur. Í tillögum sínum skiptir stýrihópurinn og erlendu sérfræðingarnir kvikmyndamenntuninni í fjögur þrep: l Kvikmynda- og fjölmiðlalæsi, kennt á grunnskólastigi l Almennt kvikmyndanám, kennt á framhaldsskólastigi l Menntun í stoðhlutverkum kvikmyndagerðar (s.s. hljóð, tölvuvinnsla, búningar, leikmyndagerð), kennt á framhaldsskólastigi l Sérhæft nám með áherslu á listrænan grunn og með það að markmiði að útskrifa leiðandi kvikmyndagerðarmenn á sviðum leikstjórnar, handritsgerðar, kvikmyndatöku, klippingar, hljóðs og framleiðslu; háskólamenntun á BA-stigi. Það er mikilvægt hvernig tillögurnar byggja á samfellu frá einu skólastiginu til annars. Grunnurinn er lagður með markvissri kennslu í kvikmynda- og fjölmiðlalæsi á grunnskólastigi, og á framhaldsskólastiginu fá nemendur innsýn í helstu grunnþætti kvikmyndagerðar og skapa sér traustan grunn til frekara náms í kvikmyndagerð eða í tengdum fögum.Greinileg skil Hvert stefnir næst fer eftir því hvort nemandinn vill frekar leggja áherslu á ýmsa tækniþætti og stoðgreinar sem tengjast kvikmyndagerð eða hvort hann vill leggja áherslu á hinn listræna þátt og reyna að skapa sér leiðandi hlutverk í greininni. Að sjálfsögðu útilokar önnur leiðin ekki hina, en samkvæmt greiningu stýrihópsins eru greinileg skil þarna á milli. Fari nemandinn fyrrnefndu leiðina þá liggur leiðin í skóla á framhaldsskólastigi sem hefur yfir að ráða sérhæfðum kennurum á hinum ólíku stoðsviðum kvikmyndagerðar og þeim búnaði og tækjum sem menntun í þessum greinum krefst. Fari hann hina leiðina, vill í listrænt kvikmyndanám, fer hann í listaháskóla þar sem áherslan er lögð á fræðilega greiningu, listræna úrvinnslu, og þverfaglegar tengingar, fyrir utan þau tækifæri sem gefast í háskóla fyrir alþjóðlegt samstarf og tengingar við háskóla erlendis. Varðandi þessi tvö síðari þrep þá hvetur stýrihópurinn til þess að í stað þess að dreifa kröftunum víða verði náminu þjappað í fáa skóla, á framhaldsskólastiginu jafnvel í einn kjarnaskóla, sem þá hefði þeim mun betri aðstöðu og sérhæfðari mannafla til að geta gegnt hlutverki sínu vel en ef skólarnir væru fleiri. Á háskólastiginu blasir það við að aðeins fáir nemendur eru útvaldir hverju sinni og sýnist nefndinni það vera augljóst að slíkt nám eigi hvergi heima annars staðar en í listaháskóla. Þá bendir hópurinn á að BA-gráða frá viðurkenndum háskóla sé lykill að frekara námi erlendis. Þegar tillögur stýrihópsins eru lesnar í þessu samhengi þá finnst manni augljóst að það þjóni best nemendum að hafa skýrar línur um námsleiðir og hvernig eitt leiðir af öðru. Kerfið er fyrir nemendurna, ekki fyrir stofnanirnar eða fyrirtækin. Það er á miklu að byggja í landinu og tækifærin blasa við, en ef við hlúum ekki betur að menntuninni en við gerum nú þá verður lítið úr því forskoti sem landið okkur gefur og kraftmikið fólk. Mikil umræða hefur verið síðustu misseri um kvikmyndamenntun í landinu, sem þó því miður hefur frekar mótast af tilfinningalegum upphlaupum en raunverulegri greiningu og rökstuddum úrlausnum. Sérstaklega var umræðan hávær fyrir u.þ.b. ári síðan þegar málefni Kvikmyndaskóla Íslands voru í brennidepli.Þörf á skýrri stefnu Nú er hins vegar kominn tími til að taka þetta mál á annað plan og stjórnvöld taki skýra stefnu um hvað skuli gera og hvernig. Skýrsla stýrihópsins byggir á faglegri þekkingu og hlutleysi gagnvart þeim hagsmunum sem einstakar stofnanir eða fyrirtæki geta átt í þessu máli. Skýrslan er grunnurinn til að byggja á og nú þurfa stjórnvöld, skólamenn og kvikmyndagerðarfólk að taka höndum saman og hrinda tillögunum í framkvæmd. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að nú skuli loksins liggja fyrir tillögur um heildstæða stefnu um kvikmyndamenntun í landinu. Stefnan birtist í nýútkominni skýrslu þriggja manna stýrihóps sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í febrúar síðastliðnum. Skýrslan ber heitið Stefnumótun um kvikmyndamenntun á Íslandi, og má finna hana á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins auk þess sem hún er birt á heimasíðu Listaháskólans. Niðurstöður stýrihópsins byggja á ítarlegri rannsókn á þörfum fyrir námið og núverandi framboði. Enn fremur leggur stýrihópurinn til grundvallar greiningu tveggja mikilsvirtra sérfræðinga á sviði kvikmyndamenntunar, sem leggja sjálfstætt mat á aðstæður hér og gera tillögur um uppbyggingu námsins, skipulag og áherslur. Í tillögum sínum skiptir stýrihópurinn og erlendu sérfræðingarnir kvikmyndamenntuninni í fjögur þrep: l Kvikmynda- og fjölmiðlalæsi, kennt á grunnskólastigi l Almennt kvikmyndanám, kennt á framhaldsskólastigi l Menntun í stoðhlutverkum kvikmyndagerðar (s.s. hljóð, tölvuvinnsla, búningar, leikmyndagerð), kennt á framhaldsskólastigi l Sérhæft nám með áherslu á listrænan grunn og með það að markmiði að útskrifa leiðandi kvikmyndagerðarmenn á sviðum leikstjórnar, handritsgerðar, kvikmyndatöku, klippingar, hljóðs og framleiðslu; háskólamenntun á BA-stigi. Það er mikilvægt hvernig tillögurnar byggja á samfellu frá einu skólastiginu til annars. Grunnurinn er lagður með markvissri kennslu í kvikmynda- og fjölmiðlalæsi á grunnskólastigi, og á framhaldsskólastiginu fá nemendur innsýn í helstu grunnþætti kvikmyndagerðar og skapa sér traustan grunn til frekara náms í kvikmyndagerð eða í tengdum fögum.Greinileg skil Hvert stefnir næst fer eftir því hvort nemandinn vill frekar leggja áherslu á ýmsa tækniþætti og stoðgreinar sem tengjast kvikmyndagerð eða hvort hann vill leggja áherslu á hinn listræna þátt og reyna að skapa sér leiðandi hlutverk í greininni. Að sjálfsögðu útilokar önnur leiðin ekki hina, en samkvæmt greiningu stýrihópsins eru greinileg skil þarna á milli. Fari nemandinn fyrrnefndu leiðina þá liggur leiðin í skóla á framhaldsskólastigi sem hefur yfir að ráða sérhæfðum kennurum á hinum ólíku stoðsviðum kvikmyndagerðar og þeim búnaði og tækjum sem menntun í þessum greinum krefst. Fari hann hina leiðina, vill í listrænt kvikmyndanám, fer hann í listaháskóla þar sem áherslan er lögð á fræðilega greiningu, listræna úrvinnslu, og þverfaglegar tengingar, fyrir utan þau tækifæri sem gefast í háskóla fyrir alþjóðlegt samstarf og tengingar við háskóla erlendis. Varðandi þessi tvö síðari þrep þá hvetur stýrihópurinn til þess að í stað þess að dreifa kröftunum víða verði náminu þjappað í fáa skóla, á framhaldsskólastiginu jafnvel í einn kjarnaskóla, sem þá hefði þeim mun betri aðstöðu og sérhæfðari mannafla til að geta gegnt hlutverki sínu vel en ef skólarnir væru fleiri. Á háskólastiginu blasir það við að aðeins fáir nemendur eru útvaldir hverju sinni og sýnist nefndinni það vera augljóst að slíkt nám eigi hvergi heima annars staðar en í listaháskóla. Þá bendir hópurinn á að BA-gráða frá viðurkenndum háskóla sé lykill að frekara námi erlendis. Þegar tillögur stýrihópsins eru lesnar í þessu samhengi þá finnst manni augljóst að það þjóni best nemendum að hafa skýrar línur um námsleiðir og hvernig eitt leiðir af öðru. Kerfið er fyrir nemendurna, ekki fyrir stofnanirnar eða fyrirtækin. Það er á miklu að byggja í landinu og tækifærin blasa við, en ef við hlúum ekki betur að menntuninni en við gerum nú þá verður lítið úr því forskoti sem landið okkur gefur og kraftmikið fólk. Mikil umræða hefur verið síðustu misseri um kvikmyndamenntun í landinu, sem þó því miður hefur frekar mótast af tilfinningalegum upphlaupum en raunverulegri greiningu og rökstuddum úrlausnum. Sérstaklega var umræðan hávær fyrir u.þ.b. ári síðan þegar málefni Kvikmyndaskóla Íslands voru í brennidepli.Þörf á skýrri stefnu Nú er hins vegar kominn tími til að taka þetta mál á annað plan og stjórnvöld taki skýra stefnu um hvað skuli gera og hvernig. Skýrsla stýrihópsins byggir á faglegri þekkingu og hlutleysi gagnvart þeim hagsmunum sem einstakar stofnanir eða fyrirtæki geta átt í þessu máli. Skýrslan er grunnurinn til að byggja á og nú þurfa stjórnvöld, skólamenn og kvikmyndagerðarfólk að taka höndum saman og hrinda tillögunum í framkvæmd. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun