Opið bréf til karla Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Ert þú að "missa stjórn á þér" í árekstrum við maka þinn? Ert þú "sjúklega afbrýðisamur" og ræður bara ekki við það? Finnst þér að maki þinni viti "á hvaða takka hún á að ýta" til að "gera" þig reiðan? Telur þú að ofbeldið sé það eina sem hún tekur mark á? – Ef svör þín við einhverjum þessara spurninga eru já, lestu þá áfram… Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi: "Heimilisfriður – heimsfriður", viljum við nota tækifærið og ávarpa sérstaklega þá karla sem beita eða hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum.Vanmáttur og vankunnátta Hvers vegna beita sumir karlar ofbeldi í nánum samböndum? Við því eru ekki einföld svör. Sumir yfirfæra eigin reynslu af ofbeldi í æsku og beita því sem fyrir þeim var haft. Tengsl heimilisofbeldis og vímuefnaneyslu eru vel þekkt. Þá er ljóst að fylgni er milli atvinnuleysis, fjárhagserfiðleika og heimilisofbeldis. Bent hefur verið á að brengluð sýn karla á kynhlutverk geti verið réttlæting ofbeldisbeitingar. Í grunninn er ofbeldi þó fyrst og fremst byggt á vanmætti og vankunnáttu. Ofbeldið er "úrræði" til að ná yfirráðum eða þvinga fram vilja sinn, í kringumstæðum þar sem ofbeldismaðurinn kann ekki aðrar leiðir til að höndla sjálfan sig og samspilið við maka sinn. Ofbeldi er ekki einungis líkamlegt heldur getur það einnig birst sem andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi sem beinist að dauðum hlutum. Það kann að vera að þér finnist hegðun þín ekki vera ofbeldi, en hún getur engu að síður verið mjög ógnandi fyrir þann sem fyrir verður. Karlar til ábyrgðar (KTÁ) er sérhæft meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum. Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hópmeðferð hjá sálfræðingum. Þegar þú pantar tíma (s. 555 3020; kta@lifogsal.is) er þér boðið einstaklingsviðtal, þar sem staðan er metin og meðferð hefst. Framhaldið getur ýmist verið áframhaldandi einstaklingsmeðferð eða hópmeðferð. Þó konur beiti einnig ofbeldi í nánum samböndum, þá er það engu að síður staðreynd að í alvarlegustu tilvikum heimilisofbeldis eru karlar oftast gerendur. Þess vegna er rökrétt að meðferð fyrir gerendur beinist í fyrstu umferð að körlum.Ábyrgð á eigin hegðun Eins og nafnið bendir til er þungamiðja meðferðarinnar að taka ábyrgð á eigin ofbeldishegðun og í framhaldinu að þróa leiðir til að takast á uppbyggilegan hátt á við það sem upp kann að koma í samskiptum. Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja og sjái sjálfur um að panta sér viðtal. Undantekningar á þessari meginreglu eru t.d. þegar barnaverndaraðilar vísa málum til KTÁ. Ekki er boðið upp á hjónaviðtöl, en mökum er boðið upp á tvö viðtöl við upphaf og lok meðferðar til að meta öryggi maka og barna. Með því að bjóða einungis upp á einstaklingsmeðferð fyrir þann sem ofbeldinu beitir er verið að undirstrika að ábyrgðin á ofbeldinu liggur alfarið hjá gerandanum. Og lykillinn að lausn vandans er að axla þá ábyrgð. Makar fá skriflega kynningu á meðferðinni og þeim áherslum sem þar eru lagðar til grundvallar. Auk þess er þeim bent á önnur stuðningsúrræði eftir því sem við á. Skaðlegt fyrir börn Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hversu skaðlegt það er fyrir börn að búa við ofbeldi á heimili. Hvort sem börnin verða beinlínis vitni að ofbeldinu eða ekki, þá búa þau engu að síður við afleiðingar þess. Í samstarfi við KTÁ og Alternativ til vold í Noregi kom Barnaverndarstofa á fót hópmeðferð fyrir börn sem búið hafa við ofbeldi á heimili árið 2010. Við hjá KTÁ leggjum mikla áherslu á að börn þeirra karla sem til okkar leita eigi kost á þessum stuðningi og hvetjum foreldra til að snúa sér þangað. Þér kann að finnast erfitt að stíga fyrsta skrefið og biðja um aðstoð. En að taka ábyrgð á eigin hegðun, sætta þig ekki við eigið ofbeldi, heldur horfast í augu við vandann, vilja læra nýjar leiðir í samskiptum, það gerir þig að meiri manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ert þú að "missa stjórn á þér" í árekstrum við maka þinn? Ert þú "sjúklega afbrýðisamur" og ræður bara ekki við það? Finnst þér að maki þinni viti "á hvaða takka hún á að ýta" til að "gera" þig reiðan? Telur þú að ofbeldið sé það eina sem hún tekur mark á? – Ef svör þín við einhverjum þessara spurninga eru já, lestu þá áfram… Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi: "Heimilisfriður – heimsfriður", viljum við nota tækifærið og ávarpa sérstaklega þá karla sem beita eða hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum.Vanmáttur og vankunnátta Hvers vegna beita sumir karlar ofbeldi í nánum samböndum? Við því eru ekki einföld svör. Sumir yfirfæra eigin reynslu af ofbeldi í æsku og beita því sem fyrir þeim var haft. Tengsl heimilisofbeldis og vímuefnaneyslu eru vel þekkt. Þá er ljóst að fylgni er milli atvinnuleysis, fjárhagserfiðleika og heimilisofbeldis. Bent hefur verið á að brengluð sýn karla á kynhlutverk geti verið réttlæting ofbeldisbeitingar. Í grunninn er ofbeldi þó fyrst og fremst byggt á vanmætti og vankunnáttu. Ofbeldið er "úrræði" til að ná yfirráðum eða þvinga fram vilja sinn, í kringumstæðum þar sem ofbeldismaðurinn kann ekki aðrar leiðir til að höndla sjálfan sig og samspilið við maka sinn. Ofbeldi er ekki einungis líkamlegt heldur getur það einnig birst sem andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi sem beinist að dauðum hlutum. Það kann að vera að þér finnist hegðun þín ekki vera ofbeldi, en hún getur engu að síður verið mjög ógnandi fyrir þann sem fyrir verður. Karlar til ábyrgðar (KTÁ) er sérhæft meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum. Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hópmeðferð hjá sálfræðingum. Þegar þú pantar tíma (s. 555 3020; kta@lifogsal.is) er þér boðið einstaklingsviðtal, þar sem staðan er metin og meðferð hefst. Framhaldið getur ýmist verið áframhaldandi einstaklingsmeðferð eða hópmeðferð. Þó konur beiti einnig ofbeldi í nánum samböndum, þá er það engu að síður staðreynd að í alvarlegustu tilvikum heimilisofbeldis eru karlar oftast gerendur. Þess vegna er rökrétt að meðferð fyrir gerendur beinist í fyrstu umferð að körlum.Ábyrgð á eigin hegðun Eins og nafnið bendir til er þungamiðja meðferðarinnar að taka ábyrgð á eigin ofbeldishegðun og í framhaldinu að þróa leiðir til að takast á uppbyggilegan hátt á við það sem upp kann að koma í samskiptum. Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja og sjái sjálfur um að panta sér viðtal. Undantekningar á þessari meginreglu eru t.d. þegar barnaverndaraðilar vísa málum til KTÁ. Ekki er boðið upp á hjónaviðtöl, en mökum er boðið upp á tvö viðtöl við upphaf og lok meðferðar til að meta öryggi maka og barna. Með því að bjóða einungis upp á einstaklingsmeðferð fyrir þann sem ofbeldinu beitir er verið að undirstrika að ábyrgðin á ofbeldinu liggur alfarið hjá gerandanum. Og lykillinn að lausn vandans er að axla þá ábyrgð. Makar fá skriflega kynningu á meðferðinni og þeim áherslum sem þar eru lagðar til grundvallar. Auk þess er þeim bent á önnur stuðningsúrræði eftir því sem við á. Skaðlegt fyrir börn Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hversu skaðlegt það er fyrir börn að búa við ofbeldi á heimili. Hvort sem börnin verða beinlínis vitni að ofbeldinu eða ekki, þá búa þau engu að síður við afleiðingar þess. Í samstarfi við KTÁ og Alternativ til vold í Noregi kom Barnaverndarstofa á fót hópmeðferð fyrir börn sem búið hafa við ofbeldi á heimili árið 2010. Við hjá KTÁ leggjum mikla áherslu á að börn þeirra karla sem til okkar leita eigi kost á þessum stuðningi og hvetjum foreldra til að snúa sér þangað. Þér kann að finnast erfitt að stíga fyrsta skrefið og biðja um aðstoð. En að taka ábyrgð á eigin hegðun, sætta þig ekki við eigið ofbeldi, heldur horfast í augu við vandann, vilja læra nýjar leiðir í samskiptum, það gerir þig að meiri manni.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun