Öflugt barna- og unglingastarf 24. nóvember 2012 00:01 Kári Allansson, organisti og kórstjóri, segir mikinn slagkraft vera í tónlistarlífinu í Háteigskirkju og gaman að taka þátt í því. MYND/GVA Arnar Ragnarsson, æskulýðsleiðtogi og nemi í íþróttafræði, sér um barna- og unglingastarf Háteigskirkju ásamt Sólveigu Ástu Sigurðardóttir, æskulýðsleiðtoga og nema í bókmenntafræði. „Starfið hjá okkur er í stöðugri sókn og miklum blóma. Fjöldi þeirra sem mætir hefur aukist í öllum aldursflokkum enda er mjög gaman hjá okkur og við reynum að mæta þörfum og áhugasviði flestra,“ segir Arnar. Arnar tók þátt í kirkjustarfi sem barn og hefur áhuga á að gefa ungum krökkum tækifæri til að upplifa eitthvað skemmtilegt eins og hann gerði sjálfur í því starfi. „Starfið hjá okkur er mjög fjölbreytt og við reynum að gera krökkunum kleift að upplifa eitthvað sem þau gera ekki annars staðar. Við leggjum mikla áherslu á það að boða börnum sem til okkar koma trúna á Jesú Krist. Við sköpum umhverfi þar sem þau læra góð gildi sem koma fram í Biblíunni. Leikir eru líka frábær leið til að læra og við fléttum saman leiki og trú.“ Barna- og unglingastarfið í Háteigskirkju er hópaskipt. Sunnudagaskólinn er á sunnudagsmorgnum klukkan 11. Starf fyrir tíu til tólf ára er á þriðjudögum, fyrst stelpur klukkan 16 og svo strákar klukkan 17.30. Á þriðjudagskvöldum hittast unglingar í 8. til 10. bekk og eru áttundubekkingarnir sér en 9. og 10. bekkur saman. „Það hefur gefist vel að skipta þessu niður, þannig náum við til sem flestra og krakkarnir fá frekar að gera það sem þau hafa áhuga á enda hafa þessir hópar áhuga á ólíkum hlutum. Markmiðið með hópaskiptingunni er að þá getum við betur haft dagskrána einstaklingsmiðaða og náð þannig betur til þess aldurshóps sem verið er að vinna með hverju sinni. Oft förum við eitthvað út fyrir kirkjuna öll saman og höfum við til dæmis farið í sund og bíó. Einnig er alltaf farið í lengri ferðir þar sem er gist yfir nótt. Unglingarnir fara einu sinni á önn og yngri börnin fara á vorin. Við fórum með unglingana núna í haust á Landsmót kirkjunnar á Egilsstöðum þar sem var mikið stuð og gaman. Við reynum að skapa góðar stundir fyrir krakkana þannig að þau fari með jákvæða mynd af kirkjunni út í lífið,“ segir Arnar. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Arnar Ragnarsson, æskulýðsleiðtogi og nemi í íþróttafræði, sér um barna- og unglingastarf Háteigskirkju ásamt Sólveigu Ástu Sigurðardóttir, æskulýðsleiðtoga og nema í bókmenntafræði. „Starfið hjá okkur er í stöðugri sókn og miklum blóma. Fjöldi þeirra sem mætir hefur aukist í öllum aldursflokkum enda er mjög gaman hjá okkur og við reynum að mæta þörfum og áhugasviði flestra,“ segir Arnar. Arnar tók þátt í kirkjustarfi sem barn og hefur áhuga á að gefa ungum krökkum tækifæri til að upplifa eitthvað skemmtilegt eins og hann gerði sjálfur í því starfi. „Starfið hjá okkur er mjög fjölbreytt og við reynum að gera krökkunum kleift að upplifa eitthvað sem þau gera ekki annars staðar. Við leggjum mikla áherslu á það að boða börnum sem til okkar koma trúna á Jesú Krist. Við sköpum umhverfi þar sem þau læra góð gildi sem koma fram í Biblíunni. Leikir eru líka frábær leið til að læra og við fléttum saman leiki og trú.“ Barna- og unglingastarfið í Háteigskirkju er hópaskipt. Sunnudagaskólinn er á sunnudagsmorgnum klukkan 11. Starf fyrir tíu til tólf ára er á þriðjudögum, fyrst stelpur klukkan 16 og svo strákar klukkan 17.30. Á þriðjudagskvöldum hittast unglingar í 8. til 10. bekk og eru áttundubekkingarnir sér en 9. og 10. bekkur saman. „Það hefur gefist vel að skipta þessu niður, þannig náum við til sem flestra og krakkarnir fá frekar að gera það sem þau hafa áhuga á enda hafa þessir hópar áhuga á ólíkum hlutum. Markmiðið með hópaskiptingunni er að þá getum við betur haft dagskrána einstaklingsmiðaða og náð þannig betur til þess aldurshóps sem verið er að vinna með hverju sinni. Oft förum við eitthvað út fyrir kirkjuna öll saman og höfum við til dæmis farið í sund og bíó. Einnig er alltaf farið í lengri ferðir þar sem er gist yfir nótt. Unglingarnir fara einu sinni á önn og yngri börnin fara á vorin. Við fórum með unglingana núna í haust á Landsmót kirkjunnar á Egilsstöðum þar sem var mikið stuð og gaman. Við reynum að skapa góðar stundir fyrir krakkana þannig að þau fari með jákvæða mynd af kirkjunni út í lífið,“ segir Arnar.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira