25 ára afmæli Árbæjarkirkju fagnað á léttu nótunum 24. nóvember 2012 00:01 Hér er starfsfólk Árbæjarkirkju ásamt krökkum úr 7 til 9 ára starfi kirkjunnar sem haldið er reglulega. mynd/gva MYND/GVA Aðventan í Árbæjarkirkju verður viðburðamikil í ár líkt og undanfarin ár. Kórsöngur, barnaleikhús, líknarsjóðshappdrætti og gospeltónleikar eru á meðal þess sem á dagskrá verður. Umfangsmikið kórastarf mun einkenna aðventuna undir nafninu Kórafoss. „Í ár mun verða gert örlítið betur þar sem kirkjan fagnar 25 ára vígsluafmæli,“ segir Þór Hauksson, sóknarprestur Árbæjarkirkju. Fyrsti sunnudagur í aðventu 2. desember Fyrsti sunnudagurinn í aðventunni í Árbæjarkirkju er Kirkjudagurinn, en þá er afmæli kirkjunnar fagnað. „Dagurinn byrjar á sunnudagaskóla klukkan ellefu líkt og venjulega. Klukkan tvö verður svo hátíðarguðsþjónusta þar sem biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, predikar. Þá mun, auk Agnesar, séra Guðmundur Þorsteinsson, sem var fyrsti sóknarprestur Árbæjarsafnaðar, þjóna með mér og séra Sigrúnu Óskarsdóttur. Mikill fjöldi tónlistarfólks kemur fram í messunni, en Þóra Gylfadóttir syngur einsöng og kór Landsvirkjunar kemur í heimsókn og syngur bæði einn og með kirkjukórnum okkar.“Kvenfélagskaffihlaðborð Eftir messuna mun Kvenfélag Árbæjarsafnaðar vera með sitt árlega kaffihlaðborð og líknarsjóðshappdrætti. „Fyrirtæki og einstaklingar hafa þá lagt til ýmsan varning sem Kvenfélagið hefur safnað saman og pakkað inn. Þær eru ótrúlega öflugar þessar konur, hafa prjónað og föndrað alls kyns muni sem verða einnig í happdrættinu. Allur ágóðinn rennur svo í styrktarsjóð Árbæjarkirkju sem notaður er til að aðstoða safnaðarmeðlimi sem þurfa á hjálp að halda.“Annar sunnudagur í aðventu 9. desember Annan sunnudag í aðventu mun svo Árbæjarkirkja og íþróttafélagið Fjölnir slá upp balli. „Þá verður dansað í kringum jólatréð, sungin jólalög og vonandi láta einhverjir jólasveinar sjá sig. Þeir hafa nú vanalega litið við með eitthvað í pokanum sínum.“ Um kvöldið klukkan átta er svo aðventukvöld þar sem ræðuhaldari verður fréttakonan Edda Andrésdóttir. Hvorki meira né minna en þrír kórar munu syngja þetta kvöld, svo búast má við að þakið rifni af kirkjunni. „Það er samstarfsverkefni í gangi hérna milli Árbæjarkirkjukórs, Grafarholtskirkjukórs og Grafarvogskirkjukórs. Þeir eru búnir að æfa saman dagskrá og munu á næstunni syngja saman í öllum þessum þremur kirkjum. Á dagskránni verða sjálfsagt klassískir kirkjusálmar og ég veit að endað verður á Heims um ból. Það verður helg stund að hlusta á þessa kóra syngja saman og kórstjórinn okkar, Krisztina Kalló Szklenár, á heiður skilinn fyrir gott starf með kórnum okkar,“ segir Þór. Gospeltónleikar 12. desember Þriðjudaginn 12. desember klukkan 20 verður Gospelkór Árbæjarkirkju með tónleika. „Kórinn okkar er einn elsti gospelkór landsins og verður þrettán ára um þessar mundir. Ingvar Alfreðsson stýrir honum og má búast við léttri og skemmtilegri stemningu.“Þriðji sunnudagur í aðventu 16. desember „Möguleikhúsið kemur í sunnudagaskólann til okkar klukkan ellefu með leiksýningu sem minnir okkur á inntak jólanna. Þetta verður kósí stund, þar sem fjölskyldan getur mætt og horft á fallega leiksýningu. Að öðru leyti verður ekki meira um að vera þann daginn í kirkjunni og kórinn og organistinn fá smá frí.“ Messur um jólin Á aðfangadag verða tvær messur í Árbæjarkirkju, ein klukkan ellefu að morgni og önnur klukkan ellefu að kvöldi. „Það er alltaf sama fólkið sem mætir í messur á aðfangadag. Mikill munur er þó á andrúmslofti á þessum tveimur messum. Fólk er mun afslappaðra í seinni messunni, enda mesta jólastressið búið. Aðrar messur eru á jóladag klukkan tvö og annan í jólum klukkan ellefu, en þá er fjölskyldustund. Það er því nóg að gera hjá okkur hér um jólin og allir hjartanlega velkomnir.“ Jólafréttir Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól Gilsbakkaþula Jól Fylking engla Jól
Aðventan í Árbæjarkirkju verður viðburðamikil í ár líkt og undanfarin ár. Kórsöngur, barnaleikhús, líknarsjóðshappdrætti og gospeltónleikar eru á meðal þess sem á dagskrá verður. Umfangsmikið kórastarf mun einkenna aðventuna undir nafninu Kórafoss. „Í ár mun verða gert örlítið betur þar sem kirkjan fagnar 25 ára vígsluafmæli,“ segir Þór Hauksson, sóknarprestur Árbæjarkirkju. Fyrsti sunnudagur í aðventu 2. desember Fyrsti sunnudagurinn í aðventunni í Árbæjarkirkju er Kirkjudagurinn, en þá er afmæli kirkjunnar fagnað. „Dagurinn byrjar á sunnudagaskóla klukkan ellefu líkt og venjulega. Klukkan tvö verður svo hátíðarguðsþjónusta þar sem biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, predikar. Þá mun, auk Agnesar, séra Guðmundur Þorsteinsson, sem var fyrsti sóknarprestur Árbæjarsafnaðar, þjóna með mér og séra Sigrúnu Óskarsdóttur. Mikill fjöldi tónlistarfólks kemur fram í messunni, en Þóra Gylfadóttir syngur einsöng og kór Landsvirkjunar kemur í heimsókn og syngur bæði einn og með kirkjukórnum okkar.“Kvenfélagskaffihlaðborð Eftir messuna mun Kvenfélag Árbæjarsafnaðar vera með sitt árlega kaffihlaðborð og líknarsjóðshappdrætti. „Fyrirtæki og einstaklingar hafa þá lagt til ýmsan varning sem Kvenfélagið hefur safnað saman og pakkað inn. Þær eru ótrúlega öflugar þessar konur, hafa prjónað og föndrað alls kyns muni sem verða einnig í happdrættinu. Allur ágóðinn rennur svo í styrktarsjóð Árbæjarkirkju sem notaður er til að aðstoða safnaðarmeðlimi sem þurfa á hjálp að halda.“Annar sunnudagur í aðventu 9. desember Annan sunnudag í aðventu mun svo Árbæjarkirkja og íþróttafélagið Fjölnir slá upp balli. „Þá verður dansað í kringum jólatréð, sungin jólalög og vonandi láta einhverjir jólasveinar sjá sig. Þeir hafa nú vanalega litið við með eitthvað í pokanum sínum.“ Um kvöldið klukkan átta er svo aðventukvöld þar sem ræðuhaldari verður fréttakonan Edda Andrésdóttir. Hvorki meira né minna en þrír kórar munu syngja þetta kvöld, svo búast má við að þakið rifni af kirkjunni. „Það er samstarfsverkefni í gangi hérna milli Árbæjarkirkjukórs, Grafarholtskirkjukórs og Grafarvogskirkjukórs. Þeir eru búnir að æfa saman dagskrá og munu á næstunni syngja saman í öllum þessum þremur kirkjum. Á dagskránni verða sjálfsagt klassískir kirkjusálmar og ég veit að endað verður á Heims um ból. Það verður helg stund að hlusta á þessa kóra syngja saman og kórstjórinn okkar, Krisztina Kalló Szklenár, á heiður skilinn fyrir gott starf með kórnum okkar,“ segir Þór. Gospeltónleikar 12. desember Þriðjudaginn 12. desember klukkan 20 verður Gospelkór Árbæjarkirkju með tónleika. „Kórinn okkar er einn elsti gospelkór landsins og verður þrettán ára um þessar mundir. Ingvar Alfreðsson stýrir honum og má búast við léttri og skemmtilegri stemningu.“Þriðji sunnudagur í aðventu 16. desember „Möguleikhúsið kemur í sunnudagaskólann til okkar klukkan ellefu með leiksýningu sem minnir okkur á inntak jólanna. Þetta verður kósí stund, þar sem fjölskyldan getur mætt og horft á fallega leiksýningu. Að öðru leyti verður ekki meira um að vera þann daginn í kirkjunni og kórinn og organistinn fá smá frí.“ Messur um jólin Á aðfangadag verða tvær messur í Árbæjarkirkju, ein klukkan ellefu að morgni og önnur klukkan ellefu að kvöldi. „Það er alltaf sama fólkið sem mætir í messur á aðfangadag. Mikill munur er þó á andrúmslofti á þessum tveimur messum. Fólk er mun afslappaðra í seinni messunni, enda mesta jólastressið búið. Aðrar messur eru á jóladag klukkan tvö og annan í jólum klukkan ellefu, en þá er fjölskyldustund. Það er því nóg að gera hjá okkur hér um jólin og allir hjartanlega velkomnir.“
Jólafréttir Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól Gilsbakkaþula Jól Fylking engla Jól