Reykvíkingar, gætum okkar hagsmuna á Alþingi 23. nóvember 2012 06:00 Laugardaginn 24. nóvember nk. er prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna komandi alþingiskosninga. Þar gefst Reykvíkingum tækifæri til að velja þingmannsefni til að halda á málefnum höfuðborgarinnar og landsins alls næstu ár. Það skiptir máli að velja af kostgæfni og yfirvegun. Verulega hefur skort á að hagsmunum Reykvíkinga sé nægilega vel gætt á Alþingi. Þeir tiltölulega fáu þingmenn sem þéttbýlið hefur verða að beita sér betur fyrir sína kjósendur. Það er eins og fulltrúar þéttbýlisins koðni niður þegar þeir koma á þing og allir verða vinir á kaffistofunni. Meirihlutinn, þ.e. landsbyggðin, ræður mestu. Ekki fulltrúar meirihluta þjóðarinnar á SV-horninu. Það heyrist helst frá þéttbýlisþingmönnum rétt fyrir kosningar. Þá allt í einu dúkka þeir upp í fjölmiðlum á hverjum degi. Að sjálfsögðu er landið allt ein heild og þéttbýli og landsbyggð þurfa að vinna vel saman. En þegar litið er yfir síðustu áratugi sést greinilega hvað hallað hefur á hagsmuni skattgreiðenda og neytenda á SV-horninu. Hér á eftir eru nokkrir liðir þar sem hagsmuna okkar á SV-horninu hefur ekki verið nægilega vel gætt: Við þurfum lágt matvælaverð og fjölbreytt matvæli. Það eru strangar innflutningshömlur á landbúnaðarafurðum og það sem leyft er að flytja inn er sumt ofurskattað til að vernda íslenska framleiðslu. Við þurfum stöðuga mynt og lága vexti á skuldir okkar. Heimilin berjast nú við ógnvænlegan skuldavanda meðal annars vegna verðtryggðra lána. Nærri 30.000 okkar eru á vanskilaskrá og tugir þúsunda til viðbótar hafa glatað eigin fé í sínum fasteignum og sjá fram á stökkbreytt lán og afborganir næstu áratugi. Landinu er haldið utan við ESB og evruna til að vernda landbúnaðinn og sjávarútveginn sem að vísu er á misskilningi byggt og á ekki að gera með þeim hætti sem gert hefur verið. Við sitjum uppi með einn dýrasta landbúnað í heimi án þess að hafa efni á því. Varðandi sjávarútveginn er útlit fyrir að samningar um hann verði þess eðlis að við getum vel við unað, en það er að sjálfsögðu úrslitaatriði. Það felast líka mikil tækifæri í því fyrir landbúnaðinn og sjávarútveginn að við göngum í ESB. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin munu því ekki andvíg. Við kunnum sjávarútveg ágætlega og getum vaxið erlendis ef tækifærin væru opnari. Við sitjum uppi með að vera áhrifalaus í EES en taka samt við regluverkinu. Við sitjum uppi með ónýta krónu sem er ekki gjaldgeng, en það er meginhlutverk gjaldmiðla að vera gjaldgengir og halda verðgildi sínu. Óstöðugleiki krónunnar leiddi til þess að verðtrygging var tekin upp sem núna hefur gert tugi þúsunda Íslendinga eignalausa og ofurskuldsetta. Vextir í krónunni eru óbærilegir sem drepur niður fyrirtæki og heimili. Við þurfum evruna, trausta alþjóðlega gjaldgenga mynt, sem heldur verðgildi sínu sæmilega. Með evrunni kemur stöðugleiki, lág verðbólga og lágir vextir. Við þurfum lægri skatta. Skattar eru orðnir það háir að það kemur hart niður á fólki og fyrirtækjum. Ofurskattarnir eru hamlandi fyrir vöxt fyrirtækja og minnka það sem heimili og fyrirtæki hafa til ráðstöfunar. Hluti skattanna gengur frá þéttbýlinu á SV-horninu út á land til landbúnaðar, samgangna og fleira. Það er eðlilegt að vissu marki, en það hefur verið gengið allt of langt í því efni. Við þurfum að taka á óráðsíunni og lækka svo skattana. Við þurfum góð atvinnutækifæri sem greiða góð laun. Með inngöngu í ESB og tilkomu evrunnar myndu nýju útflutningsatvinnugreinarnar, svo sem Marel, Össur og Actavis að ógleymdri ferðamannaþjónustu, vaxa hraðar og dafna í stað þess að flýja land. Með því að taka á landbúnaðaróráðsíunni, ganga í ESB og taka upp evruna myndi ráðstöfunarfé heimila í þéttbýlinu aukast um 50 til 100 kr. á mánuði þegar fram í sækir, en það tekur tíma að koma fram. Það þarf raunhæfari lausnir, það nægir ekki að segjast bara vilja lækka skatta. Það þarf að segja hvernig það á að gerast. Kjósendur ættu að huga að verulegri endurnýjun fulltrúa á Alþingi og velja til starfa víðsýnt, frjálslynt, öflugt fólk af báðum kynjum. Ekki láta stórar og miklar auglýsingar glepja sig í því efni. Ekki kjósa bara frægt og ríkt fólk þó það geti verið ágætt. Huga að mannkostum, menntun, reynslu og málefnum frambjóðenda. Reykvíkingar, þið eigið leikinn á laugardag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Laugardaginn 24. nóvember nk. er prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna komandi alþingiskosninga. Þar gefst Reykvíkingum tækifæri til að velja þingmannsefni til að halda á málefnum höfuðborgarinnar og landsins alls næstu ár. Það skiptir máli að velja af kostgæfni og yfirvegun. Verulega hefur skort á að hagsmunum Reykvíkinga sé nægilega vel gætt á Alþingi. Þeir tiltölulega fáu þingmenn sem þéttbýlið hefur verða að beita sér betur fyrir sína kjósendur. Það er eins og fulltrúar þéttbýlisins koðni niður þegar þeir koma á þing og allir verða vinir á kaffistofunni. Meirihlutinn, þ.e. landsbyggðin, ræður mestu. Ekki fulltrúar meirihluta þjóðarinnar á SV-horninu. Það heyrist helst frá þéttbýlisþingmönnum rétt fyrir kosningar. Þá allt í einu dúkka þeir upp í fjölmiðlum á hverjum degi. Að sjálfsögðu er landið allt ein heild og þéttbýli og landsbyggð þurfa að vinna vel saman. En þegar litið er yfir síðustu áratugi sést greinilega hvað hallað hefur á hagsmuni skattgreiðenda og neytenda á SV-horninu. Hér á eftir eru nokkrir liðir þar sem hagsmuna okkar á SV-horninu hefur ekki verið nægilega vel gætt: Við þurfum lágt matvælaverð og fjölbreytt matvæli. Það eru strangar innflutningshömlur á landbúnaðarafurðum og það sem leyft er að flytja inn er sumt ofurskattað til að vernda íslenska framleiðslu. Við þurfum stöðuga mynt og lága vexti á skuldir okkar. Heimilin berjast nú við ógnvænlegan skuldavanda meðal annars vegna verðtryggðra lána. Nærri 30.000 okkar eru á vanskilaskrá og tugir þúsunda til viðbótar hafa glatað eigin fé í sínum fasteignum og sjá fram á stökkbreytt lán og afborganir næstu áratugi. Landinu er haldið utan við ESB og evruna til að vernda landbúnaðinn og sjávarútveginn sem að vísu er á misskilningi byggt og á ekki að gera með þeim hætti sem gert hefur verið. Við sitjum uppi með einn dýrasta landbúnað í heimi án þess að hafa efni á því. Varðandi sjávarútveginn er útlit fyrir að samningar um hann verði þess eðlis að við getum vel við unað, en það er að sjálfsögðu úrslitaatriði. Það felast líka mikil tækifæri í því fyrir landbúnaðinn og sjávarútveginn að við göngum í ESB. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin munu því ekki andvíg. Við kunnum sjávarútveg ágætlega og getum vaxið erlendis ef tækifærin væru opnari. Við sitjum uppi með að vera áhrifalaus í EES en taka samt við regluverkinu. Við sitjum uppi með ónýta krónu sem er ekki gjaldgeng, en það er meginhlutverk gjaldmiðla að vera gjaldgengir og halda verðgildi sínu. Óstöðugleiki krónunnar leiddi til þess að verðtrygging var tekin upp sem núna hefur gert tugi þúsunda Íslendinga eignalausa og ofurskuldsetta. Vextir í krónunni eru óbærilegir sem drepur niður fyrirtæki og heimili. Við þurfum evruna, trausta alþjóðlega gjaldgenga mynt, sem heldur verðgildi sínu sæmilega. Með evrunni kemur stöðugleiki, lág verðbólga og lágir vextir. Við þurfum lægri skatta. Skattar eru orðnir það háir að það kemur hart niður á fólki og fyrirtækjum. Ofurskattarnir eru hamlandi fyrir vöxt fyrirtækja og minnka það sem heimili og fyrirtæki hafa til ráðstöfunar. Hluti skattanna gengur frá þéttbýlinu á SV-horninu út á land til landbúnaðar, samgangna og fleira. Það er eðlilegt að vissu marki, en það hefur verið gengið allt of langt í því efni. Við þurfum að taka á óráðsíunni og lækka svo skattana. Við þurfum góð atvinnutækifæri sem greiða góð laun. Með inngöngu í ESB og tilkomu evrunnar myndu nýju útflutningsatvinnugreinarnar, svo sem Marel, Össur og Actavis að ógleymdri ferðamannaþjónustu, vaxa hraðar og dafna í stað þess að flýja land. Með því að taka á landbúnaðaróráðsíunni, ganga í ESB og taka upp evruna myndi ráðstöfunarfé heimila í þéttbýlinu aukast um 50 til 100 kr. á mánuði þegar fram í sækir, en það tekur tíma að koma fram. Það þarf raunhæfari lausnir, það nægir ekki að segjast bara vilja lækka skatta. Það þarf að segja hvernig það á að gerast. Kjósendur ættu að huga að verulegri endurnýjun fulltrúa á Alþingi og velja til starfa víðsýnt, frjálslynt, öflugt fólk af báðum kynjum. Ekki láta stórar og miklar auglýsingar glepja sig í því efni. Ekki kjósa bara frægt og ríkt fólk þó það geti verið ágætt. Huga að mannkostum, menntun, reynslu og málefnum frambjóðenda. Reykvíkingar, þið eigið leikinn á laugardag.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar