Gelding grísa án deyfingar loks færð í lög Guðný Nielsen skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Á undanförnum árum hafa íslensk svínabú legið undir ámæli fyrir það verklag að grísir eru geltir án deyfingar. Neytendur virtust áður almennt ómeðvitaðir um að þetta færi fram hérlendis, enda alla jafna talið að gætt sé að velferð dýra í íslenskum landbúnaði. Frumvarp til laga um velferð dýra var lagt fram á Alþingi 25. október síðastliðinn og gekk það samdægurs til atvinnuveganefndar. Drög að frumvarpinu eru heldur eldri og fólu þau í sér skýrt bann við geldingu dýra án deyfingar. Nú hefur þrýstingur hagsmunahópa náð að knýja fram breytingar og gerir núverandi frumvarp ráð fyrir heimild til geldingar grísa, yngri en vikugamalla, án deyfingar. Frumvarpið gerir ráð fyrir verkjastillandi lyfjagjöf, en gelding er sársaukafull aðgerð og lyfjagjöf ein og sér kemur aldrei í stað fyrir deyfingu. Í núgildandi lögum um dýravernd er kveðið á um að dýr skuli ávallt deyfð eða svæfð við sársaukafulla aðgerð. Hins vegar hefur undanþága í reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína hingað til gert svínaræktendum kleift að gelda grísi, yngri en sjö daga gamalla, án deyfingar. Þetta er gert til hagræðingar fyrir eigendur svínabúa því það er kostnaðarsamt að kalla til dýralækni til þess að framkvæma deyfingu á hundruðum grísa. Grísirnir þjást við geldingu hvort sem þeir eru þriggja, sjö eða fimmtán daga gamlir. Verði framangreint frumvarp um velferð dýra að lögum verður heimildin til að framkvæma þessa sársaukafullu aðgerð án allrar deyfingar loks færð í lög. Með því yrði stigið stórt skref aftur á bak í velferðarmálum dýra. Það er með öllu ótækt að þetta skuli heimilað með lögum sem tryggja eiga velferð dýra á Íslandi. Ég skora á atvinnuveganefnd að sjá til þess að svo verði ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa íslensk svínabú legið undir ámæli fyrir það verklag að grísir eru geltir án deyfingar. Neytendur virtust áður almennt ómeðvitaðir um að þetta færi fram hérlendis, enda alla jafna talið að gætt sé að velferð dýra í íslenskum landbúnaði. Frumvarp til laga um velferð dýra var lagt fram á Alþingi 25. október síðastliðinn og gekk það samdægurs til atvinnuveganefndar. Drög að frumvarpinu eru heldur eldri og fólu þau í sér skýrt bann við geldingu dýra án deyfingar. Nú hefur þrýstingur hagsmunahópa náð að knýja fram breytingar og gerir núverandi frumvarp ráð fyrir heimild til geldingar grísa, yngri en vikugamalla, án deyfingar. Frumvarpið gerir ráð fyrir verkjastillandi lyfjagjöf, en gelding er sársaukafull aðgerð og lyfjagjöf ein og sér kemur aldrei í stað fyrir deyfingu. Í núgildandi lögum um dýravernd er kveðið á um að dýr skuli ávallt deyfð eða svæfð við sársaukafulla aðgerð. Hins vegar hefur undanþága í reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína hingað til gert svínaræktendum kleift að gelda grísi, yngri en sjö daga gamalla, án deyfingar. Þetta er gert til hagræðingar fyrir eigendur svínabúa því það er kostnaðarsamt að kalla til dýralækni til þess að framkvæma deyfingu á hundruðum grísa. Grísirnir þjást við geldingu hvort sem þeir eru þriggja, sjö eða fimmtán daga gamlir. Verði framangreint frumvarp um velferð dýra að lögum verður heimildin til að framkvæma þessa sársaukafullu aðgerð án allrar deyfingar loks færð í lög. Með því yrði stigið stórt skref aftur á bak í velferðarmálum dýra. Það er með öllu ótækt að þetta skuli heimilað með lögum sem tryggja eiga velferð dýra á Íslandi. Ég skora á atvinnuveganefnd að sjá til þess að svo verði ekki.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar