Eins og svart og hvítt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2012 06:00 Fagnað í klefanum Kristinn og Guðjón (til hægri) eru lykilmenn Halmstad. Mynd/Aðsend Guðjón Baldvinsson, Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad tryggðu sér á ný sæti í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Frábær endir á besta tímabili Guðjóns sem fékk fá tækifæri sem liðsmaður GAIS fyrir þremur árum. „Þetta var ótrúlega sætt og það besta sem ég upplifað á mínum ferli," sagði Guðjón Baldvinsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Halmstad hafnaði í þriðja sæti b-deildarinnar og mætti því Sundsvall, sem hafnaði í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, í tveimur leikjum. Eftir 3-0 sigur í heimaleiknum stóðu Guðjón og félagar vel að vígi fyrir síðari leikinn á laugardaginn. „Það fór svolítill hrollur um mann þegar þeir skoruðu fyrsta markið og voru fram að því búnir að vaða í færum. Þetta varð miklu þægilegra eftir að við jöfnuðum í 1-1 því þá þurftu þeir að skora fimm mörk," segir Guðjón sem skoraði eitt mark líkt og Kristinn Steindórsson. Jón Guðni Fjóluson var í liði Sundsvall líkt og Ari Freyr Skúlason sem skoraði eitt marka Sundsvall sem hafði 4-3 sigur. Guðjón skoraði 16 mörk í 30 leikjum og var á meðal markahæstu manna í deildinni. Hann komst meiðslalaus í gegnum langt tímabil og segist ekki geta verið sáttari við stöðu mála. Sérstaklega í ljósi verunnar hjá GAIS árið 2009 sem var enginn dans á rósum. „Árið hjá Halmstad og tíminn hjá GAIS eru eins og svart og hvítt," segir Guðjón sem aðeins kom við sögu í fimm leikjum með sænska liðinu. Ljóst var að þjálfari liðsins hefði enga trú á Garðbæingnum. „Ég vissi auðvitað alltaf að sá þjálfari hafði rangt fyrir sér. Ég beið spenntur eftir að sýna að hann hafði rangt fyrir sér. Ég var staðráðinn að gera það í sumar og það gekk. Á næsta ári verður GAIS í b-deildinni og ég í úrvalsdeildinni. Þetta gæti ekki verið betra," segir Guðjón og hlær. Guðjón segir Halmstad þurfa að auk breiddina í leikmannahópnum fyrir árið í úrvalsdeildinni. „Ég veit að það verður gert. Ef við spilum áfram sem lið höldum við áfram að bæta okkur. Þetta lítur vel út," segir Guðjón sem segist hafa grætt mikið á að spila í sænsku b-deildinni. „Ég held að það sé mjög gott fyrir íslenska leikmenn að byrja í b-deildinni, skapa sér nafn og fá sjálfstraust. Eftir á er það ómetanlegt og á eftir að hjálpa okkur Kristni á næsta ári." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Guðjón Baldvinsson, Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad tryggðu sér á ný sæti í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Frábær endir á besta tímabili Guðjóns sem fékk fá tækifæri sem liðsmaður GAIS fyrir þremur árum. „Þetta var ótrúlega sætt og það besta sem ég upplifað á mínum ferli," sagði Guðjón Baldvinsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Halmstad hafnaði í þriðja sæti b-deildarinnar og mætti því Sundsvall, sem hafnaði í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, í tveimur leikjum. Eftir 3-0 sigur í heimaleiknum stóðu Guðjón og félagar vel að vígi fyrir síðari leikinn á laugardaginn. „Það fór svolítill hrollur um mann þegar þeir skoruðu fyrsta markið og voru fram að því búnir að vaða í færum. Þetta varð miklu þægilegra eftir að við jöfnuðum í 1-1 því þá þurftu þeir að skora fimm mörk," segir Guðjón sem skoraði eitt mark líkt og Kristinn Steindórsson. Jón Guðni Fjóluson var í liði Sundsvall líkt og Ari Freyr Skúlason sem skoraði eitt marka Sundsvall sem hafði 4-3 sigur. Guðjón skoraði 16 mörk í 30 leikjum og var á meðal markahæstu manna í deildinni. Hann komst meiðslalaus í gegnum langt tímabil og segist ekki geta verið sáttari við stöðu mála. Sérstaklega í ljósi verunnar hjá GAIS árið 2009 sem var enginn dans á rósum. „Árið hjá Halmstad og tíminn hjá GAIS eru eins og svart og hvítt," segir Guðjón sem aðeins kom við sögu í fimm leikjum með sænska liðinu. Ljóst var að þjálfari liðsins hefði enga trú á Garðbæingnum. „Ég vissi auðvitað alltaf að sá þjálfari hafði rangt fyrir sér. Ég beið spenntur eftir að sýna að hann hafði rangt fyrir sér. Ég var staðráðinn að gera það í sumar og það gekk. Á næsta ári verður GAIS í b-deildinni og ég í úrvalsdeildinni. Þetta gæti ekki verið betra," segir Guðjón og hlær. Guðjón segir Halmstad þurfa að auk breiddina í leikmannahópnum fyrir árið í úrvalsdeildinni. „Ég veit að það verður gert. Ef við spilum áfram sem lið höldum við áfram að bæta okkur. Þetta lítur vel út," segir Guðjón sem segist hafa grætt mikið á að spila í sænsku b-deildinni. „Ég held að það sé mjög gott fyrir íslenska leikmenn að byrja í b-deildinni, skapa sér nafn og fá sjálfstraust. Eftir á er það ómetanlegt og á eftir að hjálpa okkur Kristni á næsta ári."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira