Hæstaréttardómur yfir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Nýfallinn dómur hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka er áfellisdómur yfir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði. Dómurinn er sigur fyrir lántakendur en jafnframt mikill álitshnekkir fyrir ríkisstjórnina sem brást heimilum og fyrirtækjum alvarlega í þessu máli og kaus að gæta hagsmuna fjármálafyrirtækja. Flumbrugangur í lagasetninguNiðurstaða hæstaréttar er í samræmi við þá gagnrýni sem ég, samtök lánþega og margir fleiri hafa sett fram vegna endurútreikninga bankanna í kjölfar laga nr. 151/2010 sem ríkisstjórnin keyrði í gegnum þingið í miklum flýti í desember 2010. Gagnrýnin beindist að því að ekki væri í lögunum tekið tillit til þess að skuldari hefði þegar greitt inn á höfuðstól lánsins, beitingu vaxtavaxta og hvenær byrja ætti að reikna vexti Seðlabankans á lánin, afturvirkni vaxta o.s.frv. Ég benti á ófullkomleika frumvarpsins sem Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, flutti með þessum lögum. Ég sagði að ekki hefði verið vandað til verka við lagasetningu á þinginu og að þeir sem myndu hagnast á þessum flumbrugangi væru eigendur bankanna, erlendir kröfuhafar og ríkið í tilfelli Landsbankans. Í ársbyrjun 2011 setti ég jafnframt á heimasíðu mína reiknivél sem ég kallaði Lánareikni (http://gudlaugurthor.is/2011/05/lanareiknir/) til að vekja athygli á því óréttlæti sem í lögunum fólst. Ég hvatti fólk þá og hvet enn til að setja forsendur lána sinna inn í Lánareikninn. Þar getur fólk sett inn sínar eigin lánaforsendur og metið hvaða áhrif það hefur að nota reikniaðferð ríkisstjórnarinnar í samanburði við reikniaðferðir sem Gunnlaugur Kristinsson endurskoðandi og Veritas lögmenn kynntu. Ég hvet það fólk sem er með erlend lán að setja forsendurnar sínar í Lánareikninn. Niðurstaða Hæstaréttar er í samræmi við Veritas lögmenn. Varnaðarorð voru viðhöfðVarnaðarorð komu úr mörgum áttum en ríkisstjórnin gerði ekkert í málinu. Frumvarpi um flýtimeðferð gengislána var hafnað. Frumvarpi um að tekið yrði tillit til greiðslu inn á höfuðstól sömuleiðis. Við setningu Árna Páls-laganna var því haldið fram að lögin myndu eyða óvissu! Það gerðist ekki, óvissan jókst. Frumvörpum okkar sjálfstæðismanna um flýtimeðferð gengislána var ítrekað hafnað. Sigurður Kári flutti frumvarpið fyrst 24.06.2010 og þrátt fyrir ítrekaða framlagningu fór það aldrei í gegn. Hverjir tapa?Hvaða afleiðingar hafa rangir útreikningar bankanna haft fyrir fólk og fyrirtæki í landinu? Enginn veit það, en við vitum að afleiðingarnar eru alvarlegar. Við vitum ekki hversu alvarlegar. Hversu margir hafa misst eignir, atvinnutæki og fyrirtæki vegna þessa? Ég hef spurt um stöðu þessara aðila á fundum efnahags- og viðskiptanefndar en það er, kannski skiljanlega, lítið um svör. Það eina sem við vitum er að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnanir tóku hagsmuni fjármálafyrirtækjanna fram yfir hagsmuni lántakenda. Ríkisendurskoðun komi upp reiknivélÞví miður er óvissunni ekki eytt. Það á eftir að fá úr ýmsum álitamálum skorið. Almenna reglan er að fjármálafyrirtækin fara með öll álitamál fyrir dómstóla. Yfirlýsingar stjórnvalda um að lok fáist í þau fyrir áramót munu ekki ganga eftir. Mikilvægt er að fólk geti treyst að endurútreikningar bankanna standist. Aðstöðumunur á milli lántakenda og fjármálafyrirtækjanna er mjög mikill. Ég tel því að þingið eigi að beita sér fyrir því að fólki verði gert kleift að sækja sér ráðgjöf til óháðra aðila án verulegra fjárútláta. Að fólk hafi aðgang að reiknivél svipaðri þeirri sem er á heimasíðunni minni Gudlaugurthor.is. Eftirlitsaðilar hefðu átt að koma slíkri vél upp fyrir löngu síðan. Þeir hefðu átt að gæta hagsmuna lántakenda en þeir gerðu það ekki. Þess vegna legg ég til að Ríkisendurskoðun verði falið þetta verkefni. Það er það minnsta sem hægt er að gera fyrir fólk og smáatvinnurekendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nýfallinn dómur hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka er áfellisdómur yfir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði. Dómurinn er sigur fyrir lántakendur en jafnframt mikill álitshnekkir fyrir ríkisstjórnina sem brást heimilum og fyrirtækjum alvarlega í þessu máli og kaus að gæta hagsmuna fjármálafyrirtækja. Flumbrugangur í lagasetninguNiðurstaða hæstaréttar er í samræmi við þá gagnrýni sem ég, samtök lánþega og margir fleiri hafa sett fram vegna endurútreikninga bankanna í kjölfar laga nr. 151/2010 sem ríkisstjórnin keyrði í gegnum þingið í miklum flýti í desember 2010. Gagnrýnin beindist að því að ekki væri í lögunum tekið tillit til þess að skuldari hefði þegar greitt inn á höfuðstól lánsins, beitingu vaxtavaxta og hvenær byrja ætti að reikna vexti Seðlabankans á lánin, afturvirkni vaxta o.s.frv. Ég benti á ófullkomleika frumvarpsins sem Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, flutti með þessum lögum. Ég sagði að ekki hefði verið vandað til verka við lagasetningu á þinginu og að þeir sem myndu hagnast á þessum flumbrugangi væru eigendur bankanna, erlendir kröfuhafar og ríkið í tilfelli Landsbankans. Í ársbyrjun 2011 setti ég jafnframt á heimasíðu mína reiknivél sem ég kallaði Lánareikni (http://gudlaugurthor.is/2011/05/lanareiknir/) til að vekja athygli á því óréttlæti sem í lögunum fólst. Ég hvatti fólk þá og hvet enn til að setja forsendur lána sinna inn í Lánareikninn. Þar getur fólk sett inn sínar eigin lánaforsendur og metið hvaða áhrif það hefur að nota reikniaðferð ríkisstjórnarinnar í samanburði við reikniaðferðir sem Gunnlaugur Kristinsson endurskoðandi og Veritas lögmenn kynntu. Ég hvet það fólk sem er með erlend lán að setja forsendurnar sínar í Lánareikninn. Niðurstaða Hæstaréttar er í samræmi við Veritas lögmenn. Varnaðarorð voru viðhöfðVarnaðarorð komu úr mörgum áttum en ríkisstjórnin gerði ekkert í málinu. Frumvarpi um flýtimeðferð gengislána var hafnað. Frumvarpi um að tekið yrði tillit til greiðslu inn á höfuðstól sömuleiðis. Við setningu Árna Páls-laganna var því haldið fram að lögin myndu eyða óvissu! Það gerðist ekki, óvissan jókst. Frumvörpum okkar sjálfstæðismanna um flýtimeðferð gengislána var ítrekað hafnað. Sigurður Kári flutti frumvarpið fyrst 24.06.2010 og þrátt fyrir ítrekaða framlagningu fór það aldrei í gegn. Hverjir tapa?Hvaða afleiðingar hafa rangir útreikningar bankanna haft fyrir fólk og fyrirtæki í landinu? Enginn veit það, en við vitum að afleiðingarnar eru alvarlegar. Við vitum ekki hversu alvarlegar. Hversu margir hafa misst eignir, atvinnutæki og fyrirtæki vegna þessa? Ég hef spurt um stöðu þessara aðila á fundum efnahags- og viðskiptanefndar en það er, kannski skiljanlega, lítið um svör. Það eina sem við vitum er að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnanir tóku hagsmuni fjármálafyrirtækjanna fram yfir hagsmuni lántakenda. Ríkisendurskoðun komi upp reiknivélÞví miður er óvissunni ekki eytt. Það á eftir að fá úr ýmsum álitamálum skorið. Almenna reglan er að fjármálafyrirtækin fara með öll álitamál fyrir dómstóla. Yfirlýsingar stjórnvalda um að lok fáist í þau fyrir áramót munu ekki ganga eftir. Mikilvægt er að fólk geti treyst að endurútreikningar bankanna standist. Aðstöðumunur á milli lántakenda og fjármálafyrirtækjanna er mjög mikill. Ég tel því að þingið eigi að beita sér fyrir því að fólki verði gert kleift að sækja sér ráðgjöf til óháðra aðila án verulegra fjárútláta. Að fólk hafi aðgang að reiknivél svipaðri þeirri sem er á heimasíðunni minni Gudlaugurthor.is. Eftirlitsaðilar hefðu átt að koma slíkri vél upp fyrir löngu síðan. Þeir hefðu átt að gæta hagsmuna lántakenda en þeir gerðu það ekki. Þess vegna legg ég til að Ríkisendurskoðun verði falið þetta verkefni. Það er það minnsta sem hægt er að gera fyrir fólk og smáatvinnurekendur.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun