Launamerkið Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 30. október 2012 08:00 Í auknum mæli skreyta fyrirtæki sig umhverfismerkjum. Það er bæði þarft og snjallt. Eins eru félög í meiri mæli farin að huga að hollustuþáttum í ímynd sinni, svo og vottun um réttindi vinnuafls, uppruna hráefnis og sanngjörn viðskipti. Allt er þetta vel. Tímabært er að fyrirtæki, jafnt þau opinberu og einkareknu, merki sig mannvernd. Þar þarf sérstaklega að huga að launajöfnuði, sem er og verður, þar til honum verður útrýmt, einhver mesti ljóður á starfsemi fyrirtækja, hér á landi sem erlendis. Snjallt væri að taka upp Launamerkið, sem þau fyrirtæki ein, sem geta sannað fullan launajöfnuð innan sinna raða, geta prýtt sig með í bak og fyrir. Ég yrði stoltur af því að skipta við slík fyrirtæki – og liti innan tíðar þau félög hornauga, sem ekki státuðu af slíku. Eðlilegt er að Launamerkið lúti sömu lögmálum og önnur stöðluð vottun sem að ofan greinir; þar til bær stofnun veitti heimild fyrir notkun merkisins, að undangenginni skoðun á launabókhaldi. Hinn kostinn þekkjum við: Launabil kynjanna þrífst á launaleynd. Viðvarandi launamunur kynjanna, sem lítið hefur skánað á undanliðnum árum, er mjög alvarleg meinsemd í samfélaginu. Ráðstefnur, skýrslur og úttektir á vandanum eru góðra gjalda verðar, en við dagsbrún nýrrar aldar er rík þörf á aðgerðum og lausnum. Spyrja má hvort fyrirtæki hafi hér eitthvað að óttast. Ég held þvert á móti að öll ábyrg fyrirtæki vilji hafa hér hreint borð. Fátt bætir ímynd þeirra jafn mikið og að þau komi eins fram við konur og karla sem fyrir þau starfa. Og er hér ekki tími til kominn? Ein dætra minna fer brátt á vinnumarkað. Hún er að mennta sig í háskóla. Við henni mun blasa verulegur, en óútskýrður launamunur. Yngsta dóttir mín fer á vinnumarkað eftir fimmtán ár. Ef fram heldur sem horfir – og án lausna – mun það sama blasa við henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Ernir Rúnarsson Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í auknum mæli skreyta fyrirtæki sig umhverfismerkjum. Það er bæði þarft og snjallt. Eins eru félög í meiri mæli farin að huga að hollustuþáttum í ímynd sinni, svo og vottun um réttindi vinnuafls, uppruna hráefnis og sanngjörn viðskipti. Allt er þetta vel. Tímabært er að fyrirtæki, jafnt þau opinberu og einkareknu, merki sig mannvernd. Þar þarf sérstaklega að huga að launajöfnuði, sem er og verður, þar til honum verður útrýmt, einhver mesti ljóður á starfsemi fyrirtækja, hér á landi sem erlendis. Snjallt væri að taka upp Launamerkið, sem þau fyrirtæki ein, sem geta sannað fullan launajöfnuð innan sinna raða, geta prýtt sig með í bak og fyrir. Ég yrði stoltur af því að skipta við slík fyrirtæki – og liti innan tíðar þau félög hornauga, sem ekki státuðu af slíku. Eðlilegt er að Launamerkið lúti sömu lögmálum og önnur stöðluð vottun sem að ofan greinir; þar til bær stofnun veitti heimild fyrir notkun merkisins, að undangenginni skoðun á launabókhaldi. Hinn kostinn þekkjum við: Launabil kynjanna þrífst á launaleynd. Viðvarandi launamunur kynjanna, sem lítið hefur skánað á undanliðnum árum, er mjög alvarleg meinsemd í samfélaginu. Ráðstefnur, skýrslur og úttektir á vandanum eru góðra gjalda verðar, en við dagsbrún nýrrar aldar er rík þörf á aðgerðum og lausnum. Spyrja má hvort fyrirtæki hafi hér eitthvað að óttast. Ég held þvert á móti að öll ábyrg fyrirtæki vilji hafa hér hreint borð. Fátt bætir ímynd þeirra jafn mikið og að þau komi eins fram við konur og karla sem fyrir þau starfa. Og er hér ekki tími til kominn? Ein dætra minna fer brátt á vinnumarkað. Hún er að mennta sig í háskóla. Við henni mun blasa verulegur, en óútskýrður launamunur. Yngsta dóttir mín fer á vinnumarkað eftir fimmtán ár. Ef fram heldur sem horfir – og án lausna – mun það sama blasa við henni.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun