Aron: Bærinn andaði léttar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2012 06:00 Aron Pálmarsson ræðir við Aron Kristjánsson, nýjan landsliðsþjálfara Íslands, fyrir æfingu landsliðsins í Víkinni í gær. Fréttablaðið/Valli Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2014 á morgun en einn lykilmanna íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, verður með liðinu eftir að hafa jafnað sig á meiðslum í olnboga sem hafa plagað hann síðustu vikurnar. „Ég er ágætur. Ég gat spilað á laugardaginn og þó svo að ég finni aðeins til sögðu læknarnir að meiðslin verði ekkert verri. Ég má því gera allt sem ég geri venjulega," sagði Aron í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins sem fór fram í Víkinni í gærkvöldi. Aron skoraði þrjú mörk í ótrúlegum leik Kiel og Hamburg um helgina. Kiel var fimm mörkum undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka en vann þriggja marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning. Það var hans fyrsti leikur með Kiel síðan hann meiddist í leik liðsins gegn Sävehof frá Svíþjóð í Meistaradeild Evrópu en hann fór fram snemma í október. Alltaf pressa á okkurKiel fékk fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og varð þar að auki bikarmeistari sem og Evrópumeistari. Aron segir að í ár sé lagt að leikmönnum að ná árangri, rétt eins og áður. „Það hefur auðvitað mikið breyst hjá okkur, ekki síst í leikmannamálum. Við misstum Kim Andersson sem var okkar besti maður í fyrra en erum komnir með nýja leikmenn sem þurfa að fá tíma til að venjast nýjum aðstæðum," segir Aron. „Ekki að við séum búnir að spila illa, þvert á móti. Okkur hefur gengið vel sem breytir þó ekki því að það er alltaf pressa á okkur að vinna hvern leik." Kiel tapaði sínu fyrsta stigi í deildarleik í langan tíma þegar liðið gerði jafntefli við Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, á útivelli um miðjan síðasta mánuð. „Ég held nú að bærinn hafi andað léttar við það," sagði hann og brosti. „Þetta var búið að ganga í langan tíma og þetta var staðfesting á því að við getum enn tapað stigi og stigum," bætti hann við en Kiel hefur ekki tapað deildarleik síðan í maí í fyrra. Erfiðir dagar eftir leikanaAron klæðist á morgun íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn síðan að Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Ungverjalandi í tvíframlengdum leik í fjórðungsúrslitum. „Það var gríðarlega erfitt að kyngja því. Við ætluðum okkur lengra," sagði Aron og fannst erfitt að rifja þetta upp. „Maður fattaði ekki alveg strax hvað hafði gerst og var þetta mjög erfitt í nokkra daga." Nafni hans Kristjánsson stýrði í gærkvöldi sinni fyrstu landsliðsæfingu en hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni sem hætti eftir Ólympíuleikana. Nýi þjálfarinn tók langan fund með leikmönnum fyrir æfinguna í gær. „Þetta byrjaði ekki vel – fundurinn var allt of langur," sagði Aron og hló. „Mér líst auðvitað mjög vel á hann enda tala vinir mínir sem hafa spilað undir hans stjórn mjög vel um hann. Hann greinir andstæðinginn mjög vel og við erum vanir því. Við þurfum á því að halda." Íslenski handboltinn Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2014 á morgun en einn lykilmanna íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, verður með liðinu eftir að hafa jafnað sig á meiðslum í olnboga sem hafa plagað hann síðustu vikurnar. „Ég er ágætur. Ég gat spilað á laugardaginn og þó svo að ég finni aðeins til sögðu læknarnir að meiðslin verði ekkert verri. Ég má því gera allt sem ég geri venjulega," sagði Aron í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins sem fór fram í Víkinni í gærkvöldi. Aron skoraði þrjú mörk í ótrúlegum leik Kiel og Hamburg um helgina. Kiel var fimm mörkum undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka en vann þriggja marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning. Það var hans fyrsti leikur með Kiel síðan hann meiddist í leik liðsins gegn Sävehof frá Svíþjóð í Meistaradeild Evrópu en hann fór fram snemma í október. Alltaf pressa á okkurKiel fékk fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og varð þar að auki bikarmeistari sem og Evrópumeistari. Aron segir að í ár sé lagt að leikmönnum að ná árangri, rétt eins og áður. „Það hefur auðvitað mikið breyst hjá okkur, ekki síst í leikmannamálum. Við misstum Kim Andersson sem var okkar besti maður í fyrra en erum komnir með nýja leikmenn sem þurfa að fá tíma til að venjast nýjum aðstæðum," segir Aron. „Ekki að við séum búnir að spila illa, þvert á móti. Okkur hefur gengið vel sem breytir þó ekki því að það er alltaf pressa á okkur að vinna hvern leik." Kiel tapaði sínu fyrsta stigi í deildarleik í langan tíma þegar liðið gerði jafntefli við Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, á útivelli um miðjan síðasta mánuð. „Ég held nú að bærinn hafi andað léttar við það," sagði hann og brosti. „Þetta var búið að ganga í langan tíma og þetta var staðfesting á því að við getum enn tapað stigi og stigum," bætti hann við en Kiel hefur ekki tapað deildarleik síðan í maí í fyrra. Erfiðir dagar eftir leikanaAron klæðist á morgun íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn síðan að Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Ungverjalandi í tvíframlengdum leik í fjórðungsúrslitum. „Það var gríðarlega erfitt að kyngja því. Við ætluðum okkur lengra," sagði Aron og fannst erfitt að rifja þetta upp. „Maður fattaði ekki alveg strax hvað hafði gerst og var þetta mjög erfitt í nokkra daga." Nafni hans Kristjánsson stýrði í gærkvöldi sinni fyrstu landsliðsæfingu en hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni sem hætti eftir Ólympíuleikana. Nýi þjálfarinn tók langan fund með leikmönnum fyrir æfinguna í gær. „Þetta byrjaði ekki vel – fundurinn var allt of langur," sagði Aron og hló. „Mér líst auðvitað mjög vel á hann enda tala vinir mínir sem hafa spilað undir hans stjórn mjög vel um hann. Hann greinir andstæðinginn mjög vel og við erum vanir því. Við þurfum á því að halda."
Íslenski handboltinn Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira