Engin ofurmenni Þórður Snær Júlíusson skrifar 29. október 2012 06:00 Kaupréttir sex stjórnenda Eimskips settu hlutafjárútboð í félaginu í uppnám í síðustu viku. Samtals áttu þeir að fá 4,38 prósent af heildarhlutafé með tugprósenta afslætti. Heildarvirði þess hlutar miðað við útboðsgengi í Eimskip er um 1,8 milljarður króna. Eimskip var rekið með afleitum hætti árum saman fyrir hrun. Þegar félagið fór loks á hausinn var það með slíkum skelli að nánast einungis fall bankanna olli meiri hávaða. Þegar nauðasamningar Eimskips voru staðfestir 2009 voru skuldir lækkaðar um 1,5 milljarða evra, 247 milljarða króna. Óveðtryggðir kröfuhafar, meðal annars lífeyrissjóðir, töpuðu 88 prósentum krafna sinna. Sjóðirnir töpuðu 8,7 milljörðum króna bara á skuldabréfum félagsins. Því var skiljanlegt að stórir lífeyrissjóðir yrðu brjálaðir þegar umfang kaupréttanna lá fyrir. Það átti að færa stjórnendum sem fengu í hendurnar félag hreinsað af skuldum hundruð milljóna króna að gjöf. Hins vegar er óskiljanlegt að kaupréttirnir hafi komið sjóðunum á óvart, enda hefur verið sagt frá þeim í nokkrum árshlutauppgjörum Eimskips auk þess sem Stöð 2 fjallaði ítarlega um þá í sumar. Það er líka ákveðið ósamræmi í reiði lífeyrissjóðanna. Þeir hikuðu ekki við að kaupa hluti í Högum þrátt fyrir að fimm stjórnendum þess félags hefðu verið gefnir hlutir í því sem nú eru nokkur hundruð milljóna króna virði. Þeir hafa ekki hikað við að eiga í Marel eða Össuri þrátt fyrir kaupréttina sem tíðkast þar. Og sjóðirnir eiga erlendar eignir upp á hundruð milljarða króna sem sumar hverjar eru í félögum sem veita ríflega kauprétti. Svo verður athyglisvert að sjá hvort þeir muni setja fyrir sig að kaupa hluti í Landsbankanum þegar fram líða stundir þrátt fyrir að starfsmönnum hans verði færðir kaupréttir að tveggja prósenta hlut í bankanum. Lífeyrissjóðirnir eru að taka yfir íslenskt atvinnulíf. Gjaldeyrishöft, lítill áhugi erlendra fjárfesta á sífelldum eftirá leikreglubreytingum íslenskra stjórnvalda og sívaxandi sjóðir þeirra gera þessa stöðu óumflýjanlega. Því væri ágætt ef sjóðirnir mörkuðu sér skýra stefnu varðandi kauprétti og annars konar hlutabréfagjafir en brygðust ekki við þeim eftir hentugleika. Við þá stefnumörkun mættu þeir velta því fyrir sér hvort kaupréttir séu yfir höfuð góð hugmynd miðað við það sem á undan er gengið í þessu landi. Sagan sýnir nefnilega að samtvinnun hagsmuna stjórnenda við hagsmuni félaga hefur gert það að verkum að þeir hafa mun frekar gert hvað sem er til að halda hlutabréfaverði, og eigin bankareikningum, uppi en að setja hagsmuni félaganna í fyrsta sæti þegar illa árar. Ætlaðir markaðsmisnotkunartilburðir, leikir með gengi krónunnar og ævintýralegar lánafléttur til að fegra efnahagsreikninga sýna það. Hugmyndin um að það sé ekki hægt að reka flutningafyrirtæki, selja matvöru eða lána út peninga án þess að stjórnendur séu samtvinnaðir með því að láta þá hafa stóran hlut í félaginu er í raun fáránleg. Betra væri einfaldlega að borga þeim hærri laun. Sætti þeir sig ekki við þá stöðu er fullt af hæfu fólki sem getur sinnt starfi þeirra. Þetta eru ekki ofurmenni og það á ekki að koma fram við þá sem slík. Fall loftbóluhagkerfisins á að minnsta kosti að hafa kennt okkur það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun
Kaupréttir sex stjórnenda Eimskips settu hlutafjárútboð í félaginu í uppnám í síðustu viku. Samtals áttu þeir að fá 4,38 prósent af heildarhlutafé með tugprósenta afslætti. Heildarvirði þess hlutar miðað við útboðsgengi í Eimskip er um 1,8 milljarður króna. Eimskip var rekið með afleitum hætti árum saman fyrir hrun. Þegar félagið fór loks á hausinn var það með slíkum skelli að nánast einungis fall bankanna olli meiri hávaða. Þegar nauðasamningar Eimskips voru staðfestir 2009 voru skuldir lækkaðar um 1,5 milljarða evra, 247 milljarða króna. Óveðtryggðir kröfuhafar, meðal annars lífeyrissjóðir, töpuðu 88 prósentum krafna sinna. Sjóðirnir töpuðu 8,7 milljörðum króna bara á skuldabréfum félagsins. Því var skiljanlegt að stórir lífeyrissjóðir yrðu brjálaðir þegar umfang kaupréttanna lá fyrir. Það átti að færa stjórnendum sem fengu í hendurnar félag hreinsað af skuldum hundruð milljóna króna að gjöf. Hins vegar er óskiljanlegt að kaupréttirnir hafi komið sjóðunum á óvart, enda hefur verið sagt frá þeim í nokkrum árshlutauppgjörum Eimskips auk þess sem Stöð 2 fjallaði ítarlega um þá í sumar. Það er líka ákveðið ósamræmi í reiði lífeyrissjóðanna. Þeir hikuðu ekki við að kaupa hluti í Högum þrátt fyrir að fimm stjórnendum þess félags hefðu verið gefnir hlutir í því sem nú eru nokkur hundruð milljóna króna virði. Þeir hafa ekki hikað við að eiga í Marel eða Össuri þrátt fyrir kaupréttina sem tíðkast þar. Og sjóðirnir eiga erlendar eignir upp á hundruð milljarða króna sem sumar hverjar eru í félögum sem veita ríflega kauprétti. Svo verður athyglisvert að sjá hvort þeir muni setja fyrir sig að kaupa hluti í Landsbankanum þegar fram líða stundir þrátt fyrir að starfsmönnum hans verði færðir kaupréttir að tveggja prósenta hlut í bankanum. Lífeyrissjóðirnir eru að taka yfir íslenskt atvinnulíf. Gjaldeyrishöft, lítill áhugi erlendra fjárfesta á sífelldum eftirá leikreglubreytingum íslenskra stjórnvalda og sívaxandi sjóðir þeirra gera þessa stöðu óumflýjanlega. Því væri ágætt ef sjóðirnir mörkuðu sér skýra stefnu varðandi kauprétti og annars konar hlutabréfagjafir en brygðust ekki við þeim eftir hentugleika. Við þá stefnumörkun mættu þeir velta því fyrir sér hvort kaupréttir séu yfir höfuð góð hugmynd miðað við það sem á undan er gengið í þessu landi. Sagan sýnir nefnilega að samtvinnun hagsmuna stjórnenda við hagsmuni félaga hefur gert það að verkum að þeir hafa mun frekar gert hvað sem er til að halda hlutabréfaverði, og eigin bankareikningum, uppi en að setja hagsmuni félaganna í fyrsta sæti þegar illa árar. Ætlaðir markaðsmisnotkunartilburðir, leikir með gengi krónunnar og ævintýralegar lánafléttur til að fegra efnahagsreikninga sýna það. Hugmyndin um að það sé ekki hægt að reka flutningafyrirtæki, selja matvöru eða lána út peninga án þess að stjórnendur séu samtvinnaðir með því að láta þá hafa stóran hlut í félaginu er í raun fáránleg. Betra væri einfaldlega að borga þeim hærri laun. Sætti þeir sig ekki við þá stöðu er fullt af hæfu fólki sem getur sinnt starfi þeirra. Þetta eru ekki ofurmenni og það á ekki að koma fram við þá sem slík. Fall loftbóluhagkerfisins á að minnsta kosti að hafa kennt okkur það.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun